Sterkasti þingmeirihluti Sjalla og Framsóknar í 30 ár.

Sjallar og Framsókn myndu fá 40 þingmenn væri kosið nú. Sterkari hugsanlegan þingmeirihluta þessarra tveggja flokka hefur ekki verið að finna síðan 1979, ekki einu sinni á tólf ára valdatíma þessarra tveggja flokka frá 1995-2007. 

Í næstu skoðanakönnun á undan þessari voru þingmennirnir 37 þannig að um þessar mundir virðist æ stærri hluti kjósenda telja það vænlegast fyrir stjórn landsins að taka upp þráðinn frá 2007 með þessum tveimur flokkum. 

Kannski fer þetta að slaga upp í þingmeirihluta þessara flokka um miðja síðustu öld.  

Maður sér líka hér og þar ýmsar setningar sem lýsa þessari þrá eftir 2007-ástandinu.

Til dæmis þá að ef Framsókn hefði verið áfram í stjórn 2007 hefði aldrei orðið neitt hrun. Þegar litið sé á tölur um efnhagslífið sjáist glögglega að við komu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn hafi allt flljótlega farið að síga á ógæfuhlið og því sé hrunið henni að kenna.

Líka eru notuð orðin "svonefnt" hrun og "meint hrun."

Og oft af sömu mönnum og tala um "meinta hlýnun"loftslags.  

Í fyrra var það upplýst að aðeins hefði munað nokkrum klukkstundum síðla árs 2006 að bankakerfið hryndi þá og að einstakt snarræði hefði komið í veg fyrir það.

Bankakerfið hefði í raun verið hrunið strax þá en í stað þess að draga úr látunum, hefði verið bætt í undir kjörorðum Framsóknarflokksins "Áfram! Ekkert stopp!"

Setjum svo að þráðurinn frá tólf ára valdasetu Sjalla og Framsóknar yrði tekinn upp og annað hrun yrði eftir þrjú ár. Þá myndi ekki taka nema fjögur ár eftir það að sannfæra drjúgan meirihluta þjóðarinnar á ný um það að það hefði í raun ekki orðið hrun, heldur í mesta lagi "svonefnt" hrun og alls ekki neitt upp á hina nýju ríkisstjórn Sjalla og Framsóknar að klaga.   Áfram! Ekkert stopp! 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í næstu skoðanakönnun á undan þessari voru þingmennirnir 37..." ??!!

Þorsteinn Briem, 1.3.2013 kl. 12:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt skoðanakönnun MMR er fylgi Sjálfstæðisflokksins 28,5% og Framsóknarflokksins 23,8%, eða samtals 52,3%.

Á Alþingi eru 63 þingmenn, helst þurfa því að minnsta kosti 33 þingmenn að styðja ríkisstjórnina.

Að meðaltali
eru tæplega 1,6% atkvæða á bakvið hvern þingmann og 52,4% atkvæða á bakvið 33 þingmenn.

Í alþingiskosningunum vorið 2007 fengu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn samtals 32 þingmenn, meirihluta þingmanna, en þá mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin ríkisstjórn.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst minna frá kosningum

Þorsteinn Briem, 1.3.2013 kl. 12:46

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Benda má líka sérstaklega á þá staðreynd að báðir flokkarnir Sjálfsstæðisflokkur og Framsókn hafa nýlega haldið sína Landsfundi og báðir skerptu þeir þar til muna á stefnu sinni um andstöðu við ESB aðild.

Báðir flokkarnir telja að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið utan ESB.

Báðir flokkarnir vilja slíta ESB aðildarviðræðunum, þegar í stað.

Báðir flokkarnir vilja láta loka áróðursmálskrifstofum ESB á Íslandi.

Samtals náðu flokkarnir 40 þingmönnum af 63 á Alþingi íslendinga í skoðanakönnun Frbl sem birt var í dag.

Samfylkingin er eini flokkurinn sem vill ESB aðild og mælist samt aðeins með 9 þingmenn og litla útibúið þeirra BF aðeins með 6 þingmenn, samkvæmt sömu könnun.

Svo hamast RÚV og aðrir ESB sinaðir fjölmiðlar á því að segja alla þá sem ekki fylgja ESB sértrúarstefnu Samfylkingarinnar að séu að einangra sig vegna ESB andstöðu sinnar.

Þegar staðreyndin er sú að fylgi Samfylkingarinnar (10,8%) er algerlega hrunið og engum þessara sömu fjölmiðla dettur samt í hug að hamast á þeim út af því, eða að láta sér detta í hug að það geti einmitt verið vegna sérvitingslegrar ESB sértrúar stefnu flokkisns.

Gaman væri að vita hvaða skoðun síðuhöfundur hefur á þessu?

Gunnlaugur I., 1.3.2013 kl. 14:53

4 identicon

 Hélt þú vissir að Sjallar voru þeir nefndir er stunduðu Sjálfstæðishúsið á Akureyri hvað mest á þess tíma. Að geta ekki kallað þá sem stiðja stefnu  Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðismenn ber vott um slakt siðferði . Hvernig líkaði þér að vera sífellt kallaður í blogginu Bakfallabjálfinn eða Boxhausinn eins og margir nefna þig á skjön..

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 15:58

5 identicon

"að taka upp þráðinn frá 2007" er nú ekki sérlega líkt stefnumiðum dagsins hjá þessum flokkum Ómar.
Og einn flokka hefur "Maddaman" lagt til frumvarp um afnám verðtryggingar, - á sér bara einhvern samhljóm í því hjá VG-leifunum sem vilja þak á vexti oná verðtryggingu.
Sjallarnir eru loðnari hvað þetta varðar, og eitthvað hef ég lítið heyrt frá samfylkingunni þar, á meðan þjóðin gnístir tönnum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 17:04

6 identicon

Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi með þá tvo ESB aðildarsinna og kúludrengi Bjarna og Illuga á toppnum. Því kjosum við Framsókn núna, þar sem allt er á hreinu og Frosti innanborðs .

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 17:22

7 identicon

Þetta Sjalla nafn ertu að herma eftir helsta átrúnaðargoði þínu og frumburði Steina Briem. Alltumbullandi allsstaðar öllum til armæðu og skapraunar. Skemmandi upplýsta umræðu með síkvaki og endemi. Gefðu kvikindinu frí.

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 17:38

8 identicon

Og ef það ber vitni um slakt siðferði að kalla sjálfstæðismenn sjalla, hvað um þá sem kalla alþýðuflokksmenn krata?  Eða alþýðubandalagsmenn kommúnista?  Hugsanlega byggi þá margur í glerhúsi.  Og hvað með framsóknarmaddömuna?  Eða eru sjallar þeir einu sem ekki má uppnefna?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 17:39

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að meðaltali eru um 1,59% atkvæða á bakvið hvern þingmann og í síðustu alþingiskosningum voru 1,59% atkvæða á bakvið hvern þingmann Vinstri grænna en Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar 1,53%, Framsóknarflokksins 1,69% og Borgarahreyfingarinnar 1,85%.

Kosningar til Alþingis 25.4.2009

Þorsteinn Briem, 1.3.2013 kl. 18:17

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í síðustu alþingiskosningum fengu Vinstri grænir um 20% færri atkvæði í kosningunum en skoðanakönnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna sýndi í sama mánuði og kosningarnar voru haldnar.

Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar um 40% fleiri atkvæði í kosningunum og Borgarahreyfingin um 140% fleiri atkvæði en skoðanakönnunin sýndi.

Kosningar til Alþingis 25.4.2009


Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna

Þorsteinn Briem, 1.3.2013 kl. 18:21

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er rétt. Stefna þessara flokka er auðvitað ekkert annað en taka upp þráðinn frá því 2007.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2013 kl. 19:16

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Var það "óvirðing" við Sjálfstæðismenn á Akureyri að kalla Sjálfstæðishúsið þar "Sjallann"?

Ómar Ragnarsson, 1.3.2013 kl. 19:21

13 identicon

Þetta krot er vitlausara en þú átt vana til. Köllum alla þeim  nöfnum er þeir vilja heita. Að uppnefna og hía á er lægsta stig virðingaleysis ganvart öðrum persónum og efsta stig getuleysis híandans..

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 22:04

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í 54 ár hafa Breimararnir dafnað ágætlega og ekki liðið hungur."

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 13:57

Þorsteinn Briem, 1.3.2013 kl. 23:35

15 identicon

Biturðin yfir stjórnarskrárklúðrinu eitthvað að naga þig Ómar minn.

Þetta er ekki þér líkt að fara niður á þetta auma og ómálefnalega plan í umræðunni.

Ég held alveg örugglega að þetta sé ómálefnalegasti pistill sem ég hef lesið hjá þér, hlítur að skýrast af því að horfa á ríkisstjórnina klúðra enn einu verkefninu, uppáhaldsverkefninu þínu.

Sigurður (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband