Mjög smækkuð útgáfa af Skaftáreldunum.

Í Skaftáreldum féllu meira en 70 prósent af búsmala landsmanna og 25 prósent íbúa landsins. 

Ekki eru til tölur um efnasamsetningu þeirra lofttegunda sem eldarnir sendu frá sér en hraunrennslið var 15 sinnum meira en frá gosinu í Holuhraun og flatarmál Skaftáreldahraunanna átta sinnum meira.

Auk brennisteinslofttegunda kom flúor frá gosstöðvunum. Flúorinn olli svonefndum gaddi í sauðfénu svo að kjálkar og tennur þess urðu ónýt og skepnurnar féllu úr hor.

En auk þess eru til magnaðar lýsingar á dauða jarðargróða og dauðastríði dýra og jafnvel fiska vegna gaseitrunar.

Hegðun smádýra fyrir norðan rímar við þessar frásagnir og gefa smækkaða mynd af þeim hamförum og skaðræði sem Móðuharðindin fólu í sér.   


mbl.is Mýs flýja mengun frá eldgosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

-

 Eins og gosið hefur gengið og ef það gýs í atta mánuði eins og Skaptáreldar þá er ekki ólíklegt að gosmagnið verð 4 km3 og flatarmál verði um 200 ferkílómetrar..

Þetta er ekki ólíklegt en málið er að það er engin leið að fullyrða neitt.

Þar sem gasið byndist raka og hefur þegar sýnt að snjór safnar því í sig og stór hluti úrkomu er með öðru sýrustigi eg eðlilegt er.

Í vor þegar snjóa leysir kemur í ljós hvort um verulegar skemmdir verða á lífríki.

Það hefur ekki komið frá vísindafólki greining þeirra gastegunda sem koma

frá Holuhrauni. Það er ekki eingöngu SO2 þar sem SO2 er litlaust

Snorri Hansson, 4.12.2014 kl. 04:01

3 Smámynd: Snorri Hansson

Volcanic eruption in Holuhraun - Human health effect

Pollution from the eruption in Holuhraun

Volcanic gases with possible effect human health are released into the atmosphere from the eruption in Holuhrauni. The most abundant gases are water ( H2O), carbon dioxide (CO2) and sulphur dioxide (SO2). Other substances such as hydrogen sulfide (H2S), hydrogen(H2), carbon monoxide (CO),  hydrogen chloride (HCl), hydrogen fluoride (HF) and helium (He) are also released, but in smaller amounts.

Snorri Hansson, 4.12.2014 kl. 10:13

4 identicon

það kom nú fleira til.gos a´sama tíma hekla eidi 10.bæjum 66-68. katla 55-86. orævajökull 27.  myvatnseldar.24-29 .meira er hægt að tína til. við virumst vera komnir inní svipað tímabil

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.12.2014 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband