Svikalogn.

Nú er ár forsetakosninga í Bandaríkjunum og á slíkum árum er það gríðarlega mikils virði fyrir sitjandi forseta að ekki ríki samdráttur eða kreppa.

Það tryggir líka að á kosningaári forðast forsetinn að taka á erfiðum málum sem gætu komið við pyngju kjósenda.

Þess vegna verður ekki snert við hinum gríðarlega fjárlagahalla Bandaríkjanna nema í neyð, þótt vitað sé að hvert ár, sem líður án þess að tekið sé á því fyrirbæri að Bandaríkjamenn eyða um efni fram, gerir endanlega lausn enn erfiðari en ella og jafnvel ómögulega.

Ekki virðist tryggt að Grikklandskrísan sé gengin hjá og fregir um einhvern stórkostlegasta niðurskurð í útgjöldum ríkis, sem nú er verið að fást við á Spáni, benda ekki til þess að við getum afskrifað fleiri Grikklandskrísur hjá öðrum Evrópuþjóðum með tilheyrandi afleiðingum fyrir hagkerfi Bandaríkjanna.

1979, ári fyrir forsetakosningar, varð óvænt stjórnarbylting í Íran með tilheyrandi olíukrísu, sem fór í gegnum hagkerfi heimsins og átti stærstan þátt í því að sitjandi forseti, Jimmy Carter, var felldur af Ronale Reagan í kosningunum 1980.

Á þessu ári veit enginn hvort klerkarnir í Íran geta aftur komið svipaðri kollsteypu af stað með hernaðaraðgerðum.

Verði átök í Miðausturlöndum eru allur stöðguleiki og efnahagsbati í ríkjum heims rokinn út í veður og vind.

Ofan á allt er ekki spurning um hvort, heldur hvenær stóra efnahagsbólan í Kína springur.

Niðurstaða: Er á meðan er og logn eða rólegur andvari eru alltaf vel þegin, jafnvel þótt um svikalogn sé að ræða.


mbl.is Mesta hækkun síðan 1998
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands undir "stjórn" Hádegismóra, með íslensku krónuna sem gjaldmiðil, urðu GJALDÞROTA haustið 2008.

Íslenska ríkið hefði þá einnig orðið gjaldþrota, ef ekki hefðu fengist gríðarlega há erlend lán, til að mynda frá Evrópusambandsríkjum.

Og Bandaríkin, með Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil, urðu nær gjaldþrota í fyrrasumar en þá var samþykkt að hækka þakið á leyfilegum skuldum þeirra, AUKA sem sagt skuldir bandaríska ríkisins.

15.6.2011:

Kanada hvetur Bandaríkin til að forðast greiðsluþrot

Evruríkin hafa hins vegar ákveðið að draga saman seglin í ríkisútgjöldum sínum, sem kemur bæði þeim sjálfum og öðrum til góða, því of miklar skuldir geta leitt til þess að lánardrottnar tapi háum fjárhæðum, eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 1.4.2012 kl. 18:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni hækkað um 6,25% og gagnvart Bandaríkjadollar um 3,09%.

Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal hækkað um 48,22% og breska sterlingspundinu um 34,07%.

Í fyrra, árið 2011, hækkaði gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni hækkað um 125,9%.

Og hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 1.4.2012 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband