Umdeilanlegar ívilnanir.

Algerlega umhverfisvænn bíll hefur enn ekki verið framleiddur og skilgreining á því hverjir teljist falla undir þessa skilgreiningu getur verið umdeilanleg.

Þannig eru svonefndir tvinnbílar eins og Toyota Prius skilgreindir sem umhverfisvænir og fá miklar ívilnanir.

Þegar komið er upp í Lexus tvinnbíl er skilgreiningin ekki aðeins umdeilanleg heldur augljóslega röng eins og forsetabíllinn ber með sér.

Eyðsla hans, snerpa, hámarkshraði o. s. frv. er á sama róli og hjá bestu dísilbílunum í lúxusbílaflokknum frá BMW og Benz.

Samt fá dísilbílarnir ekki sambærilega afslætti af álögðum gjöldum ríkisins og ekki sjálfkrafa frítt í bílastæði.

Tvinnbíllinn er mun flóknari smíð en dísilbíll eins og gefur að skilja, bæði knúinn af bensínvél og rafvél. Hann er því dýrari í framleiðslu og varla umhverfisvænn þegar þarf að farga honum vegna aldurs. Án ívilnunarinnar væri hann ekki samkeppnishæfur í verði við sambærilega lúxusbíla.

Í köldu loftslagi eins og er hér á landi eykst eyðsla bensínknúinna bíla meira en dísiknúinna.

Bandaríkjamenn hafa verið framarlega í flokki þeirra sem hafa veitt tvinnbílunum ívilnanir og því þykir það fínt hjá ríka og fræga fólkinu þar að láta sjá sig á slíkum bílum en ófínt að vera á dísilbílum.

Það þarf að fara betur í gegnum alla þættina í þessu máli til þess að niðurstaðan verði sem réttust og sanngjörnust.


mbl.is Betri lánakjör á umhverfisvænum bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt Ómar, þetta er umdeilanlegt.  Það þarf að taka alla mengunar þættina með þegar mengun bíls er skoðuð, ekki bara notkunar mengunina. 

Framleiðslu mengun, förgunar mengun sem og líftími bílsins eru líka mjög veiga miklir þættir.  Skussi sem eyðileggur bíla á þriggja ára fresti mengar mikið.  Fólk sem hefur lag á að láta bílanna sína endast lengi mengar minna en hinir, jafnvel þó að það prumpi.

  

Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2012 kl. 20:25

2 identicon

Hvað skyldi Íslandsbanki borga Guðrúnu Bergmann fyrir þennan pistil. Samt lélegt að ekkert GRÆNT ORKUAUKANDI DUFT SKULI KOMA ÞAR VIÐ SÖGU.

Hafþór (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband