Fótanuddtæki hvers tíma.

Sú var tíðin að varla þótti neitt íslenskt heimili með heimilum nema þar væri fótanuddtæki, sem voru víst einhver vinsælasta jólagjöf allra tíma hér á landi. 

Á okkar tímum eru flatskjáir og spjaldtölvur svipuð fyrirbæri sem öllum finnst þeir verða að eiga.

Einnig eru svonefndir "jeppar", "sportjeppar" og "smájeppar" eftirsóttir og gildir einu þótt þótt það varla vatni undir þá þegar þeir eru hlaðnir og að jafnvel sé ekki hægt að fá sumar gerðir þeirra með fjórhjóladrifi!

Í pistlinum á undan þessum hér á bloggsíðunni er fjallað um það mótsagnakennda fyrirbæri að hér hafi verið efnahagslægð hvað varðar þjóðarframleiðsluna á fyrri hluta þessa árs á sama tíma og sagt er að hér sé kominn "uppgangstími" og sala á dýrum hlutum af ýmsu tagi hafi stóraukist.

Við gerum enn grín að fótanuddtækjunum hér um árið, en áttum okkur kannski ekki á því að svipuð fyrirbæri virðast ætíð vera á sveimi og ekki hvað síst þegar allir tala hver upp í annan um "uppgangstímana" sem séu komnir.   

 

 


mbl.is Gerviþarfir ráða kaupunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flatskjáir hafa einfaldlega komið í stað túbusjónvarpstækja og því tæpast merki um einhvern munað að kaupa flatskjá.

En sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson vill kannski vera sjónvarpslaus.

Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 19:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hægt að kaupa hér á Íslandi spjaldtölvu fyrir 20 þúsund krónur og tæpast munaðarkaup, nema fyrir vesalinga Sjálfstæðisflokksins í álverum flokksins.

Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 20:14

3 identicon

Gunnar TH Reiðafirði á tvær spjaldtölvur önnur er úr ÁLI,en hin er úr plasti og með flúorljósi

hallo (IP-tala skráð) 7.12.2014 kl. 21:22

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Flatskjáir nota minna rafmagn en túbusjónvörp, ef notkun tækjanna er með sambærilegum hætti. Er þá ekki umhverfisvænt að eiga flatskjá? Ég reyndar eignaðist ekki slíkt undratæki fyrr en í fyrrahaust og greiddi um 60 þús. kr. fyrir komið til Íslands, ef ég man rétt, en vitanlega eru til fokdýrir flatskjáir.

Erlingur Alfreð Jónsson, 7.12.2014 kl. 22:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hægt að kaupa hér 19" flatskjá fyrir 30 þúsund krónur.

Þorsteinn Briem, 7.12.2014 kl. 22:38

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég á nú raunar við þann tíma fyrir 2008 þegar flatskjár var alger nýjung og mun dýrari en nú er, ekki síst þar sem krafan var að eiga þá allra stærstu. 

Auðvitað vil ég hvorki vera sjónvarpslaus né bíllaus þótt ég efist um að2j það að það sé algert sáluhjálparatriði að snatta um í borginni daglega 16-7 milljón króna "jeppa" þegar þrefalt ódýrari og miklu sparneytnari bíll nægir.   

Ómar Ragnarsson, 7.12.2014 kl. 23:00

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er sjálfsagt sáluhjálparatriði fyrir suma en heimskan er mönnum í sjálfsvald sett.

Þorsteinn Briem, 8.12.2014 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband