Líklega rétt hjá Haraldi.

Það er líklega rétt hjá Haraldi Sigurðssyni að rétt sé að færa Markarfljót vestur fyrir Landeyjahöfn í stað þess að færa það lengra til austurs. 

Algengasta straumátt og vindátt á þessum stað er suðaustanátt sem ber aurburðinn til vesturs.

Líklegast er að mun meira muni um samanlagðan drifkraft þessara afla en það sem suðvestanvindáttin getur unnið á móti.

En líklegt er að mun dýrara verði að færa fljótið vestur fyrir og að menn muni ekki leggja í það, þess vegna.  


mbl.is Vill færa Markarfljót til vesturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Allir sem hafa stundað sjó við suðurströnd Íslands vita að ríkjandi straumur liggur vestur með ströndinni með tilheyrandi sandburði.  Hvort Markarfljót rennur til hafs austan eða vestan við Landeyjahöfn skiptir ekki meginmáli, sandburðurinn kemur alltaf til með að mynda grynningu út af hafnarmynninu og þessi höfn verður aldrei nothæf nema með óheyrilegum kostnaði við sanddælingu og aldrei nema í sæmilegu veðri.

Þorvaldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 17:22

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mér finnst þessar hugmyndir eiginlega bara fáránlegar.Núverandi lega Markarfljóts er sú sem náttúran hefur sjálf valið og ef það verður farið út í það að breyta henni þýðir það að hún mun brjóta sér leið eins og henni hentar.Er ekki miklu betra að menn afskrifi þetta Landeyjarhafnardæmi og leiti annarra leiða.Það verður sennilega ódýrast þegar upp er staðið.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.2.2013 kl. 17:55

3 identicon

Einhverntímann, allra síðast komast menn að niðurstöðu og viðurkenna að þeir gömlu höfðu rétt fyrir sér. Nú skal danskurinn segja til. Allt betra en reynsla og staðarþekking.

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 18:05

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.2.2013 (í gær):

"Rannsóknir á efnisburði lofa góðu og engin efnissöfnun hefur verið vestan við Landeyjahöfn í vetur, eins og búast mátti við á strönd með nettó efnisflutning til austurs.

Dýptarmæling 14. janúar síðastliðinn gaf til kynna að dýpi fyrir framan hafnargarða væri meira en 5 metrar og reikna má með að dýpkun taki 7 til 9 daga við réttar aðstæður."

"Niðurstöður DHI gera ráð fyrir að færa þurfi Markarfljót til austurs um 2,5 km sem fyrst til að forðast þann mikla efnisburð sem því fylgir. Farvegur þess hefur þegar verið færður um 650 metra með góðum árangri."

"Hefja á dýpkun á næstu dögum og standa vonir til að hægt verði að opna innan fárra vikna en allt ræðst það þó af veðri og sjávaraðstæðum."

"Minnt er á að Sæferðir hafa boðið upp á þann möguleika að Baldur verði nýttur til siglinga í Landeyjahöfn, samhliða siglingum Herjólfs, og slíkt myndi án vafa stórauka opnun Landeyjahafnar yfir vetrartímann."

Lenging hafnargarða eykur straum og ölduhæð - Eyjafréttir

Þorsteinn Briem, 28.2.2013 kl. 18:08

5 identicon

Tamning hefst í dag með lyfjagjöf. Sú stökkbreiting á hegðun hests, sem kaupendur tamninga sjá fyrst, er fyrir lyfjagjöf. Hestar eru uppfullir af lyfjum eins og eiturlyfjasjúklingar frá frumbernsku. Því alls ekki til átu.Sum lyf þeim gefin eru lífshættuleg smáfólkinu.

Ekkert grín með heilsu barna okkar., Urðum útnýtt hross.Margseld.

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 18:38

6 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sá seinasti var taminn og fyndinn.

Meistarakokkar sem höfnuðu verlaunahrossum. Landeyjarhöfn og lyfjagjöf. Herjólfur, Baldur og siglingafólk á dælupramma. Eldfjöllum dælt upp af hafsbotni. Margseldur íslenskur hrossaborgari.

Sigurður Antonsson, 28.2.2013 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband