Breyttar aðstæður ráða miklu.

Það er rétt hjá Árna Þór Guðjónssyni í hljómsveitinni Made in sveitin að margt fer í hringi í þjóðfélaginu hvað snertir tónlist og vinsældir. 

Nýjar kynslóðir koma með nýja tísku og nýjan smekk. 

Bogomil Font, Sixties og margt fleira var dæmi um þetta á sínum tíma, að ekki sé nú talað um Ragga Bjarna. 

Hugsanlega er hægt að fá upp einhverja stemningu á sveitaballi sem haldið er með gamla laginu, en samt sem áður eru aðstæður það breyttar frá því sem var þegar sveitaböllin, héraðsmótin og Sumargleðin réðu ríkjum í félagsheimilum landsins á sumrin, að það mætti teljast kraftaverk ef eitthvað slíkt gæti komið aftur. 

Myndbandaleigurnar, miklu betri samgöngur, utanlandsferðir og tilkoma bjórsins voru miklar breytingar sem gerðu það að verkum að undirstöðunum var kippt undan sveitasamkomum af þeirri stærð og tíðni sem tíðkuðust frá 1950 til 1990.  


mbl.is Sveitaböllin að snúa aftur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem breytti mestu, að mínu áliti, er tilkoma bjórsins.

Eða þó ekki beinlínis tilkoma bjórsins heldur því að í kjölfarið spruttu upp svokallaðir pöbbar.

Það var tæplega til sá staður á landinu sem kom sér ekki upp einum eða fleiri pöbbum.

Ofannefndir pöbbar voru svo opnir til 3-4 að nóttu um helgar og jafnvel til 1 á virkum dögum.

Þetta var algjör sprengin í framboði af stundum til að koma saman opinberlega og drekka vín ef menn kusu svo.

Úti á landi kippti þetta líka algjörlega grundvelli undan svonefndum partýum í heimahúsum sem voru fyrr á tíð talsvert algeng og mikilvæg.

Hvort bjórinn einn og sér skipti sköpum þarna eða einhver rýmkun á heimildum til að halda úti skemmtistöðum eða pöbbum spilaði líka inní skal eg ekki fullyrða um.  Eg er þó helst á að einhver slökun hafi orðið á reglum um veitingastaði jafnhliða.

En hitt er klárt, að eftir þetta eða smá saman uppúr þessu, þá áttu hefðbundin böll á brattann að sækja.

Ennfremur má nefna í lokinn, að pöbbarnir fóru flótlega að bjóða uppá lifandi tónlist og svokallaðir trúbadorar urðu talsvert algengir eða þá hljómsveitir.

Þar gæti hafa skipt máli árangur samtaka tónlistarsmiða í réttindamálum sínum.  Því það þurfti að borga fyrir alla spilaða tónlist hvort sem er og því alveg eins hægt að hafa lifandi tónlist.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.12.2014 kl. 19:32

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gott dæmi um pöbbana var svonefnt "Felgumál" á Patreksfirði. Félagsheimilið var orðinn svo mikill baggi á sveitarfélaginu þegar sveitaböllin döluðu, að ákveðið var að bjóða rekstur þess út. 

Klókur Patreksfirðingur tók húsi á leigu, setti upp bjórkrá í anddyrinu sem hann nefndi Felguna og græddi vel. Þá vildi hreppsnefndin auðvitað taka þann rekstur yfir og upp spruttu deilur um saminginn og ákvæði hans sem urðu fjölmiðlamatur.   

Ómar Ragnarsson, 13.12.2014 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband