Datt aldrei flöt þök í hug.

Bakkabræður eru taldir fá uppreisn æru með stofnun nýs kaffihúss á Dalvík, sem ber nafn þeirra. Er mál til komið því að ástæðulaust er að safna allri grunnhyggni okkar Íslendinga á þá eina.

Bakkabræður byrjuðu reyndar að fá uppreisn æru á áttunda áratugnum þegar Vilhjálmur Hjálmarsson skrifaði kostulega blaðagrein um það uppátæki Íslendinga að setja flöt þök á hús sín í blóra við það lögmál, að vatn þyrfti halla til þess að renna.

Afleiðingin væri milljarða tjón vegna vatnsskemmda, jafnvel á spánnýjum húsum.

Sagði Vilhjálmur meðal annars að enda þótt Bakkabræður hefðu stundað mögnuð heimskupör hefði þeim aldrei dottið í hug að setja flöt þök á húsin á Bakka.

Á þessum árum var það mjög útbreidd skoðun hér á landi að bílbelti væru til ills eins, því að mestu skipti þegar bílar yltu, að menn köstuðust út úr þeim eða köstuðu sér helst sjálfir út úr þeim.

Var meira að segja sett undantekningarákvæði í fyrstu lögin um bílbelti sem tryggðu rétt manna til þess að geta bílbeltalausir, svo að þeir köstuðust sem fyrst út eða gætu kastað sér sem fyrst út, ef eitthvað brygði út af.  

Gilti þá einu þótt rannsóknir hjá þúsund sinnum mannfleiri þjóðum en Íslendingum hefðu leitt hið gagnstæða í ljós, að öllu skipti að vera bundinn vel inni í bílnum. Reynslan hér á landi hefur stutt þetta, því að flestir þeir, sem látast þegar bílar velta, kastast út úr bílunum.  

Eitt af heimskupörum Bakkabræðra var það að þegar einum þeirra var velt niður hlíð liggjandi inni í sívölum hrísgöndli, væri öruggara að höfuð hans stæði út úr göndlinum til þess að hann gæti betur fylgst með því hvernig ferðalagið gengi.

Reyndist hann höfuðlaus þegar komið var niður á jafnsléttu.

Ekki er að efa að Bakkabræður hefðu tekið heilshugar undir það sjónarmið að best væri að kastast út úr bílum þegar þeir yltu og losna þannig við að þurfa að deila kjörum með hinum veltandi bíl.

Því fyrr sem viðkomandi væri kominn út úr bílnum, því betra fyrir hann og þeim mun betur gæti hann fylgst með veltu bílsins, án þess að taka þátt í henni. Að þessu leyti var þessi trú hliðstæð trú Bakkabræðra á gildi þess að hafa sem best sjónarhorn til þess að fylgjast með veltunni.

Þegar nú reynslan hér sem alls staðar hefur leitt í ljós hve heimskulegt þetta er má segja að það sé viss uppreisn fyrir Bakkabræður að stór hluti íslensku þjóðarinnar skyldi áratugum saman hafa trúað á gildi þess að losa sig frá bílum eða losna frá þeim, ef þeir tækju upp á því að velta.

Bakkabræður voru þá eftir allt saman ekki eitthvert einsdæmi hvað grunnhyggni varðaði.  

 

 

 


mbl.is Bakkabræður fá uppreisn æru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.6.2013:

"Nýjustu rannsóknir jarðvísindamanna sýna að aðkallandi er að gera nýtt mat á jarðskjálftavá á Norðurlandi.

Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu er til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.

Endurskoða þarf staðsetningu kísilmálmverksmiðju við Húsavík
og jafnvel færa sjúkrahúsið á staðnum, að mati Páls Einarssonar prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands."

"Þriðjungurinn af hreyfingunni er á Húsavíkurmisgenginu, sem menn hafa mestar áhyggjur af, og það liggur beint í gegnum Húsavík.

Það misgengi er fast, ljóst er að þar hefur safnast upp spenna í stóran skjálfta og rannsóknir staðfesta að sú spennusöfnun er enn í gangi," segir Páll og bætir við að virkasta sprungugreinin, eða misgengið, sé kennt við Skjólbrekku.

"Það er í raun í framhaldi af Húsavíkurfjalli út í sjó og á þessu misgengi eru menn að hugsa um að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka.

Það þarf að endurmeta jarðskjálftahættuna í sambandi við það."

"Skemmdir verða ekki stóralvarlegar ef upptökin eru úti í sjó en þegar fjarlægðin er orðin minni en fáeinir kílómetrar eru kraftarnir orðnir afar miklir og ófyrirsjáanlegir," segir Páll Einarsson."

Endurmeta þarf staðsetningu kísilvers við Húsavík


Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 - Húsavík (pdf)

Þorsteinn Briem, 30.9.2013 kl. 15:08

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur er Bjarna bróðir,
beggja vitið ekki bratt,
þeirra eru sviknir sjóðir,
sviðin jörð og þakið flatt.

Þorsteinn Briem, 30.9.2013 kl. 15:33

3 identicon

Flott hjá Steina okkar Briem!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 15:42

4 identicon

Hér er greinin hans Vilhjálms

Veður, reynsla og vísindi nútímans. http://timarit.is/files/13139440.pdf#navpanes=1&view=FitH&search=%22og Ve%C3%B0ur%22

Flosi Ólafsson tók svo upp þráðinn hjá Vilhjálmi.

Af vatnshalla.

http://timarit.is/files/13438444.pdf#navpanes=1&view=FitH&search=%22%C3%BE%C3%B6k Vilhj%C3%A1lmur%22

Vatnshalli (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband