Þarf stundum að fórna ýmsu.

Framleiðendur bíla þurfa oft að halda fast við meginatriði, sem eru mikils virði fyrir ímynd bílsins.

Fyrir 15 árum hefði þótt jafn óhugsandi að BMW framleiddi annað en afturdrifna bíla eins og fram kæmi framdrifinn Formúlu eitt bíll.

BMW hangir að vísu enn á BMW 1 afturdrifna bílnum og lætur sig hafa það þótt það kosti að fórna örlitlu af rými sem framdrifnir bílar gefa. En þegar BMW tók Mini upp á sína arma var og er Mini í raun framdrifinn BMW, sá minnsti sem verksmiðjan stendur að.

Packard verksmiðjurnar hengu á því að framleiða stóra og afar vel smíðaða lúxusbíla fram ti 1935.

Þá hafði kreppan leikið verksmiðjurnar  svo grátt að í neyð buðu þær aðeins styttri og íburðarminni Packarda með sex strokka vélum. Það bjargaði verksmiðjunum næsta áratuginn.

En á sjötta áratugnum kom í ljós að þetta hafði skaðað ímynd Packard bíla sem "standard of the world"og helstu þjóðhöfðingjabíla vegna þess að Cadillac hafði allan tíman haldið fast við að bjóða aðeins dýra bíla með átta strokka vélum.

Íslenska forsetaembættið hékk engu að síður svo fast á Packard, að síðasti forsetabíllinn af þeirri gerð, Packard 1957, var í raun Studebaker í skartklæðum.

Henry Ford hékk á heilum öxlum með þverfjöðrum að framan og aftan í 14 ár eftir að keppinautanir höfðu hörfað frá þeirri hestvagnafjöðrun.

Á okkar tímum hefur þessi þrjóska vikið og nú er hægt að fá Aston Martin Cygnet, sem er í raun Toyota iQ í Aston Martin útfærslu. Aston Martin, aðeins 2,99 metra langur, hefði þótt óhugsandi fyrir fáum árum.

Lítill Jagúar er því ekki aðeins að verða til svo að hægt sé að ná meðalútblæstri Jagúarbíla niður, heldur líka vegna þess að gagnstætt því viðhorfi, sem ríkti svo lengi, að stærðin skipti öllu máli, hafa nýir tímar haldið innreið sína.


mbl.is Jagúar með smábíl á prjónunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir hættir að skrifa "bílvelta varð".

Þorsteinn Briem, 12.8.2013 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband