Verið að fletja út jólin.

Jólin eru afar mikilvæg fyrir sálarheill og vellíðan þjóðar sem býr við kulda og skammdegi, svo framarlega sem hátíðahaldið og umstangið í kringum það er í hófi. 

Með því að spila jólalög í sjð vikur samfleytt og byrja spilun þeirra þremur vikum fyrir aðventu eins og nú er gert á Létt-Bylgjunni, er einfaldlega verið að fletja hátíðina út að óþörfu og skapa aðstæður fyrir því, að loksins þegar hátíðin gengur í garð, sé kominn leiði í alla þessa spilun.  

 


mbl.is Beðið um jólalög fyrir nokkrum vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Sammála - Algert lágmark að miða þetta við aðventu...eða fyrsta almennilega snjóinn í byrjun des !! -

Þetta er ekki eins og Sumardagurinn fyrsti sem er skráður alltof snemma eða fyrsti vetrardagur sem er líka alltof snemma núorðið.

Það er búið að gjaldfella jólin og jólaandann sem og hefðbundinn undirbúning jólanna með þessu.

Már Elíson, 9.11.2014 kl. 20:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ansi margt hér út í hött,
ársins fer nú hringinn,
alveg jólin út nú flött,
eins og "leiðréttingin".

Þorsteinn Briem, 9.11.2014 kl. 21:09

3 identicon

Það virðist vera ríkt í eðli íslendinga að taka allt út fyrirfram, jólin ekki síður en annað. Þegar jólin eru komin eru flestir orðnir leiðir á þeim og við sem viljum hafa hátíðina á réttum stað þurfum að hafa slökkt á útvarpinu stóran hluta aðventunnar og setja diska í tækin til að fá ekki upp í kok á öllu jólaumstanginu vikum saman fyrir jól og svo þurfum við líka að spila diska á jólunum því þegar við viljum hafa jólalögin, á jólunum, eru flestir starfsmenn útvarpsins og hlustendur farnir að biðja um hvíld frá þessu eilífa jólafargani.

Dagný (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 21:59

4 identicon

Innilega sammála ykkur !

Ég hlusta ekki á útvarpsstöðvar sem spila jólalög fyrir aðventu. og NB, fer heldur ekki í IKEA.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 9.11.2014 kl. 22:40

5 identicon

Leiðinlegt að þú skulir vera þvingaður til að hlusta á Létt-Bylgjuna þegar svo mikið er af öðrum útvarpsstöðum sem ekki spila jólalög. Eða fer það í taugarnar á þér að fólk geti glaðst og notið jólaskapsins lengur en þessa fáu daga sem þú ræður við?

Davíð12 (IP-tala skráð) 10.11.2014 kl. 02:10

6 identicon

Jólapiparkökurnar komu í Bónus í októberlok.

Jón (IP-tala skráð) 10.11.2014 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband