Verðskuldaður og eftirminnilegur sigur.

Þegar Sara Pétursdóttir steig á sviðið í söngkeppni framhaldsskólanna í gærkvöldi átti maður ekki von á neinu sérstöku. Þarna stóð hún, alein og hreyfingarlaus á stóru sviðinu og á undan henni höfðu verið svo góð og vel útfærð atriði, að maður var búinn að ákveða, hverjum greidd yrði atkvæði.

Svo byrjaði hún að syngja, hófstillt og yfirlætislaus, og myndavélin nálgaðist hana í mestu rólegheitum.

Þetta var svo einfalt allt og látlaust, - engir stælar, aðeins örlitlar hreyfingar það litla, sem það var, og aðeins eitt myndklipp í öllu laginu, smekklegt og eðlilegt.

Og smám saman sogaðist maður inn í einfaldasta galdur allrar túlkunar, sem kalla má "áhrifin maður á mann", - að ekkert tekur fram því allra einfaldasta, einlægri, djúpri, hreinni og beinni túlkun.

Það eru lögmálin KISS, "keep it simple, stupid",  og "less is more."

Þegar hún lauk sínum yfirlætislausa söng játaði ég mig sigraðan mann af þessum eftirminnilegu töfrum fullkominnar túlkunar.

Til hamingju, Sara Pétursdóttir, og þið öll hin, framtíð Íslands, sem kepptuð í gærkvöldi, fyrir  eftirminnilegt sjónvarpskvöld, sem kom svo sannarlega á óvart.  

 


mbl.is Sara vann fyrir hönd Tækniskólans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Hún kom út á mér tárunum með þessari einlægni og fegurð.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.4.2014 kl. 12:25

2 identicon

Hún átti þetta sko sannalega skilið hún var frabær söngur,túlkun,framkoma = fullkomin fluttningur !!! <3

Ragnar Björnssson (IP-tala skráð) 6.4.2014 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband