Endilega 14 atkvæði í stað 10.

Eitt einkenni svonefnds kannsellístíls í ræðu og riti á dögum konungsveldis Dana hér á landi var meðal annars það, að flækja og lengja textann, helst með hrúgu af nafnorðum. 

Þessi árátta gengur nú í endurnýjun lífdaga með miklum orðalengingum og sókn í það að hlaða upp nafnorðum.

Lítið dæmi er tengd frétt á mbl.is um fjölgun nýrra fólksbíla.

Raunar er fyrirbærið ekki orðað með þremur stuttum orðum heldur notuð löng orðaruna:

"aukning í nýskráningum fólksbíla."

10 atkvæði.  

í stað þess að segja einfaldlega

"nýjum fólksbílum fjölgar." 

7 atkvæði.  

Þegar komið er lengra inn í fréttina elnar sóttin, til dæmis í þessari setningu:

"Fjöldi bílaleigubíla af heildar nýskráningu er..." 

 - 16 atkvæði - 

í stað þess að segja einfaldlega

"nýskráðir bílaleigubílar eru".

- 11 atkvæði  -  

Og áfram elnar sóttin: 

"Aukning hefur verið í nýskráningum fólksbíla."

-  14 atkvæði - tyrfinn og stirður texti - . 

Í stað þess að segja:

"Nýskráðum fólksbílum hefur fjölgað."

- 10 atkvæði.  

 


mbl.is 58% aukning í nýskráningum fólksbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband