Stór áfangasigur en löng leið framundan.

Samþykkt rammaáætlunar á þingi í dag var einhver stærsti áfangasigurinn í sögu náttúruverndar á Íslandi.

Það breytir því þó ekki að framundan er áframhaldandi barátta fyrir vernd einstæðrar náttúru landsins og fyrir því að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar í Ríósáttmálanum um að hlíta lögmálum sjálfbærrar þróunar í nýtingu orkulinda landsins.  

Það gera Íslendingar ekki með núverandi vinnubrögðum við nýtingu jarðvarma, sem felast í því að tæma orkuna á virkjanasvæðunum á nokkrum áratugum. 

Í slíku felst rányrkja og atlaga gegn jafnrétti kynslóðanna auk þess sem þetta veldur því að forsendur rammaáætlunar eru rangar þegar til lengri tíma er litið.

Það þarf að gera yfirgripsmikla heildaráætlun sem horfir til langs tíma og tryggir sjálfbæra þróun, fyrirbæri sem verður sífellt ofar á blaði í málefnum og kjörum mannkynsins á 21. öldinni.      


mbl.is Rammaáætlun samþykkt á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og nú bíðum við eftir kommenti frá Gunnari Th...

Ellert Grétarsson (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 21:33

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað má Gunaar Th. hafa sínar skoðanir en ekki rista þær sérlega djúpt. Hann vill t.d. ekki viðurkenna ruðningsáhrif af völdum Kárahnjúkavirkjunar. Gróðrarstöðin Barri var lengi á Egilsstöðum stærsta skógarplöntustöð landsins skammt sunnan við tjaldsvæðið. Varð að þoka þaðan vegna þess að braskarar keyptu lóðirnar og byggðu stórar blokkir sem voru árum saman galtómar. Barri var fluttur og byggð ný gróðrarstöð að miklu leyti fyrir gengistryggð lán. Óveður og gríðarmikill samdráttur í umsvifum bændaskóga þar eystra gekk mjög nærri fyrirtækinu og er nú nánast gjaldþrota.

Hefði þessi þensla með öllum þeim neikvæðu áhrifum ekki komið til og Barri fengið að vera kjur á Egilsstöðum er fremur ólíklegt að svona væri komið.

Eg hefði viljað sjá þessa starfsemi rísa úr öskunni og blómgast að nýju.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 14.1.2013 kl. 21:56

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Eru ekki Eldvörp og Sveifluháls í orkunýtingarflokki?

Mikið hefur verið talað um sjálfbæra þróun í þingsályktunartillögum. samkvæmt Rammaáætlun 3.3.1 um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Þingið virðist hafa samþykkt tillögur hópa sem var unnin fyrir margt löngu:

"Eins og fram kemur í skýrslu verkefnisstjórnar um rammaáætlun frá júlí 2011 (fylgiskjal I) á vinna að gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma rætur sínar í markmiðum um sjálfbæra þróun. Á grundvelli fyrstu stefnumótunar ríkisstjórnar Íslands um sjálfbæra þróun sem samþykkt var í mars 1993 skipaði þáverandi umhverfisráðherra sama ár starfshóp um umhverfismál, iðnþróun og orkumál. Hópnum var falið að skilgreina sjálfbæra þróun í þessum málaflokkum og setja markmið til skemmri tíma. Jafnframt var honum falið að gera framkvæmdaáætlun í umhverfis- og þróunarmálum til aldamóta."

Allt í flýtimeðferð og í engri samvinnu við stjórnarandstöðuna. Er það ekki það sem hefur vantað lengi í okkar þingræði. Að semja og komast að niðurstöðu sem sátt getur skapast um.

Sigurður Antonsson, 15.1.2013 kl. 00:26

4 identicon

Sammála þér Ómar, baráttunni er ekki lokið, en áfanginn er stór og ber að þakka þeim hluta þjóðarinnar sem hefur barist með vopnum tungunnar til þess að vernda náttúru landsins.

Þó erfitt sé að ,,tala" við hana þá er hún lifandi eins og við, sem erum nú reyndar á seinni hluta æviskeiðsins, en börnin okkar lifa og taka við, það vill gleymast, þó við ýmsar meðferðir sé bent á að lifa í núinu, þá á það nú ekki alltaf við.

Jóhanna Bryndís Helgadóttir (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband