Verður þetta jafnlengi að velkjast og byssurnar?

Enn er í minni þegar það tók næstum tvær vikur að toga upp úr íslenskum ráðamönnum öll atriði byssumálsins svonefnda á sama tíma og auðvelt hefði verið að hreinsa málið á einum degi. 

Í fyrradag, fimmtudag, birtist fréttin um að Gunnar Bragi SVeinsson hefði tilkynnt ESB bréflega að umsóknarferli Íslands væri lokið, landið ekki lengur skilgreint sem umsóknarríki (candidat state) og þar með búið að skella því endanlega í lás. 

Mikill hvellur varð út af þessu og Bjarni Benediktsson staðfesti þessi endalok samningaferlisins í rifrildi við Árna Pál Árnason í Kastljósi.

En þó voru þeir til á föstudagsmorgni, sem sáu, að hvergi í bréfinu var það orðað beint að umsóknarferlinu eða samningaferlinu væri slitið, og þótti það skrýtið. 

Í hádegisfréttum á föstudag sagði síðan Birgir Ármannsson, formaður utanríkisnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að vegna þess að bréfið innihéldi ekki neitt um slit viðræðna, táknaði bréfið enga stefnubreytingu og þess vegna hefði ekki þurft að bera það undir utanríkisnefnd.

Talsmaður stækkunarstjóra ESB tók í svipaðan streng og Birgir. 

Eiríkur Bergmann Eiríksson og fleiri lásu svipað út úr bréfinu og nú urðu margir andstæðingar aðildarumsóknar óánægðir með það að í raun væri þingsályktunin frá 2009 í gildi og að ríkisstjórnin hefði hörfað í málinu.

Í forsíðufrétt í Morgunblaðinu á laugardagsmorgni er því slegið upp að víst sé Ísland ennþá umsóknarríki. 

Loks á sunnudagskvöldi eftir nær þriggja daga þögn, kveður síðan utanríkisráðherra upp úr með það að umsóknarferlinu sé víst lokið og að ekki verði hægt að taka upp viðræður á ný nema fara með allt á algeran byrjunarreit. Hins vegar hefði ekki verið notað orðalag um slit viðræðna af því að það hefði verið túlkað sem offors! 

Það er að koma sunnudagur og á fjórða degi þessa máls heyrist væntanlega ekki múkk frá formanni utanríkisnefndar né talsmanni stækkunarstjóra ESBB um það hvort eitthvað hafi misskilist í málinu í fyrradag.

Þetta fer óneitanlega að minna á upphaf byssumálsins á sínum tíma.  


mbl.is „Ferlinu er lokið af okkar hálfu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Morgunblaðið - forsíða

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 00:00

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Ísland hlýtur að verða að teljast enn umsóknarríki og í raun hafi ekkert breyst.

Enn spurningin um afhverju ríkisstjórnin valdi að gera þetta svona, - þeirri spurningu er ekkert gott að svara.  Lítur eiginlega út sem risavaxið klúður.  En þa vaknar spurningin um hvernig í ósköpunum sé hægt að klúðra svona.

Þetta er samt augljóslega hannað stönt hjá ríkisstjórninni.  Þetta er bara svo illa hannað.  Og svo líka illa leikið.

Hefur verið alkunnugt PR trikk hjá þessari ríkisstjórn að poppa snögglega upp með eitthvað og lýsa yfir að verið sé að gera eitthvað, - þegar í rauninni er verið að gera allt annað.

Þessi ríkisstjórn vinnur roslalega mikið í spuna og áróðri.

En það verður að segjast, að í þessu tilfelli er þetta svo illa gert á allan hátt að vekur bæði furðu og leiðindi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2015 kl. 00:16

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Evrópuraðið kemur saman á manudaginn og þá munu þeir væntanlega ræða þýðingu bréfsins og skila sinni túlkun. Þið getið á meðan látið ykkur dreyma um að símadama í Brussel túlki bréfið fyrir þeirra hönd.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2015 kl. 00:58

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 01:04

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Steini Briem koooool.

ÓBK sama fíflið og alltaf.

Jón Steinar Siglufjarðargoði, góður sem fyrr.

Samsærisdraumurinn um hvort það eru byssur til verndar í örmum löggunnar, sem sumir túlka sem skotleyfi á almenning, eða bara hvað sem er;:

Ómar.: Miðað við aldur og fyrri störf.: Gefðu þér EINU SINNI tíma til að hugsa málið til enda, áður en þú valtar frá þér mómentinu.

Viltu virkilega að myndirnar þínar af auðlendum og hálendum íslands, ásamt Gísla á Uppsölum, verði vistaðar í Brusssel, sem samevrópskt kjaftæði og stjórnað þaðan, til greifingar, eftir duttlungum blýantsnagandi drullusokka, sem ekkert finna sér þarflegra til daglegra verka, en gera lífið nánast ´óbærilegt, undir þeirra regluverki? Til hvers flaugstu FRÚnni öll þesssi ár?

Hvur fjandinn kom eiginlega yfir þig, maður?

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.3.2015 kl. 01:26

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stórríkið":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 01:30

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 01:31

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 01:32

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Það er nú allt "fullveldið".

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 01:34

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.

Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna, þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.

Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna."

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 01:39

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 01:43

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002


Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 01:44

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 01:45

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Lög og reglugerðir sem gilda um innflutning dýraafurða:

Reglugerð nr.
1043/2011 um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins."

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 01:45

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 01:46

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt af aðildarríkjum Staðlasamtaka Evrópu (CEN).

"The National Members of CEN are the National Standards Organizations (NSOs) of the European Union countries plus three countries of the European Free Trade Association (EFTA) [Ísland, Noregur og Sviss]."

"The 31 National Members of CEN work together to develop voluntary European Standards (ENs).

These standards have a unique status since they also are national standards in each of its 31 Member countries."

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 01:48

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 01:49

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 01:51

20 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Jón Steinar: Þú átt væntanlega við Leiðtogaráð Evrópusambandsins (á ensku: European Council). Sú stofnun sem við köllum Evrópuráðið (e. Council of Europe) og erum  stofnaðilar að er allt annað apparat og kemur ESB ekkert við. 

Ómar: Varðandi PR klúðrið mætti líka nefna lekamálið. Þar voru greiddar á þriðju milljón fyrir ráðgjöf í almannatengslum, en árangurinn var svipaður og í byssumálinu, sem aldrei hefði orðið neitt fár útaf ef menn hefðu komið hreint og heiðarlega fram. Við erum farin að venjast þessum fíflagangi en þegar pylsusalinn úr Skagafirði gerir okkur að athlægi út um alla Evrópa er gamanið farið að kárna.

Sæmundur G. Halldórsson , 15.3.2015 kl. 04:06

21 identicon

Hvað er flókið við þetta Ómar?

„The Government of Iceland has no intentions to resume accession talks. Furthermore, any commitments made by the previous Government in the accession talks are superseded by the present policy. In light of the above it remains the firm position of the Government that Iceland should not be regarded as a candidate country for EU membership and considers it appropriate that the EU adjust its working procedures accordingly.“

Ekki er annað að sjá en það sé "bjargföst" afstaða ríkisstjórnarinnar að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki og hún telji viðeigandi að ESB aðlagi verkferla sína að þeirri staðreynd.   Mér er ómögulegt að lesa annað út úr þessu en að vilji ríkisstjórnarinnar standi til þess að ESB taki landið af lista umsóknarríkja. Hvað ESB gerir er svo að vissu leiti þess mál.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 08:42

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er þingræði og ríkisstjórnin er ekki Alþingi.

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 08:49

23 identicon

Þingræðið felst í því að Alþingi setur lög, það felst ekki í viljayfirlýsingum Alþingis til þess föllnum að komast framhjá höfnunarvaldi forseta!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 09:21

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Skýringar við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Þorsteinn Briem, 15.3.2015 kl. 09:41

25 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég verð svo djarfur að láta þessa bloggfærslu mína fljóta með sem athugasemd nr.25 því ein og sér þá var færslan horfin af bloggflokka skjánum eftir einungis 15 - 20 mínúntur, en hér er hún:

Ómar Ragnarsson og allar athugasemdirnar.

Skemmtilegar og litríkar bloggfærslur þúsundþjalasmiðsins Ómars Ragnarssonar líða að mér finnst fyrir fjölmargar athugasemdir og útskýringar Steina Briem, þó segja megi auðvitað að þær gagnist þeim báðum við kynningu og útbreiðslu.

Það hefur óneitanlega hvarflað að mér að um einhverskonar persónuleika röskun sé að ræða, líkt og þekkt dæmi eru um, sbr. Dr. Jekyll og Hr. Hyde.

Enn nærtækar væri þá auðvitað að nefna vingjarnlega fræðimanninn Dr Fornleif, sem oft tjáir sig hér á blogginu og síðan myrku hliðina á honum sem birtist í líki hins orðljóta og hefnigjarna öfgamanns Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar.

Nú er ég síður en svo að halda því fram að Steini sé í raun einhver dulin hlið á Ómari, heldur álít ég fremur að um annarskonar truflun sé að ræða og er mér þar einmitt hugsað til tvíeykisins Skugga-Sveins og Skræks, en sá síðarnefndi át einatt upp og endurtók allt fyrirmyndin sagði.

Jónatan Karlsson, 15.3.2015 kl. 12:29

26 identicon

@24 Alþingi veitti ólöglegt umboð til umsóknar, léleg rök að tala þá um í framhaldinu að afsögn umsóknar sé umboðslaus.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 12:41

27 identicon

Sæll Ómar.

Umhugsunarvert að menn hjá Evrópusambandinu
skildu strax að ferli þessu væri lokið.

En Íslendingar leika þann leik undir stjórn
spunameistara og aðallega ríkisútvarpsins að kalla fram eins marga álitsgjafa um efnið og
kostur er í því augnamiði að gera sem flesta hringlandi
vitlausa í því hvernig málin standa.

Það er hvimleitt til lengdar að fylgjast með hálvitagangi
af þessari stærðargráðu, ólíkindalátum og niðurdrepandi ofleik.

Húsari. (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 14:22

28 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á lista yfir "álitsgjafana":

Gunnar Bragi Sveinsson sem hefur haldið málinu í fjóra daga flöktandi út og suður og í sveiflum til og frá jafnvel sama daginn, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. 

Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Einar Kr. Guðfinnsson forseti Alþingis telja að bréfið fræga breyti engu varðandi gildandi þingsályktun frá 2009 og þess vegna þurfi ekki að taka það til umræðu á Alþingi. 

Og síðan eru þessi nöfn meðal þeirra, sem eru á lista yfir þá sem hafa gagnrýnt málsmeðferðina: 

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgnublaðsins, Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra hans, Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og Ragnheiður Ríkarðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Við þetta fólk má auðvitað alls ekki tala, heldur eiga fjölmiðlar að haga sér eins og Pravda í Sovét í gamla daga og birta aðeins eina skoðun.  

Ómar Ragnarsson, 15.3.2015 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband