Enn meiri græðgi og níska.

Græðgi og níska eru varhugaverð en aldrei meira en þegar þau fara saman eins og blasir við í tengslum við helsta atvinnuveg þjóðarinnar og merki sjást nú um í fjárlagafrumvarpinu. 

Í sumar hafa fréttir af þjóðarskömm varðandi ástand og umgegni á ferðamannastöðum kvíða um land verið vikulegar og stundum daglegar.

Á sama tíma og ferðafólki fjölgar meira en nokkru sinni fyrr og þar með tekjurnar af þeim, eru fjárveitingar til aðgerða til varnar íslenskum náttúruperlum skornar niður og nema nú minna en einum þúsundasta af gjaldeyristekjum af ferðaþjónustunni eða 0,005 %.

Hvergi í þeim 28 þjóðgörðum, sem ég hef komið í erlendis viðgengst það að rukkað sé um aðgangseyri án þess að merki sjáist um það í hvað aðgangseyririnn fari.

Alls staðar fær ferðamaðurinn vandaðan bækling í hendur, fær aðgang að víðtækri og vandaðri þjónustu og sér smekkleg mannvirki og verndunaraðgerðir sem hann var að borga fyrir.

Í landi einkaframtaksins, Bandaríkjunum, eru helstu þjóðgarðar þjóðareign og hvergi gert það skilyrð'i að reksturinn borgi sig.

Það er vegna þess að um er að ræða stolt og heiður þjóðarinnar en ekki gróðafyrirtæki þar sem níska og græðgi ráða ríkjum.

Bandaríkjamenn gera sér auk þess grein fyrir því að virðing og viðskiptavild, sem meta má til fjár, haldast oft í hendur.   

 


mbl.is Minna til ferðamannastaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Að sjálfsögðu á að taka upp gjaldtöku fyrir þjóðgarðana okkar en ekki þennan umdeilda náttúrupassa. Hægt væri að selja ferðamönnum þjóðgarðapassa við komu til landssins, þeas þeim sem það vilja. Ísland er ekki þjóðgarður.

Stefán Þ Ingólfsson, 12.9.2014 kl. 10:59

2 identicon

Er að verða frekar hissa á hvernig stjórnvöld taka á gosmálum. Akkúrat núna kl 20.19 norskum tíma er mistur við vesturströnd Noregs, þetta er frá Holuhrauni. Hvað ætla menn að gera ef Bárðarbunga gýs? Það eru lítil börn og það er fólk sem ekki þolir þessa meingun.... Hvernig ætlum við að tækla þessa ógn?? Ég hvet alla íslendinga að verða sér út um gasgrímur ekki seinna en strax, ef Bárðarbúng gýs þá verður þetta allt öðruvísi en við höfum upplifað áður, verum opin fyrir nyum hlutum og að ekki er verra að hafa vaðið fyrir neðan sig

.Audunn Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.9.2014 kl. 18:30

3 identicon

Hömm....hvert fer FARÞEGAGJALDIÐ sem lagt er á alla flugfarþega og á að renna í þennan málaflokk óhindrað? Gjald er alltaf eyrnamerkt, en skattur fer í samneysluna.
Þá er til gistináttaskattur, sem á að heita eyrnamerktur í þennan málaflokk líka!
Svo eru skattekjur ríkisins af ferðamönnum upp á tugi milljarða.
Þetta er aumingjaskapur.

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband