"Því ber öllum að virða hana og vernda..."

"Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Því ber öllum að virða hana og vernda."...segir í þeim kafla frumvarps stjórnlagaráðs, sem ber yfirskriftina "Mannréttindi og náttúra."

Því fer hins vegar enn fjarri að náttúra Íslands, sem er ígildi handrita okkar tíma, njóti virðingar eða að það sjónarmið sé haft í heiðri að virða hana og vernda. 

Raunar var í upphafi lögð fram tillaga um að upphaf greinanna um náttúru Íslands hljóðaði svona: "Náttúra Íslands er friðhelg. Því ber öllum að virða hana og vernda."..., en ekki fékkst meirihluti fyrir því í stjórnlagaráði. 

Stendur þó óhaggað í grein um eignaréttinn: "Eignarrétturinn er friðhelgur."..., og var í rökstuðningi mínum fyrir sams konar ákvæði um náttúruna vísað til þessarar hliðstæðu. 

En niðurstaðan, að fara vægar í sakirnar varðandi náttúruna, sýnir, að enn á sú hugarfarsbreyting nokkuð í land að meta verðmæti óspilltrar og einstæðrar íslenskrar náttúru eins og vera ber, og spellvirkin í Hverfjalli og Grjótagjá eru dæmi um.

Allt vatnakerfið undir Hveraröndinni í Námaskarði, Bjarnarflagi, Grjótagjá og Mývatni er afar flókið, svo flókið, að í mati á umhverfisáhrifum treysta menn sér ekki til þess, til dæmis, að sjá fyrir hvort fyrirhuguð Bjarnarflagsvirkjun muni verða til þess að virknin í Hverarönd hverfi, standi í stað eða jafnvel aukist.

Þetta hverasvæði er það eina, sem stendur við hringveginn. 

Nú, þegar ætlunin er að þrítugfalda afl Bjarnarflagsvirkjunar, er því gróflega brotið gegn þeirri hugsun Ríó-sáttmálans, sem Íslendingar hafa undirritað, að náttúran "eigi að njóta vafans.

Því var kröfuspaldið með áletruninni "Mývatn! eitt helsta spjaldið, sem borið var í grænu göngunni í gær. 

 

P. S. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því, eins og sjálfsagt er, að í 1. maí-göngunni í gær hafi verið hópur fólks, líklega rúmlega 50 manns, sem mótmælti inngöngu Íslands í ESB.  Það er fréttnæmt og frásagnarvert vegna þess að áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni hafa margir verið meðmæltir inngöngu, þótt skiptar skoðanir séu um það mál í hreyfingunni,  og því eðlilegt að sjá megi eða skynja bæði sjónarmiðin í svona göngu. Hins vegar er ekki orð í Morgunblaðinu um að 5000 manns í göngunni hafi verið þar vegna umhverfismála með sérstök flögg og spjöld og athöfn á Austurvelli. Ég gæti bara vel trúað því að það hafi allt saman bara verið draumur minn en ekki veruleiki og ber að lesa bloggskrif mín í því ljósi. En ég setti þessa pistla niður, vegna þess að ég var í góðri trú. 


mbl.is Skemmdarverk í Mývatnssveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverar eru tengdir í margar milljónir lítra af vatni, sem ber með sér mun eitraðri efni en málning. Enn fremur dvergar þetta vatnsmagn,alla þá málningu sem einstaklingur getur keypt.

Ég lærði einusinni að það væru til stór merkilegar myndir sem menn höfðu krotað á hellir í dal í Þýskalandi fyrir löngu, það var ekkert minnst á að fordæma þá fyrir náttúru spjöll, enda er langt síðan þetta gerðist og náttúran þar ber sig bara vel.

Svo þú þarft aðeins að gera greinarmun á hlutum sem hafa slæm áhrif á umhverfið og hlutum sem þig persónulega langar að banna fyrir eigingjarnar ástæður.

palli (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 09:42

2 identicon

Hverar eru tengdir í margar milljónir lítra af vatni, sem ber með sér mun eitraðri efni en málning. Enn fremur dvergar þetta vatnsmagn,alla þá málningu sem einstaklingur getur keypt.

Ég lærði einusinni að það væru til stór merkilegar myndir sem menn höfðu krotað á hellir í dal í Þýskalandi fyrir löngu, það var ekkert minnst á að fordæma þá fyrir náttúru spjöll, enda er langt síðan þetta gerðist og náttúran þar ber sig bara vel.

Svo þú þarft aðeins að gera greinarmun á hlutum sem hafa slæm áhrif á umhverfið og hlutum sem þig persónulega langar að banna fyrir eigingjarnar ástæður.

palli (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 09:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, við Íslendingar eigum ekkert að fara eftir alþjóðlegum sáttmálum sem við höfum samþykkt og undirritað.

Þar að auki á endilega að sulla hér málningu yfir allar koppagrundir.

Þorsteinn Briem, 2.5.2013 kl. 10:24

4 identicon

„Enn fremur dvergar þetta vatnsmagn...“ Hvað þýðir þetta?  Á hvaða máli hugsar sá sem svona skrifar?  Og, málningunni var ekki hellt yfir Hverarönd heldur Hverfjall.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 12:07

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli sami listamaður/spellvirki hafi nokkuð í hyggju að mála "CONSTITUTION" með stórum hvítum stöfum á tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga?

Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2013 kl. 12:40

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hverfjall og Grjótagjá eru friðuð náttúruvætti. Við fáum síður erlenda gesti til að skoða slík undur ef þetta blasir við þeim, og skiptir þá litlu hvort þetta máist út á einhverjum árum eða áratugum.

Ómar Ragnarsson, 2.5.2013 kl. 13:15

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

76. gr. Refsiábyrgð.

Hver sá sem brýtur gegn ákvæðum laga þessara eða reglna settra samkvæmt þeim skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.

Nú hljótast af broti alvarleg spjöll á náttúru landsins og skal brotamaður þá sæta sektum, að lágmarki 350.000 kr., eða fangelsi allt að fjórum árum.

Lágmarksfjárhæð sekta skal taka mánaðarlegum breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs. Sektir renna í ríkissjóð.

76. gr. a. Upptaka ökutækis.

Þegar alvarleg spjöll verða á náttúru landsins við akstur eða hann telst sérlega vítaverður að öðru leyti má gera upptækt með dómi vélknúið ökutæki sem notað hefur verið við framningu brots gegn ákvæðum laga þessara, nema ökutækið sé eign manns sem ekkert er við brotið riðinn."

Lög um náttúruvernd nr. 44/1999

Þorsteinn Briem, 2.5.2013 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband