29.1.2013 | 11:58
"Sósíalismi andskotans" og "pilsfaldakapítalismi."
Mig minnir að það hafi verið Vilmundur Jónsson landlæknir sem notaði orðin "sósíalismi andskotans" um þann pilsfaldakapítalisma eða ríkiskapítalisma sem felst í því að stórfyrirtæki, sem taka áhættu og fara illa að ráði sínu í fjármálum nýti sér stærð sína og aðstöðu til að hirða gróðann þegar vel gengur en láta ríkið borga tapið þegar illa gengur, stundum hvort tveggja á sama tíma.
Áratugum saman hefur sósíalismi andskotans viðgengist hér á landi og út um allan heim.
Stóru bílaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum voru ekki látin rúlla heldur dælt í þeim peningum úr vasa skattborgaranna.
Hér heima hefur sósíalismi andskotans þrifist alla tíð í skjóli hinnar eitruðu blöndu viðskipta og stjórnmála.
Sósíalismi andskotans felst líka í því að stjórnmálamenn telja það hlutverk opinberra fyrirtækja, svo sem Landsvirkjunar og orkufyrirtækja, að selja orkuna á spottprís og jafnvel reka þessi fyrirtæki með tapi eða óviðunandi arði til þess að standa í framkvæmdum sem oft á tíðum gagnast afar fáum, stundum örfáum.
Sósíalismi andskotans er stundaður jafnt af hægri stjórnum sem vinstri stjórnum, jafnvel einkum hinum fyrrnefndu, sem ættu þó helst að forðast slíkt ef þeir meintu eitthvað með tali sínu um frjálst hagkerfi þar sem menn fengju athafnafrelsi til að græða eða tapa þegar þeir tækju áhættu og öxluðu ábyrgðina, gróða eða tap sjálfir.
En sósíalismi andskotans skekkir einmitt markaðsumhverfið og refsar í raun þeim, sem sýna ábyrgð og fyrirhyggju en umbunar "óreiðumönnum."
Rökin fyrir því að séu fyrirtæki nógu stór megi ekki láta þau fara í þrot eru venjulega fengin með útreikningum á afleiðingum þess hvað snertir lánadrottna, þ. e. banka, að þau fari á hausinn.
Afskrifaðir eru milljarðar eða jafnvel milljarðatugir á þeim forsendum, að ef slíkt sé gert, geti eigendurnir sem keyrðu allt í þrot, bætt ráð sitt og fengið "viðunandi rekstrargrundvöll."
Því miður blasa við of mörg dæmi um það að "óreiðumennirnir" halda öllu sínu og vel það, stóreignum og ofurtekjum og græða sem aldrei fyrr.
Margir Bretar ánægðir með dóminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitt dæmi um þetta með heimsvæðingu í onábót er OPEL dæmið. Veit nú ekki hvernig það endaði, en GM var búið að kaupa sig inn og ætlaði svo að loka í Kaiserslauten (verksmiðjurnar) vegna fjárhagsvandræða. Það eitt hefði sett tugþúsundir yfir í atvinnuleysi. Valkosturinn var að þýska ríkið kæmi með $$$$
Jón Logi (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 13:50
"Sósíalismi andskotans felst líka í því að stjórnmálamenn telja það hlutverk opinberra fyrirtækja, svo sem Landsvirkjunar og orkufyrirtækja, að selja orkuna á spottprís og jafnvel reka þessi fyrirtæki með tapi eða óviðunandi arði til þess að standa í framkvæmdum sem oft á tíðum gagnast afar fáum, stundum örfáum."
Geturu nokkuð nefnd dæmi um það fyrir mig? Vissuleg er orka summstaðar seld á undirverði eins og útí á landi þar sem hún er notuð til húshitunar en það endar á sama stað.
Axel (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 16:11
"Sósíalismi andskotans felst líka í því að stjórnmálamenn telja það hlutverk opinberra fyrirtækja, svo sem Landsvirkjunar og orkufyrirtækja, að selja orkuna á spottprís og jafnvel reka þessi fyrirtæki með tapi eða óviðunandi arði til þess að standa í framkvæmdum sem oft á tíðum gagnast afar fáum, stundum örfáum."
Geturu nokkuð nefnd dæmi um það fyrir mig? Vissuleg er orka summstaðar seld á undirverði eins og útí á landi þar sem hún er notuð til húshitunar en það endar á sama stað.
Axel (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 16:55
Hér heima hefur sósíalismi andskotans þrifist alla tíð í skjóli hinnar eitruðu blöndu viðskipta og stjórnmála.
Það er fínt hugtak yfir þetta í orðabókinni: fasismi.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2013 kl. 17:29
Sósíalismi andskotans er sannarlega þekktur í því ljósi sem þú nefnir Ómar. Þegar ríkið er misnotað af hægri mönnum til þess að þjóna sérhagsmunum. Þetta á við hjá ríkinu, en þetta á líka við hjá sveitarfélögunum.
Þessi tegund sósíalisma á einnig við þegar vinistra eða miðjufólk notar hið opinbera til þess að þjóna einka eða sérhagsmunum. Þetta er líka þekkt. Þannig fjallar Stefán Ólafsson ,,hinn hlutlaus" um fátækt og þá skiptir hann öllu máli hver gerandinn er, hvernig túlka á sannleikann. Stefán leggur áherslu á jöfnuð, á sama tíma og hann hirðir upp hvern bitlinginn á fætum öðrum, til þess að hækka laun sín, á sama tíma og undir hans stjórn sem stjórnarformaður Tryggingarstofnunar er hert að öryrkjum og öldruðum.
Sósíalismi andskotans er líka þegar vistri stjórn ákveður að byggja ekki upp atvinnu fyrir þá sem minnst mega sín, heldur að eyða öllum tíma sínum í einskisnýt gæluverkefni eins og ESB og stjórnlagasmíð í ósátt við fjöldann og fræðimenn. Klúðra málum eins og Icesave og beita félagslegu ofbeldi í öllum málum. Á sama tíma verða stórir hópar að draga fram lífið, með því að þiggja matargjafir frá góðgerðarsamtökum. Þetta framferði ver síðan flokkshirðin. Ómar Ragnarsson fer þar fremstur í flokki, eins og segir í kvæðinu: ,,eins og brjáluð hundstík, í stórri kindahjörð".
Sigurður Þorsteinsson, 29.1.2013 kl. 17:31
Upp úr 1990 hrundi kommúnsiminn, upp úr 2005 rak kapítalisminn tærnar illilega í enn einu sinni, nú 2013 má velta fyrir sér hvort tæknikratinn eða evrukratinn hafi litið upphafið að endinum a.m.k. hérlendis.
Það ætti kanski að tala frekar um þjóðarþotuna en þjóðarskútuna.
Markaðurinn eru þotuhreyflarnir, kratarnir með sínar formúlur eru sjálfstýringinn. Það má segja að kommúnistarnir hafi afneitað gildi hreyfilsins en haldið að öllu máli skifti að forrita sjálfstýringuna það tókst ekki sem skyldi og eru þeir vonandi úr sögunni.
Nýfrjálshyggjutrúarbrögðin byggðu á því að setja hreyflana á fullt afl, alltaf,stjórnlaust og enginn vissi hvert átti að fara.
Hreyflarnir voru við það að bræða úr sér og þotan stórlega löskuð og við það að vera stjórnlaus. Mælarnir virkuðu ekki og lífið lá við að kippa sjálfstýringunni úr sambandi og draga af hreyflunum, en það gerðu kratarnir ekki. Þeir trúðu í blindni á prógrömin jafnvel þó þeir heyrðu drunurnar og óhljóðin í hreyflunum og vissu ekkert hvar þeir sjálfir voru staddir.
Þá ruddist maður nokkur inn úr farþegaklefanum (eða var það flugleiðsögumaðurinn) við litlar vinsældir áhafnarinnar og spurði hvern andskotann þeir væru að gera og í umboði farþeganna dró hann af hreyflunum og skipaði þeim að taka sjálfstýringuna af og handstýra vélinni. Sagan yrði of löng ef lýsa ætti öllum þeim undanbrögðum sem voru viðhöfð en staðan er þannig nú að líkurnar hafa aukist á að vélin nái farsælli lendingu
Ef liðleskjurnar í áhafnarklefanum bregðast ekki og setja aftur á sjálfstýringuna áður, nú eða ný áhöfn taki við sem hugsar um það eitt að setja hreyflana aftur á fullan kraft!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 18:44
Jú, það var flugleiðsögumaðurinn. Áhöfnin sagði að hann væri orðinn fullkomnlega óþarfur vegna tækninýunga, en tölvurnar sæu um þetta allt.
Þó leyndist klausa í flughandbókinni um að einmitt í þessari vél ætti að vera flugleiðsögumaður sem sæi um að áhöfnin færi sér og farþegunum ekki að voða!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.