Mjög verðmæt viðurkenning.

Lonely Planet er risi í ferðaheiminum og tilurð fyrirtækisins er lýsandi fyrir það hvernig hugvit og þekking eru lykillinn að velgengni á okkar tímum.

Brúðhjón, sem fóru í brúðkaupsferð til Ástralíu á ódýrasta mögulega hátt, með því að bjarga sér á hverjum tíma sem mest sjálf og nota til þess útsjónarsemi og eigið hugvit, ákváðu að skrifa bók um þetta ævintýri til þess að fjármagna síðari hluta ferðarinnar.

Bókin varð metsölubók og peningana notuðu þau til þess að setja á fót ferðaþjónustuupplýsingar sem byggðist á upplifunar- og "survival"reynslu og mátti orða með kjörorðinu: "Get your hands dirty and feet wet."

Nýr og sístækkandi markhópur ferðafólks lagði grunninn að veldi Lonely Planet.

Þegar ég tók sjónvarpsviðtal við bandarískan ferðaprófessor sem hingað kom og greindi frá þessu rigndi yfir mig fordómafullri gagnrýni fyrir að tala við "gamlan kerlingarvitleysing".

Síðan ég tók þetta viðtal er liðinn áratugur og lítið þokast í því að vinna bug á fordómunum sem enn lifa góðu lífi.

Ísland getur verið kjörið land fyrir þennan markhóp ef þess er gætt að eyðileggja ekki þá ósnortnu og einstæðu náttúru sem landið hefur upp á að bjóða.


mbl.is Ísland einn af áfangastöðum ársins 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lonely planet bækurnar eru skemmtilegar og fræðandi en því miður hafa þær einhvers konar biblíustatus fyrir suma ferðamenn, í bókunum er nefnilega að finna rangfærslur og úreltar upplýsingar einstaka sinnum, menn eiga að taka ferðabókum með fyrirvara og ekki "láta þær um ferðalagið" heldur hafa bara til hliðsjónar

Ari (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband