Einhvern tíma verður allt fyrst. Trompið í erminni.

"Ekkert er nýtt undir sólinni" segir máltæki, en síðan er annað máltæki, sem segir "einhvern tíma verður allt fyrst."

Knattspyrna er það mikið iðkuð íþrótt að atvik eins og það þegar Hollendingar skiptu um markvörð fyrir vítaspyrnukeppnina í gærkvöldi, hefur áreiðanlega komið fyrir áður, úr því að þetta var löglegt.

Skipting markvarða er alþekkt dæmi í handboltanum, en þar eru reglurnar frjálslegri og hægt að skipta um markverði fram og til baka allan leikinn og jafnvel láta markvörðinn fara í sóknina og hafa engan  markvörð.

Ekkert þarf að vera óeðlilegt við það að hæfileikar markvarða séu misjafnir hvað varðar það annars vegar að standa í markinu meðan allir leikmenn eru á fullu á vellinum eða að hins vegar að standa í markinu og reyna að verja vítaspyrnu.

Þegar svo var komið í leiknum í gærkvöldi, að þrátt fyrir að manni virtist Hollendingar hafa aðeins betur í leiknum og eiga frekar skilið að vinna, var staðan enn jöfn eftir framlengingu, og þá var bara eitt eftir ístöðunni fyrir Louis van Gaal, að draga síðasta trompið upp úr erminni, sem hann hafði geymt þar, og fólst í því að koma mótherjunum á óvart og nýta sér örlítið forskot síns liðs hvað varðandi reynslu.

Vítaspyrnumarkvörðurinn hafði verið undirbúinn vel og ekkert kom honum á óvart.

En Costa Rica leikmennirnir áttu ekki von á markvarðaskiptum. Kannski kom það þeim ekki úr afnvægi, en ef eitthvað var, gat það ráðið úrslitum, og það gerðist í síðustu spyrnunni.

Sá sem spyrnti var undir hámarks pressu. Ef honum mistókst gat ekkert eftir það jafnað mistökin upp, hann stimplaði sig inn sem eina skúrk liðsins, bæði í sögu knattspyrnunnar og sögu Kosta rica, svo ósanngjarnt sem það er, eftir að liðsfélagar hans höfðu gert mörg mistök allan leikinn.

Því að þannig er nú keppnin einusinni, að enginn sleppur við að gera mistök.  

Í öllum öðrum spyrnum fram að því hafði hver einasti leikmaður getað huggað sig við það að jafnvel þótt hann gerði mistök, gæti eitthvað gerst eftir það sem myndi breyta stöðunni til baka.

Síðasta spyrnan sýndi skort á sjálfstrausti, því að hún var ekki nógu föst.  

Því fór sem fór í atviki sem var það fyrsta sinnar tegundar í sögu HM og bættist við í röð dramatískra atvika, sem gnægð hefur verið af í þessari HM keppni nú.  


mbl.is Van Gaal: Krul vissi þetta en ekki Cillessen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ef ég man rétt Ómar, þá var hann hetja á móti Grikkjum, þar tók hann síðustu vítaspyrnuna og skoraði, þannig að þá er hann bæði hetja og skúrkur.

Hjörtur Herbertsson, 6.7.2014 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband