Tvöfalt fleiri Renault 4 seldust en samt er Bragginn tákn Frakklands.

Tveir álíka stórir, einfaldir og ódýrir bílar voru framleiddir í Frakklandi fram ađ 1990, Citroen 2CV og Renault 4, "Fjarkinn".  

Framleiđsla Braggans hófst 1948 en Fjarkans 1961, ţannig ađ Bragginn fékk 13 ára forskot. Samt voru framleiddir tvöfalt fleiri Fjarkar en Braggar, nánar tiltekiđ 8 milljónir.

Frá 1946 til 1961 var Renault 4CV mest seldi bíll Frakklands og fyrsti franski bíllinn sem framleiddur var í meira en milljón eintökum.  

Einkenni Braggans og Fjarkans var ţađ ađ leitun var ađ bílum, sem útlitinu var minna breytt á margra áratuga ramleiđsluferli, gagnstćtt Volkswagen Bjöllunni sem fór í margar gluggastćkkanir og andlitslyftingar á sínum ferli og fékk meira ađ segja alveg nýja gerđ framfjöđrunar á síđustu árum sínum.

Báđir frönsku bílarnir voru ţađ sem kallađ var "sćtljótir."  

En hvers vegna er Bragginn svo samofin ímynd frönsku ţjóđarinnar en Fjarkinn ekki?

Tvćr ástćđur má nefna:

1. Bragginn átti sér lengri forsögu og fékk 13 ára forskot til ţess ađ verđa öllum kunnur.

2. Hönnun hans og smíđi var sérstaklega óvenjuleg, frumleg og hámark naumhyggjunnar.

Ég átti Fjarka í nokkur ár og naut hans í botn. Myndi gjarna vilja eiga slíkan aftur og Bragga međ honum.     


mbl.is Fagna Bastilludegi međ Citroën-bröggum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband