Alvöru áhættugerningur.

Það er athyglisverð tilviljun að sama daginn og Vestur-Íslendingur framkvæmir það sem kallað er "lífshættulegur áhættugerningur" er verið að leika sér með mun stærri og alvarlegri áhættugerning þar sem er læknadeilan svonefnda. 

Það var ljóst að eldsprengingunni í gervivíkingaskipinu í Reykjavíkurhöfn var stjórnað með fjarstýringu og ekki sett í gang fyrr en í þann mund sem kappinn hafði stokkið yfir eldtungurnar á borðstokkunum og var að lenda í sjónum. 

Læknadeilan er hins vegar alvöru áhættugerningur þar sem teflt er með líf margra og ekki hægt að stjórna því með fjarstýringu hvort eða hvenær mannslífi er fórnað eða stórfellt og óbætanlengt heilsutjón verður. 

Burtséð frá málstað deiluaðila og málsatvikum er þetta mál nú að fara út fyrir verjandi mörk. 


mbl.is „Þetta er mjög alvarlegt ástand“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Vandinn við þessi átök um kjör læknanna er ekki leystur þótt gerðir verði einhverjir kjarasamningar sem væri einhver málamiðlun Er síðan yrðu samþykktir leysist alls ekki við slíka samþykkt.

Því slíkur samningur tryggir ekki að þeir sem hafa sagt upp störfum hætti við að fara úr landi. Þá kemur auðvitað upp sú staða að það getur þurft að kaupa marga af þessum læknum fyrir miklar upphæðir til að sinna íslenskum sjúklingum.

Það er afar hætt við því, vegna þess að þessi launadeila er búin að standa í mjög langan tíma. Eða frá því löngu fyrir hrun. Þessir læknar sem margir hverjir hafa verið tilbúnir að fórna sér fyrir hag íslendinga eru bara þegar orðnir mjög sárir. 

Kristbjörn Árnason, 6.1.2015 kl. 21:37

2 identicon

...sem margir hverjir hafa verið tilbúnir að fórna sér fyrir hag íslendinga...

Amen!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.1.2015 kl. 22:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir Ísland fórnum oss,
fátækir í nauðum,
fiskar tveir nú helsta hnoss,
og hafrar í fimm brauðum.

Þorsteinn Briem, 6.1.2015 kl. 23:45

4 identicon

Sæll Ómar.

Vandamálið er að Íslendingar eyða allt of litlu í heilbrigðiskerfið miðað við þær þjóðir sem við viljum bera okkur við.Í gögnum frá World Bank koma í heilbrigðisútgjöld á hvern einstakling milli landa miðað við US dollar á núgengi. http://data.worldbank.org/indicator/SH.XPD.PCAP/countries

Árið 2012 notaði Ísland 3870 dollara á hvern einstakling,Noregur 9055 dollara, Sviss 8980, Svíþjóð 5319, Danmörk 6340, Bandaríkin 8895, Holland 5737 dollara og við erum á pari við Bretland. Albanía notar td. 228 dollara sem sumir ætla að Íslendingar eigi að hafa sem fyrirmynd hvað varðar heilbrigðiskerfi http://www.vb.is/frettir/103934/og Kúba 558 dollara á hvern einstakling.

Ef Sviss og augljóslega Kúba og Albanía eru undanskilin er næstum öll sérmenntun íslenkra lækna frá löndum sem eyða langtum meira en Íslendingar til heilbrigðisþjónustu. Þessi lönd eru miklu stærri einingar enda margfalt fjölmannari. Danmörk, Holland og Bretland sem eru þéttbýl lönd geta notað hagkvæmni stærðarinnar og augljóslega náð miklu meiri hagræði en strjálbýl, fámenn og einangruð eyja eins og Ísland. Klárlega vaknar sú spurning hvort Íslendingar séu ekki að eyða allt of litlu til heilbrigðismála miðað við þau lönd sem við viljum líkja okkur við. Spurningin ætti kanski frekar að vera er hægt að skera niður í öðrum liðum ríkisrekstrar. Hvað er td. stóru hlutfalli af ríkisútjöldum er varið í niðurgreiðslur, beingreiðslur, flutningagjöld og útfluttningsbætur á td. landbúnaðarafurðum? Er það skynsamleg forgangsröðun?

Væntanlega þarf að setja 40-60 miljarða árlega meira inn í heilbrigðiskerfið ef það á að líkjast heilbrigðiskerfi nágrannalandanna.

Eftirfarandi graf um heilbrigðisútgjöld í bandaríkjadollurum að núvirði skv. tölum World Bank sýnir heilbrigðisútgjöld á Íslandi í samanburði við Bandaríkin, ásamt meðaltali ESB landa og meðaltali OECD landa til viðbótar þróun heilbrigðisútgjalda í Noregi, Svíþjóð og Danmörku til hliðsjónar. Það þarf ekki að undrast að ástandið sé orðið slæmt á Íslandi miðað við þessa þróun.

http://data.worldbank.org/indicator/SH.XPD.PCAP/countries/IS-EU-US-OE-NO-SE-DK?display=graph

Ragnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband