Myndir eru vísindaleg og sagnfræðileg gögn.

Ragnar Axelsson lýsir vel hlutskipti fjölmiðlamanna þegar stórir atburðir verða, og varðandi öflun mynda lærðu menn fyrir vestan af mistökunum í Súðavík, þar sem engum var leyft að fara. 

Meginatriði myndatöku eru einföld og eru í tveimur skrefum:

1. Það á að taka eins mikið af myndum og mögulegt er. Enginn veit fyrirfram hverjar þeirra hafa mest gildi fyrir rannsóknir á atburðum og fyrir framtíðina. 

2. Aðalatriðið: Að taka ákvörðun um hvaða af myndir er birtar, hvernig og hvenær. Sumar er rétt að birta ekki fyrr en eftir 100 ár. 

Kvikmyndir og ljósmyndir eru ekki bara vísindaleg gögn heldur hluti af heimildum um sögu lands og þjóðar. 

Á Flateyri voru í ljósi mistakanna í Súðavík, valdir þeir reyndustu í hópi myndatökumanna, Ragnar Axelsson ljósmyndari og Friðþjófur Helgason kvikmyndatökumaður, til þess að taka myndir á vettvangi frá byrjun fyrir alla fjölmiðlana. Það reyndist vel. 

Á síðustu árum hefur orðið afturför hvað þetta varðar. Hverjum myndi detta í hug að banna vísindamönnum að fara inn á hamfarasvæði en láta í staðinn fjölmiðlamenn vinna störf þeirra? 

En það er hliðstætt því þegar björgunarsveitarmenn og vísindamenn, sem eiga alveg nóg með sín mikilvægu störf, eru einir á svæðinu en ljósmyndurum og kvikmyndatökumönnum bannaður aðgangur. 


mbl.is Verða að fá að skrá söguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður spennandi að skoða Holuhraunssvæðið þegar gosinu lýkur. Gæti orðið mesti og flottasti ferðamannastaður hálendisins næstu áratugina. Þá þarf að skipuleggja svæðið vel m.t.t. þess. Úbúa aðstöðu fyrir ferðamenn o.þ.h.

Ég sé fyrir mér vegslóða þvert yfir hraunið til að auðvelda öllum aðgengi báðu megin, austan og vestan. En það verður auðvitað aldrei leyft. Til vara geri ég tillögu um gönguslóða en þá útilokum við nokkuð stóran hóp frá því að njóta og kynnast svæðinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2015 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband