Eigum við að hætta að laða ferðafólk til landsins?

Þessari áhugaverðu spurningu var varpað upp í viðtali við Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðing í ágætum útvarpsþætti í dag, sem ber nafnið "Áfangastaður: Ísland"

Ástæðan fyrir spurningunn hefur oft heyrst: Flugvélar menga mest allra samgöngutækja og með því að bægja flugvélum og skemmtiferðaskipum frá landinu leggjum við okkar skerf til minni útblásturs gróðurhúsalofttegunda.

Þessi fullyrðing stenst enga skoðun. Í fyrsta lagi menga flugvélar aðeins 12% af mengun allra faratækja heimsins, en bílarnir blása út 74% og skipin 16%.

Í öðru lagi eiga flugvélar aðeins þátt í 2% af heildarútblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og jafnvel þótt tekið sé með í reikninginn að þær blása þessu út ofar í loftlögunum, getur þessi prósenttala ekki samsvarað hærri tölu en 3%.

En aðalatriðið er þetta og það kom ekki fram í þættinum: Menn gefa sér það fyrirfram að ef straumur ferðamanna til landsins yrði stöðvaður myndu þeir ekki hreyfa sig spönn frá rassi í sumarleyfi sínu.

Það er fráleit forsenda. Að sjálfsögðu myndu skemmtiferðaskipin bara sigla annað og fólkið fljúga til annarra landa en Íslands eða fara í langa bílferð ef þeim væri bægt frá landinu.

Margir þeirra sem hafa horn í síður ferðamannaþjónustunnar gera það til að bægja athyglinni frá því að hér heima höfum við enn mest mengandi bílaflota Evrópu, en þar væri hægt að taka verulega til hendi, ekki hvað síst með tilliti til notkunar okkar eigin mengunarlausu orkugjafa.

Einnig gerir vöxtur ferðaþjonustunnar erfiðara fyrir um að halda fram taumlausri sókn eftir því að sem mest af "orkufrekum iðnaði" sé komið hér á þar sem ágóðinn rennur úr landi til erlendra eigenda en virðisaukinn í hagkerfinu er meira en tvöfalt minni en í sjávarútvegi og ferðaþjónustu.  


mbl.is Bílaleigan Enterprise á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.

Langflestir menga því mun meira í sinni heimabyggð en utan hennar
, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.

Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.

Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.

Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.

Þorsteinn Briem, 3.7.2014 kl. 15:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn:

"Regnskógareyðing er í öðru sæti, á eftir notkun jarðefnaeldsneytis, yfir það sem veldur mestri koltvíildismengun á jörðinni.

Skógareyðing á einum degi
losar meira koltvíildi út í andrúmsloftið en tugþúsundir flugvéla sem fljúga a milli Bandaríkjanna og Evrópu."

Þorsteinn Briem, 3.7.2014 kl. 15:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.

Og Kínverjar sem komnir eru inn á Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis til Noregs, geta að sjálfsögðu flogið þaðan hingað til Íslands.

Hins vegar er hægt að meina glæpamönnum sem búa á Evrópska efnahagssvæðinu landgöngu hérlendis.

En íslenskum ríkisborgurum er ekki hægt að banna að koma hingað til Íslands.

Þorsteinn Briem, 3.7.2014 kl. 16:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útstreymi árið 2007 (CO2-ígildi):

Samgöngur:


"Útstreymi frá samgöngum árið 2007 skiptist í útstreymi vegna innanlandsflugs (2%), strandsiglinga (6%) og vegasamgangna (92%).

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, sjá bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 3.7.2014 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband