Önnur þyrlan rakst líklega á trjátopp.

Svo er að sjá á kvikmynd af þyrluslysinu, sem varð í Argentínu, að í samflugi tveggja þyrlna hafi önnur þeirra lent á trjátoppi og orðið stjórnlaus eða misst flugið við áreksturinn. Greinilega sést hvernig kurl úr greinunum kastast í allar áttir.

Vegna þess hve stutt var á milli þyrlnanna, rakst laskaða þyrlan á hina og þar með voru örlög þeirra beggja ráðin.

Þyrlur eru dásamleg loftför en einstaklega viðkvæmar fyrir hnjaski, einkum hinn flókni drifbúnaður loftskrúfanna, og því fór sem fór.

Það er margt að varast í flugi en ég hef alla tíð verið smeykur við árekstur við annað loftfar á flugi og alltaf mjög feginn þegar flugi með hættu á árekstri hefur verið lokið.

Ástæðan fyrir því að þyrlan lenti í trjátoppnum gæti verið sú að flugmaður hennar hafi verið of upptekinn við við fylgjast með hinni þyrlunni, til dæmis vegna myndatöku, og því ekki tekið eftir hindruninni.

Eða þá að flugmaður hinnar þyrlunnar hafi ekki tekið eftir því að hann hefði þrengt svo að þyrlunni sem stefndi á trjátoppinn, að hún rakst á hann. 

Hvort þetta skýrist nánar við rannsókn er óvíst úr því að allir um borð í þyrlunum fórust.  


mbl.is Þekktir íþróttamenn fórust í slysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu sinni, líkl. um 1995, rákust tvær flugvélar saman á flugi við Tungubakka. Báðar lentu heilu og höldnu og enginn slasaðist. 172 var í aðflugi á 07 þegar 152 beygði í veg fyrir hann og kom undir hann. Báðir flugmenn urðu varir við áreksturinn en skemmdir urðu litlar og gat RNF heinlega ekki útskýrt hvernig þetta vari hægt! 172 lenti og 152 fast á eftir!

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 10.3.2015 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband