Vonandi meira að marka loforð Pútíns en Hitlers.

Byrjum á þessu: Adolf Hitler var fádæma illmenni og fyrirætlanir hans um að útrýma heilum kynþætti 10,5 milljóna manna voru einstæðar í veraldarsögunni sem og fyrirætlanir hans um heimsveldi þar sem "Aríar" væru æðri öðrum og aðrar þjóðir undirokaðir þrælar "ofurmennanna.

Burtséð frá þessu voru kröfur Þjóðverja 1938 um að þýskumælandi fólk í Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu við landamæri þess ríkis og Þýskalands að mörgu leyti hliðstæðar við kröfur Rússa um að rússneskumælandi Krímverjar fái að sameinast Rússlandi.

Neville Chamberlain forsætisráðherra Breta veifaði samningsblaði þegar hann sté út úr flugvélinni sem kom með hann heim frá Munchen 1. október 1938 eftir hina illræmdu samninga sem hann og Daladier forsætisráðherra Frakka höfðu gert við Adolf Hitler um að Súdetahéruð Tékkóslóvakíu yrðu innlimuð í Þýskaland.

"Friður á okkar tímum," sagði Chamberlain. "Herra Hitler er sannur séntilmaður og hefur lofað að gera ekki frekari landakröfur"  sagði hann líka, enda bar flestum saman um það að á svona fundum væri Hitler afar kurteis og aðlaðandi maður.

Kröfur Þjóðverja voru sanngjarnar í augum margra, af því að þegar þjóðir og þjóðarbrot fengu sum hver að kjósa um framtíð sína eftir lok Heimsstyrjaldarinnar höfðu sigurvegararnir neitað þýskumælandi íbúum Súdetahéraðanna um slíkt vegna þess að þeir gátu ekki afborið það að Þjóðverjar græddu neitt á styrjöldinni sem þeim var kennt um að hafði byrjað.

Nú voru liðin tæp 20 ár og því hægt að slaka aðeins á í þágu friðar og lausn deilumála með samningum.

"Það er fráleitt að við förum að setja á okkur gasgrímur og fara í hernað vegna fólks í fjarlægu landi, sem við þekkjum ekki neitt" sagði Chamberlain.

Loforð Hitlers um engar frekari landakröfur reyndust ekki pappírsins virði því að hann þurrkaði Tékkóslóvakíu út af landakortinu með hervaldi aðeins fimm og hálfum mánuði síðar og hóf þá landakröfur á hendur Pólverjum, sem leiddu til nýrrar heimsstyrjaldar.

Vonandi verður meira að marka loforð Pútíns en Hitlers. En miklu veldur líka hvernig allir aðilar að spennunni í Úkraínu halda á sínum málum.  

   

 

  


mbl.is Hyggst ekki beita frekara hervaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 01:01

2 identicon

Það er ótrúlegt að horfa uppá einfeldnina hjá Evrópusambandinu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum,og hvað þá Obama sjálfum og hans hirð. Halda þeir virkilega að þessi öfl sem eru nú við völd í Úkraínu séu einhver friðsemdaröfl.? Ónei því fer víðs fjarri,með ólíkindum að dæla í þessi spillingaröfl öllu því fé sem þeir ætla. Þetta er rétt að byrja þarna í Úkraínu,það á eftir að sjóða upp á milli olígarkanna og handbendi þeirra og er þegar byrjað.að sumu leyti , þetta er suðupottur og verði Evrópusambandinu,AGS og Obama að ´´góðu,,...

Númi (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 01:11

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.8.2012:

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.

During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."

Ukraine–European Union relations


Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu 1. júlí í fyrra
og Serbía sótti um aðild að sambandinu 22. desember 2009.

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 01:41

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úkraína er mjög stór markaður fyrir Evrópusambandsríkin og getur vel orðið eitt af ríkustu löndum heimsins.

Úkraína

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 01:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Moldova aspires to join the European Union and, to this end, has implemented an initial three-year action plan within the framework of the European Neighbourhood Policy."

Moldóva

Þorsteinn Briem, 29.3.2014 kl. 01:57

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, það er rétt. Það eru ákveðin líkindi með þessu.

En varðandi nasistana og aðdraganda Seinni heimsstyrjaldar, að þá var það þannig að frekar mikil andstaða var gegn hernaði eða að farið yrði í stríð. Fyrra stríðið var núbíð í raun með öllum sínum hörmungum. Jafnframt voru Englendingar og aðrir ekkert í stakk búnir í hernaðarátök við nasista í þýskalandi.

Jú jú, það má alveg segja sem svo að mennirnir hefðu getað lesið Mein Kamf og fleiri skrif nasista og séð fyrirætlanirnar. Má alveg segja það.

Almennt um svona landvinninga eða aukningu lands - að þá virðist oft sem að ef menn komist á bragðið - þá séu einhverjar líkur á að menn geti barasta ekki stoppað.

Það er mikil þjóðernisuppgangur í Rússlandi (sem víðar) og stuðningur við þetta virðist vera umtalsverður.

Það að láta fólk kjósa um svona - það hlýtur að opna á fleiri álíka möguleika á svæðum þar sem rússar eru í meirihluta.

Og með þjóðaratkvæðagreiðsluna á Krím, að þá vaknar upp minningin að nasistar létu einmitt líka kjósa í Austurríki um innlimunina. Samþykkt með 99.7%, minnir mig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.3.2014 kl. 02:08

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Munurinn var sláandi 1938 og 1939. Fólk fagnaði Hitler þegar hann fór inn í Austurríki og Súdetahéruðin en grét af sorg þegar hann fór inn í Prag.  

Ómar Ragnarsson, 29.3.2014 kl. 02:11

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Fyrra stríðið var nýbúið í raun með öllum sínum hörmungum". o.s.frv.

Og svo almennt um seinna stríðið, að það segir ákveðna sögu um hve Vesturveldin voru óviðbúin eða vanbúin til átaka við nasista - að þeir biðu og biðu til 1944 að gera alvöru innrás í Evrópu og hrekja nasista frá völdum. Og þá voru reyndar rússar búnir að draga þvílíka máttinn úr nasistum með gríðarlegum fórnum aum þess sem vesturveldin höfðu þrengt að nasistum víðar.

Í þessu tilfelli núna, þá er ekkert svo einfalt að eiga við rússa hernaðarlega. Þeir eru líklega umtalsvert öflugir og sást það í Suður-Ossedíu stríðinu fyrir nokkrum árum. Þeir völtruðu léttilega yfir alla mótspyrnu.

Ber líka að hafa í huga að fátt heypir meira kapp í hernaðarkinn en þjóðrembingurinn eða þjóðerniskennd -sem virðist einmitt vera drifkraftur núna í Rússlandi og Putin og hans klíka notar grimmt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.3.2014 kl. 02:18

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bandaríkin fóru ekki í stríð við öxulveldin fyrr en í desember 1941. Rétt eins og 1917 tók það ár fyrir Kanana að komast í gírinn í Evrópu vegna þess að þeir máttu hafa sig alla við á móti Japönum á Kyrrahafinu.

Veturinn 1942-43 og fram eftir sumri 43 áttu Vesturveldin enga möguleika á innrás í Frakkland vegna þess hve sjóhernaðurinn á Atlantshafinu gekk illa hjá þeim.

Þeir brugðu því á það ráð að ráðast í nóvebmer á "mjúkan maga" skrímslisins í Norður-Afríku og á veikari aðilann, Ítalíu. Þegar sú innrás er skoðuð sést að hún fól í sér mikla áhættu og að þeir sluppu alveg sérstaklega vel út úr því og neyddu Hitler til að senda Mussolini liðsauka frá austurvígstöðvunum.

Það breytir því hins vegar ekki að það voru fyrst og fremst Sovétríkin sem unnu stríðið í Evrópu. 20 sinnum fleiri þýskir hermenn voru á austurvígstöðvunum en í Norður-Afríku og Sovétmenn misstu 20 milljón manns í stríðinu á sama tíma og mannfall Vesturveldanna var 40 sinnum minna.

Ómar Ragnarsson, 29.3.2014 kl. 03:02

10 Smámynd: Sigurður Antonsson

Gagnlegur fróðleikur um landmæradeilur og stríð. Einar Björn skrifar 19.3.14. " Kröfur Pútíns liggja í reynd fyrir: Aukið sjálfstæði héraða. Rússneska jafngilt tungumál á við úkraínsku. Að Úkraína verði ævarandi hlutlaus, gangi aldrei í NATO." Sanngjarnt getur talist að rússneska sé jafngilt tungumál þegar 77% íbúa eru innfluttir Rússar. Hlutleysi er ekki til, menn eru með eða á móti.

Er einhver svo bláeygður að halda að Pútín muni láta staðar numið á Krímskaga? Rússar hafa þrælatök á iðnaði í austur héruðum Úkraínu. Ljóst er að án hjálpar frá Vesturlöndum nær Úkraína ekki að þróa sitt lýðræði og verða sjálfum sér nægt. Mikill auðævi eru til staðar en aðalmálið er frelsið.

Hver trúir því að kosningar sem sýna 99% kjósenda með eða móti einhverju séu raunhæfar? Ákveðin öfl í Rússlandi vildu gera Ísland að fanganýlendu vegna stuðnings okkar við sjálfstæði Eystarsaltsríkja. Rússneskir huldumenn vildu setja upp olíuhreinsunarstöð að Hvestu í Arnarfirði og ná efnahagslegum áhrifum. Í Rússlandi er ekki frjáls skoðanamyndun sambærileg við Vesturlönd.

Sigurður Antonsson, 29.3.2014 kl. 07:26

11 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Fyrsta alvöru innrás af sjó þar sem Bandamenn kljást við Þjóðverja var operation Torch, - innrás í N-Afríku 1942. 1943 eru þúsundir kílómetra af Afrískri strönd allir á valdi Bandamanna, og þeir komnir inn í Ítalíu.
Á síðari skrefum þessara átaka misstu Öxulveldin nærri eins marga eins og við Stalingrad, og flugvélatjón þeirra var meira, - reyndar svo mikið að flugvélar, - bæði árásarvélar og flutningsvélar, - voru sendar FRÁ Stalingrad og suður, til að bjarga því sem bjargað var.
Við fall Túnis voru á fjórða hundruð þúsund manna teknir fanga, og svo mikið af transporti skotið niður yfir miðjarðarhafi með manni og mús, að flutningsgeta í lofti hjá Þjóðverjum bar aldrei sitt barr eftir það. Þessi loftbrú (Túnis-Sikiley) fór mikið til fallít.
Það má ekki gera lítið úr N-Afríku stríðinu, - það hefði getað farið öðruvísi hjá Rússum ef Bandamenn hefðu setið hjá aðeins lengur....

Jón Logi Þorsteinsson, 29.3.2014 kl. 11:19

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú, allt hafði þetta einhver áhrif og jafnframt stuðningur BNA við Sovét í vopna- og matar samningum.

Eg bara efa að það hafi verið úrslitaatriði varðandi Austurvígstöðvarnar. Úrslitaatrðið var hve gríðarleg, ísjökulköld og einbeitt/miskunnarlaus mótspyrna Sovét var í Stalingrad.

Styrkleiki nasista var hve öflug hernaðartól þeir höfðu og þeir teppalögðu með sprengjum og blitzkrieg-taktíkin í notkun o.s.frv.

Chuikov og fleiri Sovétherstjórar ákváðu að eina leiðn til að eiga við slíkan framgang væri að beita hús úr húsi, götu yfir í götu taktík - eða í raun rúmlega það.

Þegar nasistar höfðu teppalagt svæði með sprengjum, þá sendu Sovét afmarkaða hópa og einingar inná það svæði sem notði sundursprend hús og verksmiðjur til að skýla sér og nasistar þurftu að taka hvert herbergi og hverja hæð.

Jafnframt komust Sovétmenn þar með í návígi við öflug hertól nasista og gátu valdið miklum skaða með einföldum mólótov-kokteil. Ennfremur dró þessi návígis-taktík úr möguleika nasista til að beita flughernum. Því þá hefðu þeir líka drepið eigin menn.

En jú jú, auðvitað höfðu aðgerðir Bandamanna í Afríku og víðar einhver áhrif.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.3.2014 kl. 12:10

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. en til beita svona taktík sem Sovét gerði, þá þarf í fyrsta lagi gríðarlega öfluga hermenn, einstaklinga og það marga, og hermönnunum þarf eiginlega að vera alveg sama hvort þeir lifa eða deyja. Þetta er bara eins og fórn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.3.2014 kl. 12:15

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hér er smá youtub klippa um Chuikov og hvernig Sovét fór að því að verja Stalingrad. Kemur fram að Chuikov hafði stúterað og grein Blitzkrieg taktík nasista ítarlega og grein veikleika hennar. Veikleiki nasista hersins var m.a að þeir voru óvanir að berjast í návígi í þéttbýli.

http://www.youtube.com/watch?v=BF0q6w8uOX4

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.3.2014 kl. 14:19

15 identicon

Það er greinilegt á öllu að það þarf að tengja Pútin núna beint við Hitler, og auðvitað má þetta fólk með rússneskt ætterni og tungu þarna á Krímskaga alls ekki fá sjálfstæði eða hvað þá leiðréttingu sinna mála, því að þetta á allt að velta á vestrænum fjölmiðlum- og stjórnvöldum og ekki neinum öðrum, ha og hvað kom til að Suður- Sudan og Kosovo fékk sjálfstæði einhver?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 17:02

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Minnist oft brandara sem sögukennarinn minn í Menntaskólanum á Ísafirði, Björn Teitsson, sagði okkur eitt sinn. Roosevelt og Stalín voru að ræða saman og Roosevelt minntist á að Bandaríkin væru að þróa nýja tækni til að finna jarðsprengjur. Hann spurði starfsbróður sinn hvar Sovétríkin stæðu í þessum efnum.

Stalín svaraði:

Þetta hefur aldrei verið neitt vandamál hjá okkur. Við látum bara 50 fótgönguliða þramma yfir svæðið í þéttum hóp og þá ættu ekki að vera neinar jarðsprengjur eftir.

Theódór Norðkvist, 29.3.2014 kl. 17:27

17 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Það má minna á að á meðan Öxulveldin og Rússar stóðu í stappi allt niður í 1 km frá fljótsbakkanum í Stalingrad, tóku Bandamenn vestri heilt land. Þetta voru meir en einhver smá áhrif, - maður veigrar seir við að hugsa það til enda ef öll tæki og lið öxulveldanna í N-Afríku hefðu verið við Stalingrad í staðinn....

Jón Logi Þorsteinsson, 29.3.2014 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband