Bara vandamál, - engar lausnir.

Flestir kannast við auglýsingarnar, sem Egill Ólafsson les fyrir Toyota, þar sem hann segir með sinni þýðu röddu: "...engin vandamál, - bara lausnir". 

Ef Egill væri fenginn til þess að lesa megininntakið í stefnu íslenskrar stjórnvalda varðandi meðferð og verndun helstu náttúruverðmæta landsins fyrir ágangi ferðamanna og ásókn mannvirkjafíkla, myndi textinn hins vegar vafalaust verða: "...bara vandamál, - engar lausnir."

Hraðvaxandi ferðamannastraumur síðustu sjö ár hefur engu breytt varðandi óreiðuna, ráðaleysið og lítilsvirðinguna sem hefur síðustu tvo áratugi birst í umgengni um svæði eins og Geysisvæðið og hefur fengið erlenda Íslandsvini, sem hingað hafa komið árlega, til þess að lýsa því yfir að þetta ástand hafi verið þjóðarskömm.

Enda þótt farið sé að telja gjaldeyristekjur landsmanna af ferðaþjónustu í hundruðum milljarða króna á ári eru upphæðirnar, sem menn tíma að eyða í að forða undirstöðum ferðamannastraumsins og teknanna frá skaðlegum skemmdum aðeins broti úr einu prósenti, varla að þau slefi yfir einn þúsundasta af ferðamannatekjunum.     


mbl.is Hrópandi stefnuleysi í ferðamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þegar Boston consulting group var fengið til þess að koma með tillögur til alusnar lögðu þeir til rafræn kort. Þá væri sett gjaldtaka á viðkvæmustu svæðin, og það mishá, sem dreyfði álaginu, auk þess sem þeir staðir fengju mesta fjármuni til uppbyggingar og verndar. Nei auðvitað þá fór stór hluti af þeim sem telja sig nátturverndarsinar á afturlappirnar og mótmæltu. Nei auðvitað átti að gera þetta einhvernveginn allt öðru vísi. Þá fer öll orkan i sundurlyndið en lítil í lausnirnar. 

Sigurður Þorsteinsson, 18.11.2014 kl. 20:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að Ómar Ragnarsson væri með afturlappir.

Þorsteinn Briem, 18.11.2014 kl. 20:42

3 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

"Bara vandamál engar lausnir" bergmálar yfir velferðakerfinu okkar frá ríkisstjórninni. 

Stefán Þ Ingólfsson, 18.11.2014 kl. 21:11

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við sérhverri lausn er til vandamál.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.11.2014 kl. 22:23

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er best að segja það bara eins og er, að ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn eru algjörir hálfvitar.

Það er alveg sama hvaða málaflokk er um að ræða - þetta er bara eins og helt gal í hoveded.

Jú jú, það má alveg að segja það svo sem að þeir séu snilldarlega öflugir við að moka fjármunum frá hinum verr stæðu til hinna beturstæðu og ótrúleg eljan í meirihlutanum að standa pungsveittir alla daga við verknaðinn þann arna.

En ótrúlega er það smámennalegt, óforskammað, illa innrætt og lýsir bókstalega hatri framsjalla á þjóð sinni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.11.2014 kl. 22:29

6 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Nú streyma ferðamenn til landsins sem aldrei fyrr þrátt fyrir virkjanir og hvalveiðar.Er ekki í lagi að nýta auðlindirnar en auðvitað fara með gát.

Sigurður Ingólfsson, 19.11.2014 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband