Barnaskapur að trúa samviskulausum harðstjóra.

Rússar og Kínverjar halda í vonina um að Assad Sýrlandsforseti sjái að sér og láti af af glæpum sínum gegn mannkyni. En ekki er hægt að sjá betur en að það sé borin von.

Ferð Medvedevs á fund með Assad hefur ekki borið hinn minnsta árangur né heldur ferð Kofi Annans, - þetta er eins og stökkva vatni á gæs. Hann mun halda glæpaverkum sínum áfram án þess að láta hagga sér hið minnsta og svíkja loforð sín jafnóðum og hann gefur þau.


mbl.is Enn sprengjuregn í Homs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núna þegar kanarnir hafa ekki lengur efni á að stöðva fjöldamorðingja á valdastólum hér og þar sést vel hversu gagnslaust allt heimsstofnanavælubatteríið er.

Hvar er UN sem kratar heimsins elska?

Eða þá ESB?

Horfa í hina áttina, tala og tala, en gera ekkert.  

Frekar að sanna orð Stalíns hvað sem hann nú sagði.  Var það ekki nokkuð þessu líkt;  "Ef þú drepur mann ertu morðingi.  Ef þú drepur þjóð ertu leiðtogi".

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 20:32

2 identicon

Ómar, fyrir Assad er "point of no return" að baki, og það veit hann.

Því er engin option önnur en að halda áfram og vona hið besta.

jonasgeir, slakaðu nú á, búinn að bulla nóg í dag.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 20:41

3 identicon

Held það sé óþarfi að klína allri ábyrgð á Assad, það eru margir að í þessu borgarastríði.  http://www.youtube.com/watch?v=W1EjBvuaUUA  , þetta er viðtal sem maður sér ekki í fjölmiðlum vestanhafs..

Rurik (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 20:43

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Heitið "uppreisnarmenn" setur auðvitað engan algildan gæðastimpil á þá. Þeir geta verið eins misjafnir og aðstæðurnar í löndunum sem þeir búa í.

Stjórnarfar og langur valdaferil ráðamanna í Sýrlandi bendir hins vegar til þess að uppreisn gegn því eigi sér verðugt tilefni. En það veldur hver á heldur.

Ómar Ragnarsson, 25.3.2012 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband