Lagði línurnar hjá Birni Inga.

Þannig vill til að Björn Ingi Hrafnsson spurði Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, um afstöðu hans fyrr og nú til embættisins sem hann gegnir í þætti sínum á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag.

Forsetinn var afslappaður í þessu viðtali og kom vel fyrir.

Hann gerði lítið með þau ummæli sín þegar hann bauð sig fram síðast, að hann bæði um skilning þjóðarinnar á þvi ef tæki hugsanlega þá ákvörðun að hann hætti í embætti fyrir lok kjörtímabilsins og gaf nú sterklega í skyn að það hefði aðeins verið varnagli, þannig að ekki yrði komið aftan að þjóðinni ef hann stigi til hliðar og kosið yrði fyrr en 2016. 

Hann gaf engar yfirlýsingar nú af eða á um að hann myndi hætta fyrr en 2016 og vísaði í þá "hefð" sem myndast hefði, að fyrri forsetar hefðu einungis gefið slíkar yfirlýsingar þegar þeir töluðu hvort eð er beint til þjóðarinnar, annað hvort í nýjársávarpi eða við setningu Alþingis. 

Ekki var annað hægt að ráða af orðum forsetans en að hann héldi öllum möguleikum opnum, líka þeim að fara í framboð 2016. 

Vegna þess að forsetinn tilkynnti í nýjársávarpi sínu 2012 að hann vildi láta af embætti en fór engu að síður í framboð eftir að fylgismenn hans stofnuðu til undirskriftarsöfnunar um að hann héldi áfram, er eðlilegt að erlendur fjölmiðill eins og Washington Post álykti sem svo að hann muni vilja halda áfram ef svipað ástand verður 2016 og var 2012. 


mbl.is Ólafur Ragnar neitar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Og það er með öllu gagnslaust að bíða með öndina í hálsinum eftir næsta nýársávarpi, því hr. Ólafur er allt eins líklegur til að skipta um skoðun fyrir þarnæsta ávarp, á nýársdag 2016. Og skipta svo aftur um skoðun í febrúar eða mars 2016 ...

Skeggi Skaftason, 5.11.2014 kl. 15:38

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kirkjugarðar heimsins geyma ómissandi fólk." innocent

Þorsteinn Briem, 5.11.2014 kl. 15:50

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þyngra er en tárum taki,
tvisvar Óli datt af baki,
yfir honum englar vaki,
í öllu hjónarúmsins skaki.

Þorsteinn Briem, 5.11.2014 kl. 17:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

BJARGVÆTTURIN:

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":


"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many.

Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.

I formulated it with a little help from Hollywood movies:

"You ain't seen nothing yet!""

Þorsteinn Briem, 5.11.2014 kl. 17:15

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Nafni.

Hver á að taka við af Ólafi fyrst að þú telur þig of gamlan í framboð??

Breytingar breytinganna vegna??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2014 kl. 17:34

6 identicon

Íslenska þjóðin hefur ekki siðferðilegan þroska til að hafna spilltum stjórnmálaflokkum og fávísum alþingismönnum. Því verða hrokafullir undirmálsmenn eins og Davíð Oddsson, Geir Haarde og fíflið hann Sigmundur Davíð forsætisráðherrar. Og því er Alþingi samansafn af rugludöllum.

Það smellpassar því okkar samfélagi að hafa Ólaf Ragnar, montinn opportunista, sem forseta.

"We are different", eins og forsetinn sagði.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 17:46

7 identicon

Ég kannast vel við að forsetarnir Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir hafi fylgt þeirri hefð þegar kjörtímabili var að ljúka að tilkynna þjóðinni í nýársávarpi hvort þau hyggðust gefa kost á sér eða ekki næsta kjörtímabil. En eftir 1. janúar 2012 held ég að fáir hafi vitað hvað forsetinn hyggðist fyrir. Það er því heldur kaldhæðnislegt að heyra hann nú vísa í slíkar "hefðir".

Ólafur Bjarni Halldórsson (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 19:58

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestir vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni

Þorsteinn Briem, 5.11.2014 kl. 22:00

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg skildi ÓRG þannig í ávarpinu 2012 að hann væri að tilkynna um að hann hyggðist ekki bjóða sig fram. 

Það var ekki fyrr en daginn eftir eða nokkrum dögum eftir að eg fór á netið og þá sá ég að hann hafði ekki sagt það afdráttarlaust og tal hans hefði reyndar verið loðið.

Eg hafði bara ekki hugmyndaflug í að gæjinn mundi fara með þessa hefð niður á það plan sem raunin var.

Staðreyndin er að gaurinn hefur hagað sér eins og kjáni í þessu embætti.  Byrjaði kannski allt í lagi en það hefur sigið linnulítið á ógæfuhliðina.

Herrann virtist vera að gefa í skyn að hann ætlaði fram aftur.

En jú jú, það er allt í lagi mín vegna.   En maður samt soldið sona:  Já sæll!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.11.2014 kl. 22:31

10 identicon

Það sparar pening að hafa ÓRG áfram, bæði eru kosningar dýrar og svo verður hann ekki bæði á forsetalaunum og eftirlaunum eða hvað?

Engan veginn hægt að treysta því að einhver annar yrði ódýrari í rekstri!

ls (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 00:33

11 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Leggjum þetta embætti niður með manni og mús. Tímaskekkja.

Ragna Birgisdóttir, 6.11.2014 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband