Nígería, - Ísland - nýlendustefnan lifir.

Nígería býr yfir stærsta hagkerfi Afríku, rétt er það, en enda þótt landið sé ekki lengur nýlenda, er stundað þar svipað arðán af hendi erlendra auðhringa og stundað var á nýlendutímanum. Það eina sem hefur breyst er að stað ríkisvalds í ríkustu löndum heims, sem stundar arðránið beint, eru komin risavaxin auðfyrirtæki og auðhringar sem gera það.  

Fyrir nokkrum árum sá ég áhrifamikið myndband um hið raunverulega ástand í Nígeríu, þessu landi mikilla orkuauðlinda, sem ættu að geta fært landsbúum öllum betri kjör en í flestum öðrum Afríkuríkjum. Í staðinn lifir þorri þjóðarinnar við mikla fátækt og skort.

Erlendir auðhringar hafa stundað þar nýlendustefnu, sem er fróðleg fyrir okkur Íslendinga.

Hún felst í því sama og við Íslendingar höfum gert að trúaratriði þess eina sem geti "bjargað þjóðinni" eins og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á sínum tíma að Siv Friðleifsdóttir hefði gert með því að leyfa mestu mögulegu óafturkræfu umhverfisspjöll á Íslandi.

Þetta eina, sem þá og síðar hefur verið talið geta "bjargað þjóðinni", er þar sama og hefur verið gert í Nígeríu og öðrum fátækum löndum, erlend fjárfesting auðhringa, sem byggist á því að þeir kaupi af okkur orku fyrir slikk með ómældu umhverfistjóni, eigi framleiðslufyrirtækin og flytji ágóðann úr landi.

"Frumbyggjar" fá náðarsamlegast tiltölulega fá störf í kringum þetta og selja orkuna fyrir óviðunandi arð, sem í raun er arðrán, þótt mesta arðránið felist í því að langmestur hluti heildarafrakstursins, flyst úr landi.

Í Nígeríu lifir um 1% þjóðarinnar í miklum vellystingum en 99% er fátækt fólk og stærsti hluti þess örfátækt fólk.

Þess vegna gat snjöll bandarísk kona keypt hér um árið íslenska skreið, flutt hana til Bandaríkjanna, verkað hana þar og sett í góðar umbúðir og selt hana ríka fólkingu í Nígeriu á 100 sinnum hærra verði á stórum markaði, því að 1% Nígeríubúa var þá ein milljón manna en er nú nær tveimur milljónum.

Með hinu dæmalausa ákalli íslenskra stjórnvalda 1995 til auðhringa heimsins, um að bjóða þeim "lægsta orkuverð í  heimi" settu þeir Íslendinga á bekk með vanþróuðu þjóðum heims og í samkeppni við þær um orkusölu.

Þótt Íslendingar búi við mun jafnari kjör en Nígeríubúar og að hér ríki ekki hið skefjalausa misrétti og örbirgð, sem þorri Nígeríubúa býr við, er ömurlegt til þess að vita að við skulum hafa gengið á hönd ígildi nýlendustefnu, sem nú er rekin í krafti vestrænna auðhringa og risafyrirtækja og fljótlega einnig í krafti kínversks og rússnesks auðvalds.

  


mbl.is Nígería er stærsta hagkerfi Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónusta varð stærsta útflutningsgreinin hér á Íslandi í fyrra, 2013.

Tekjur af erlendum ferðamönnum
voru þá 275 milljarðar króna, eða 26,8% af heildarverðmæti útflutnings vöru og þjónustu.

Þorsteinn Briem, 6.4.2014 kl. 19:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til hér á Íslandi á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni
eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.


Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi.

Þorsteinn Briem, 6.4.2014 kl. 19:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.4.2014:

"Landsvirkjun var rekin með tapi [í fyrra, 2013], ástæðu þess má rekja til lækkandi álverðs á heimsmarkaði og áhrifa þess á reiknað verðmat raforkusamninga.

Fyrirtækið er enn of skuldsett
og áfram verður lögð höfuðáhersla á niðurgreiðslu skulda.

Og afkoma Landsvirkjunar mun áfram ráðast af þróun álverðs, vaxta og gjaldmiðla en álverð er lágt um þessar mundir og þróun þess óvissu háð," segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar."

Þorsteinn Briem, 6.4.2014 kl. 20:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.4.2014 (í gær):

Framleiðsla á koltrefjum í bígerð - Smellpassar við Sauðárkrók segir Össur Skarphéðinsson fyrrverandi iðnaðarráðherra


6.4.2014 (í dag):


svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar þingmanns Samfylkingarinnar segir að horfur séu á miklum vexti í framleiðslu bifreiðahluta úr koltrefjum á næstu árum og einnig framleiðslu vindmylluspaða."

Þessi aukna eftirspurn skapar Íslandi tækifæri á þessu sviði og er áhugaverð framleiðsla fyrir okkur Íslendinga, þar sem hver verksmiðja notar einungis 15-20 megavött af raforku, segir í svarinu.

Í Fljótsdalsstöð fer fram raforkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar, afl stöðvarinnar er 690 MW og raforkan fer öll til álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði.


Koltrefjar framleiddar hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 6.4.2014 kl. 20:23

5 identicon

Það er mjög orðum ofaukið að Nígería yrði eitthvað gósenland með "góðu" fyrirkomulagi í olíugeiranum.

Nígeríumenn "framleiða" heldur (ca fjórðungi) meiri olíu en Norðmenn og mun minna (rösklega fjórðung af framleiðslu Norðmanna) gas, en Nígeríumenn eru ca 33x fleiri en Norðmenn 168.8 milljónir samanborið við rösklega 5.

Eyjólfur (IP-tala skráð) 6.4.2014 kl. 21:12

6 identicon

Hún er bísna hrollvekjandi þessi framtíðarsýn ykkar vinstrimanna.

Atvinnutækifærin á Íslandi verða þernustörf á hótelum, eða rútúbílstjórastörf. En nota bene, aðeins yfir sumartímann.

Ekki síður hrollvekjandi eru þau óafturkræfu náttúruspjöll sem óheft græðgisvæðing í ferðaþjónustunni á eftir að valda, auk þeirra hryllilegu áhrifa sem þotur og skip með ferðamenn eiga eftir að valda í aukningu gróðurhúsalofttegunda. Svo ekki sé nú minnst á eldsneytisnoktun á bílaleigubílum, rútum og húsabílaskrýmslum frá Þýskalandi og Frakklandi, sem innihalda níska ferðamenn sem kaupa ekkert innanlans, og skemma hálendið með utanvegaakstri.

Þá er nú betra að búa til snyrtileg vötn og hálaunastörf við áliðnað, nú eða einhverja aðra arðbæra stóriðju. Og ekki skemmir að búa til vöru úr hreinni orku.

Hilmar (IP-tala skráð) 6.4.2014 kl. 21:44

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn mærir sífellt ríkisfyrirtækið Landsvirkjun og Leifur Þorsteinsson hefur ásamt fjölmörgum sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu.

Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á Íslandi eru hins vegar einkafyrirtæki.

Fasistar
sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju.

Fasismi

Þorsteinn Briem, 6.4.2014 kl. 21:56

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landsvirkjun er ríkisfyrirtæki og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja láta reisa hér á Íslandi erlendar verksmiðjur, svo stórar að enginn komist yfir þær nema fuglinn ljúgandi og taka verði með sér nesti þegar menn fara þar í ferðalög stafna á milli, eins og í sovéskum verksmiðjum.

Þorsteinn Briem, 6.4.2014 kl. 21:59

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.5.2013:

"Þetta ætti að segja manni, sem vill kenna sig við hægristefnu eða markaðshyggju, að stóriðjustefna sé eitthvað sem hann á að láta eiga sig."

"Hvernig stendur á því, í ljósi alls þess sem að ofan greinir, að það hafa verið hægrimenn sem hafa barist fyrir stóriðju en vinstrimenn gegn henni?

Er þetta ekki allt saman einn stór misskilningur?
"

"Og ættu umhverfissinnar ekki að taka upp markaðshyggju sem vopn í sinni baráttu?"

Opið bréf til hægrimanna: Hættum stóriðjustefnunni - Ungir sjálfstæðismenn

Þorsteinn Briem, 6.4.2014 kl. 22:01

10 Smámynd: Sigurður Antonsson

Mannfjöldin í Nígeríu er ótrúlegur eins og Eyjólfur kemur inná. Frjósemi mikill (5.5). Ríki þar sem ólíkir trúflokkar geta búið saman. Duglegt fólk og stæðilegt, nokkrir aðfluttir búa hér. Innan Nígeríu eru mörg sambandsríki. Flestir búa við sæmilega menntun. Hef ekki trú á því að þeir láti lengi hlunnfara sig. Margir þeirra eru miklir kaupmenn, ekki síst konur og fara út um allan heim í viðskiptum. Kannski eru viðskiptin með sigin fisk táknræn? Íslenskir fiskkaupmenn eru ekki vanir að látast blekkjast.

Steini Briem ætti að getað fundið eitthvað bitastætt um stjórnarfarið á netinu.

Sigurður Antonsson, 6.4.2014 kl. 22:05

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Gross domestic product (GDP) dollar estimates are derived from purchasing power parity (PPP) calculations, per capita."

Kína
er þar í 92. sæti og Nígería 136., samkvæmt Alþjóðabankanum

Þorsteinn Briem, 6.4.2014 kl. 22:13

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Spurning hvernig Nigeria þróast. Náttúrulega mikil fólksfjölgun tæplega 200 milljónir og tæplega 200 ættbálkar, sem kallaðir eru.

Forsetinn með sérstaka fornafnið og hattinn, Goodluck Ebele Azikiwe Jonathan, var nefndur þetta að sögn föður hans vegna þess að þegar Goodluck var nýfæddur fékk faðir hans hugbaoð eitthvað á þá leið: Gæfan á eftir að leika við þennan dreng. Hefð er á sumum svæðum í Nígerðiu að skýra börn á þennan hátt, eftir hugboði sem á að tákna nokkurskonar karaktereinkenni. Hann var líka skírður Azikiwe eftir fyrsta nígeríska forsetanum.

Leið Goodluck í forsetastólinn var líka mörkuð ákveðinni heppni eða tilviljunum. Hann var vara-fylkisstjóri í sínu heimafylki þegar fylkisstjórinn var dæmdur í fangelsi fyrir spillingu. Goodluck varð fylkisstjóri.

Seinna var hann tilnefndur sem vara-forseti. Stuttu seinna veiktist forsetinn og Goodluck varð forseti.

Hann var síðan kjörinn forseti 2011 með um 60% atkvæða. Hann er úr olíuhéraði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2014 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband