Ekki enn hægt að "hala niður" húsgögnum.

Lög um einkarétt á uppfinningum urðu til á 19. öld og hafa þróast síðan yfir í hvers kyns höfundarrétt á hugverkum, þar sem neytendur borga höfundum, hugvitsmönnum og framleiðendum beint fyrir afnotin. 

Það er ekki mikilli munur á því að horfa á kvikmynd, sem kostað hefur milljóna tugi og allt upp í milljarða, hlusta á tónlist, sem sömuleiðis hefur kostað mikla vinnu, hugvit og framleiðslukostnað, eða að sitja í góðum stólum og njóta útlits þeirra. 

Samt er það svo að kvikmyndirnar og tónlistin hafa orðið fyrir barðinu á fyrirbæri, sem heitir niðurhal á netinu og það er látið viðgangast og því meira að segja mælt bót, að sjóræningjafyrirtæki geti stórgrætt á því að dreifa slíku framhjá framleiðendunum og eigendum hugverkanna, sem sitja eftir með sárt ennið og stórtap.

Slíkt afgreiða sumir þannig í ummælum á netinu að þær afætur og ónytjungar sem "lattalepjandi" listafólk sé, eigi engan rétt á að krefjast þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð. 

"Það getur hver sem er, glamrað á gítar inni í bílskúr og tekið það upp" skrifaði einn um þetta ´mál. 

Hins vegar sýnir stólamál Reykjavíkurborgar að enn er hægt að verja höfundarrétt á því sviði.

Og ekkert listform er í eins traustum og góðum höndum og bókaútgáfa.

Það er ekki, enn sem komið er, hægt að stunda ókeypis niðurhal á húsgögnum og bókum.

Samt getur "hver sem er pikkað á tölvur og prentað út að vild" eða "klambrað saman stól inni í bílskúr", svo að notuð sé svipað orðalag og notað er um tónlist.  


mbl.is Borgin fargar húsgögnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fáfræði þín er áberandi um þetta efni. Og þó rangfærslurnar hafi verið leiðréttar áður þá heldur þú í sömu gömlu tuggurnar.

Það er enginn að stórgræða á því að dreifa höfundarvörðu efni ókeypis. "Sjóræningjasíður" eins og Deildu og Piratebay eru ekki með neitt efni í dreifingu. Þannig síður eru eingöngu með vísanir á einstaklinga sem eru með efnið og dreifa því. Svipað og símaskráin er með lista yfir húsgagnaverslanir en selur engin húsgögn sjálf.

Niðurhal á netinu er látið viðgangast vegna þess að það er löglegt. Það er ekkert sem bannar niðurhal. Hver síða sem þú skoðar á netinu kallar á niðurhal, er niðurhalað. Væri niðurhal bannað þá mætti ekki fara á MBL.IS því það er niðurhal og allt efni þar er höfundarréttarvarið. Dreyfing á höfundarréttarvörðu efni án heimildar er bönnuð.

En hvers vegna heimta tónlistarmenn greiðslu í hvert sinn er lag er spilað þegar húsgagnahönnuðir heimta ekki greiðslu í hvert sinn er sest er í stól? Það er mikilli munur á því að horfa á kvikmynd, hlusta á tónlist og vera rukkaður í hvert sinn eða að sitja í góðum stólum og njóta útlits þeirra án endalausra rukkana.

Hábeinn (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 15:52

2 identicon

Víst.; https://www.google.com/search?q=3d+printing+furniture&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=9DGPVIWBMYbYaumPgXg&ved=0CCcQsAQ&biw=1280&bih=867

Prentari (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 19:11

3 identicon

Velkominn til ársins 2014 Ómar.

Í dag er hægt að hlaða niður bókum eins og mönnum lystir og lesa þær á spjaldtölvum eða prenta þær út til aflestar, hvort sem mönnum hentar betur.

Kristinn (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 20:31

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nokkrir listamenn, svo sem Baltasar Kormákur, Ágúst Guðmundsson og Bubbi Morthens hafa lýst gerbreyttu umhverfi listamanna varðandi það að markaður fyrir dvd útgáfur af kvikmyndum hefur hrunið vegna ólöglegs niðurhals sem og aðsókn að bíóhúsum. 

Mér er kunnugt um að Laddi varð fyrir hinu sama varðandi upptökur á sýningu hans í Eldborg.

Ég hef um það upplýsingar frá fjölda tónlistarmanna og útgefenda sem staðfesta það sem ég skrifa um þetta mál.

Á sama hátt hef ég traustar heimildir innan úr bókaútgáfunni fyrir því að enn sem komið er hefur þetta ekki bitnað á bóksölunni.  

Ómar Ragnarsson, 15.12.2014 kl. 21:30

5 identicon

Það er þægilegt að geta kennt ólöglegu niðurhali um, án nokkurra sannana, þegar þunnildi og rusl selst illa. Þegar framboð og aðgengi að hágæða efni margfaldast þá dugar ekki lengur að bjóða sama gamla útþynnta draslið og ætlast til að það seljist eins og forðum. Þeir eru fleiri en Ómar sem ekki eru alveg að fatta nýja öld. CD og DVD eru auk þess að hverfa eins og vínill og VHS með aðgengi sem veitir frelsi til að horfa og hlusta hvar sem er með því að tengja síman.

Vagn (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 22:50

6 Smámynd: Kommentarinn

Auðvitað er hægt að hala niður bókum löglega eða ólöglega og skella þeim á lesbretti. Ekkert mál. 

Það er líka hægt að hala niður húsgögnum og stutt í að sú tækni verði á færi almennings. Það verður hægt að prenta út allt frá sameindum upp í húsbyggingar. Mublur og bílar verða sennilega ekki óvinsæl til niðurhals. 

Kommentarinn, 15.12.2014 kl. 23:03

7 identicon

Auðvitað kenna þessir vitleysingjar ólöglegri dreyfingu á efninu um að þetta selts illa hjá þeim, eins mikið rugl og það er, þessir aðilar halda það í alvöru að ef einhver halar niður þessu efni þá sé það töpuð sala, þessi hugsun er með þeim heimskulegri sem til eru.

Stór hluti þeirra sem hala niður þáttum eru t.d. áskrifendur að stöðinni þar sem sagður þáttur var sýndur á, viðkomandi hafði bara ekki áhuga á að horfa á sagðann þátt á þeim tíma og stað sem hann var sýndur eða t.d. restin af heimilisfólkinu var að horfa á aðra stöð, þarna er búið að borga fyrir áhorf af efninu, vandinn er bara sá að þetta kerfi sem veitir efnið er ekki með það nógu aðgengilegt (afruglarar sem afrugla einungis 1 stöð í einu og þess háttar).

Þessar risaeðlur þurfa að átta sig á því að það eru breyttir tímar, það viðskiptamódel sem virkaði á sínum tíma virkar ekki í dag, menn þurfa að fara nota tæknina í staðin fyrir að berjast við hana.  Ef það nást ekki tekjur út úr þessu efni þá geta þessir aðilar engum nema sjálfum sér um kennt, annað hvort er efnið svo ómerkilegt að það vill enginn kaupa það eða aðgengið er svo lítið að það nennir enginn að finna það til að kaupa það.

Finnst þér það skrítið að menn séu hættir að kaupa DVD diska? þeir eru dýrir, þeir eru uppfullir af auglýsingum m.a. auglýsingu sem ýjar af því að viðkomandi sé þjófur.

Halldór (IP-tala skráð) 16.12.2014 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband