1.6.2014 | 01:57
Fáránlegasta talning, sem ég man eftir í 62 ár !
Þegar þetta er skrifað, klukkan 01:53, er ljóst, að maður hefur verið hafður að fífli varðandi úrslitin í Reykjavík það sem af er nóttinni, og að best hefði verið að leggja sig rétt fyrir tólf og vakna aftur einhvern tíma í fyrramálið til að sjá raunhæfar og réttar úrslitatölur.
Sveiflurnar sitt á hvað, til dæmis á fylgi Sjalla og Samfó, eru hrikalegri en ég man nokkur dæmi um í neinni atkvæðatalningu frá því að ég fór að fylgjast með slíku í forsetakosningunum 1952.
Það eina, sem nokkurn veginn var ljóst, var fylgi Framsóknar, sem þó hefur sveiflast upp og niður um þriðjung.
Hvað er eiginlega að gerast niðri í ráðhúsi?
Meirihlutinn fallinn í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Ég er nú búinn að vera leigubílstjóri í fjeritíu ár og hef aldrei vedað annað eins!"
Þorsteinn Briem, 1.6.2014 kl. 02:22
Mér þykir líklegast að atkvæði hafi villst eða týnst í annari talningu. Þessi talningarmáti að telja í hundruðum eins og hefur verið gert í Reykjavík og Hafnarfirði bíður greinilega upp á mistök og er greinilega ekki fljótlegri. Senda þá á námskeið í talningu á Akureyri
Sigurður Erlingsson (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 02:38
Féll ekki meirihluti í Reykjavík 1978 á lokatölum þegar "týndur" kjörkassi úr Laugarnesinu fannst. (Þá var verið að mótmæla sláturhúsinu sem síðar varð listaháskóli, ef ég man rétt.)
Billi bilaði, 1.6.2014 kl. 03:08
Rétt er það, Billi, en alla nóttina hafði munað örfáum atkvæðum og tölurnar voru svipaðar allan tímann. Í lokin munaði 17 atkvæðum og því þurfti aðeins örsmáar sveiflur til að ráða úrslitum.
Ómar Ragnarsson, 1.6.2014 kl. 08:42
Þegar tölurnar í Reykjavík komu í 3ja sinn kl 01.53, þá höfðu bæst við 11 þúsund atkvæði (samtals 37 þúsund atkvæði) síðan í annarri talningu sem var 26 þúsund atkvæði. Eftir talningu 2 voru Sjálfstæðismenn með 7800 atkvæði og 29,8 % en Samfó með 7000 atkvæði og 27,6 %. Í þessum 11 þúsund atkvæðum sem bættust við og var lesið upp í kl 01.53 þá skiptust þau þannig að Samfó fékk 5800 atkvæði og 53% atkvæða. Sjálfstæðismenn fengu 800 atkvæði og 7 % atkvæða. Þannig að Samfó fór úr 7000 þúsund atkvæðum í 12800 atkvæði af 11 þúsund atkvæðum. Sjálfstæðisflokkurinn fór úr 7800 atkvæðum í 8600 atkvæði. Þegar að þarna var komið við sögu þá voru 47 % atkvæða greidd. Þetta sýnir að 3ja talninginn var ómarktæk og sýnir sveiflu um 5000 þúsund atkvæði sem er aldjör steypa. Restin 30 þúsund atkvæði eða 53 % atkvæða skiptust þannig. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 6200 atkvæði eða 21 % atkvæða. Samfó fékk 10500 atkvæði eða 35 % atkvæða. XD fékk í heildina 14.031 atkvæði eða 21% atkvæða. XS fékk í heildina 17.426 atkvæða eða 31.9%. Í raun á að víxla atkvæðum sem nemur 3.5% milli XD og XS. Þá hefðu atkvæðin í Reykjavík endað XD 29.2% og XS 28.4%.
Geir (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 11:15
XD fékk í heildina 14.031 atkvæði eða 25.7% atkvæða átti þetta að vera.
Geir (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 11:18
Getur verið að talið sé á mismunandi tíma úr kjörkössum frá hverri kjördeild fyrir sig? Fylgi flokkanna er mismunandi milli hverfa.
Sigurður M Grétarsson, 1.6.2014 kl. 12:34
Þetta var nú soldið sérstakt, verður að segjast. Eg sá að vísu ekki allt - en á tímabili bjóst maður alveg eins við því að formaður kjörstjórnar myndi segja þegar hann var að lesa upp tölur, eitthvað á þá leið að:
Í þessari umferð höfum við aðeins talið auð atkvæði.
Eða: það voru öll atkvæðin auð. O.s.frv.
Engu líkara en þeir væru eitthvað að staupa sig þarna.
Svo voru bara nánast allir farnir heim! En einhverjir 3-4 að paufast eitthvað og snúast kringum kjörkassana og stafla þeim fram og til baka eins og fiskblokkum. Opnuðu og sona likt og þeir hefðu týnt einhverju.
Eg veit það ekki, en ekki mjög professionalt að sjá.
Það hafna ú stundum verið furðulegar uppákomur áður í kringum þessa talningu. Eg gat ekki annað en skellihlegið þegar eg sá eftirfarandi klippu fyrst. Alveg ótrúlega kauðalegt:
http://www.youtube.com/watch?v=I63wkLUcXAM
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.6.2014 kl. 15:50
Það ætti að klippa Benny Hill show þemmað yfir allar myndir sem tengjast kjörstjórn Reykjavíkur. https://www.youtube.com/watch?v=Gpc5_3B5xdk
Kristjan Birnir Ivansson (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 18:55
Maður drakk alla nóttina og ekki gerir það manni gott. So gafst maður upp fimm mínútur í úrslit.
En, hví útskíra ekki fréttamenn talningaaðferðir. Er blöndun atkvæða enn við lýði? Ef já, þá eftir hvaða reglum. RÚV stóð sig ekki sérlega vel.
Jón Ingvar Jónsson (IP-tala skráð) 2.6.2014 kl. 02:42
Gæti hugsast að þeir víxluðu atkvæðum xD og Xs í 2. tölum sem gefnar voru upp
það er að xD hafi verið með 7000 en xS hafi verið með 7800?
Andri Elvar (IP-tala skráð) 2.6.2014 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.