Hvert getur kenningin um"óæðra" fólk leitt menn?

Einkennileg er þörf manna til þess að flokka fólk í "okkur" og "þau hin", í "æðri kynþætti" og "óæðri kynþætti", í "hólpna" og "fordæmda" og í fólk, sem er "hæft" til að lifa í samfélaginu og "óhæft til að lifa í samfélaginu."

Ef einhver hélt að með dauða Hitlers og helstu fylgismanna hans hefðu svona hugsun og kenningar verið upprættar, virðist það hafa verið of gott til að vera satt.

Nú dynja á okkur fregnir af nákvæmlega sams konar ummælum og kenningum um áttu upp á pallborðið hjá nasistunum forðum daga.

Þá voru það Gyðingar, fatlaðir og aðrir, sem áttu undir högg að sækja, en nú eru það samkynhneigðir, og kenningarnar bergmála á milli Rússlands og komandi fyrirlesara hér landi.

Heimurinn svaf lengi þótt Hitler hamaðist gegn Gyðingum. Fólk vildi trúa því að þetta væri mest í nösunum á honum og nasistunum.

En í ljós kom, að það eru lítil takmörk fyrir því hve langt menn eru tilbúnir að ganga til að fylgja eftir kenningum sínum. 

Af því hefðu menn átt að læra í eitt skipti fyrir öll í lok Helfarar Gyðinga, því að annars er hætt við að aðgerðir hinna rétttrúuðu verði í ætt við voðaberk Anders Behring Breiviks.  


mbl.is Vill brenna hjörtu samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hann er Jón og hann er Valur,
hann er eins og Pútín falur,
ef rekinn er í rassinn dalur,
rifnar upp þar fjallasalur.

Þorsteinn Briem, 13.8.2013 kl. 15:39

2 identicon

Var að lesa fréttina í mbl.is og ummæli Rússans. Ég verð nú satt að segja að mér finnst þessi Dmitry Kiselev, eftir útliti og gáfnafari að dæma, varla "suitable" til að fjölga mannkyninu svo vel megi fara.

En Dmitry er ekki sá eini sem rak mig í rogastans í dag vegna fordóma og ignorance. Las bullið og þann óhroða sem Gunnar Smári skrifar um Sviss og Svisslendinga. Hef búið í Sviss í meira en 40 ár og því vel kunnugur landi og þjóð. 

Annað hvort er Gunnar Smári aftur dottinn í það, eða maðurinn er í sínu innra eðli róni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 15:46

3 identicon

Rússar eru að koma með sama slagorð og Hitler og co "Gott mit uns"

DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 16:20

4 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Ómar: "... því að annars er hætt við að aðgerðir hinna rétttrúuðu verði í ætt við voðaberk ..."

Það er lóðið. Þeim sem álíta sjálfa sig "rétttrúaða", t.d. innan kristni, og þess umkomna að dæma aðra vegna "synda" mætti benda á orð meistarans frá Nasaret sem þeir þykjast þó hafa að leiðtoga lífs síns ásamt veraldlegum yfirvöldum: "Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum!"; Og margt fleira í þeim dúr. - Hræsnin ríður ekki við einteyming.

Í þessu máli vaknar sú spurning hvort hér sé einungis um að ræða einstakling sakfellandi og dæmandi samborgara sína eða ofan í kaupið valdhafa hins volduga ríkis að baki.

Kristinn Snævar Jónsson, 13.8.2013 kl. 16:42

5 identicon

hann segir reyndar að það eigi að grafa eða brenna hjörtun svo að ekki verði hægt að nýta þau til líffæragjafar... þannig að þetta er nú líklega viljandi blásið upp... meirihluti rússa eru gegn samkynhneigð og því alveg skiljanlegt að fjölmiðlafólk og pólítíkusar spili á það...

VAT (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband