25.12.2013 | 16:28
"Gangi allt í hag þér hjá..."
Milli mín og séra Hjálmars Jónssonar hefur ríkt gróin vinátta í áratugi. Í veikindum hans sendum við Helga honum og hans nánustu hlýjar árnaðaróskir og jóla- og nýjárskveðjur og vonum að hann komi tvíefldur til leiks í marsbyrjun.
Það má ekki minna vera en að senda honum glaðlegar og léttar stökur, svohljóðandi, í tilefni af því að til stendur að lagfæra á honum vinstri fótinn:
Gangi allt í hag þér hjá,
svo heilsan verði´í lagi,
blóðtappanum bægt sé frá
og bífurnar í lagi !
Þótt hátt þú fljúgir yfir andans lendur
og orðgnótt þín, hún sé oft gulli slegin
þá hefur lengi staðið til og stendur
að styrkja þig, minn kæri, vinstra megin.
![]() |
Messar ekki í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann messar ekki í mér þetta árið, ekki heldur því næsta.
Serious (IP-tala skráð) 25.12.2013 kl. 18:42
Þetta var nú svona smá grín, en ég óska honum góðs bata.
Serious (IP-tala skráð) 25.12.2013 kl. 18:58
Ætíð kallinn Hjálmar hýr,
hægra er hann megin,
ákaflega er þó skýr,
ekki samt hinsegin.
Þorsteinn Briem, 25.12.2013 kl. 19:02
Klerknum sýnir kærleikshót
kostum segir hlaðinn
ef meiri íhalds meina bót
mætt'ann fá í staðinn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.12.2013 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.