Verður hægt að fyrirgefa ömurlegan vetur? Já!

Ekki verður fjölyrt um það hvað flestum finnst veturinn í vetur hafa verið ömurlegur með sínum metlægðagangi og illviðrum. 

En ekki þarf annað en að líta á kort yfir meðalloftþrýsting á jörðinni til að sjá að í janúar er dýpsta lægðin á jörðinni suðvestur af Íslandi og fyrir norðvestan landið næst hæsta hæð jarðar. 

Sem þýðið einfaldlega mestu átök á milli hæðar og lægðar og mestu storma á jarðarkringlunni hvern meðal vetur.

Svona veðurlag ætti því að vera okkur Íslendingum hversdagslegt og gagnslaust að kvarta yfir því á meðan maður kýs að eiga hér heima. 

En það er alger sólmyrkvi ekki, samanber það að í júlí verður liðið 61 ár frá síðasta myrkva.

Að horfa á sólmyrkva við bestu aðstæður er einfaldlega einstök og ómetanleg upplifun. 

Og þegar þetta er skrifað, í dagrenningu, er ekki annað að sjá en að upp sé að renna annar af tveimur dögum síðustu fjóra mánuði með logni og heiðskíru veðri!

Eða eins og sagt var í gamni við fólk þegar það fór út úr húsi á slíkum degi fyrr í vikunni: "Passaðu þig að detta ekki ef þú ferð út, - það er logn".

Á okkar landi er getur það ekki flokkast nema undir einstaka heppni ef þorri þjóðarinnar getur horft á sólmyrkva við bestu veðurfræðilegu aðstæður meðan enn telst vera vetur á almanakinu.

Verður þá ekki hægt að fyrirgefa ömurlegan vetur? Jú, að hlýtur að vera. Hvílík dýrð, hvílík dásemd! 


mbl.is Sólmyrkvinn sýndur í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fátt er hér um Drottins dýrð,
djöfuls veðravíti,
við ljótar sjalla lygar býrð,
Lúsífers horngrýti.

Þorsteinn Briem, 20.3.2015 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband