Fullkomnuð sköpunarverk blasa við í Holuhrauni.

Vindgerðir snjóboltar eru skemmtileg náttúrufyrirbrigði en endast skammt. Öðru máli gegnir um þau sköpunarverk sem nú blasa við fullkomnuð í Holuhrauni. Holuhr. Stóri gígur úr NA. 2.4.15

Í gær var mynd af einu þeirra á facebook sem tekin var í myndatökuferð á TF-ROS í gær, afar fallegur lítill gígur syðst í gígaröðinni, sem gæti þess vegna verið einn af gígunum, sem mynduðust í gosinu 1797. 

20 kílómetrum austar viðKverkfjallaleið er hringlaga gígur, sem ber nefnið Stjaki. 

Kannski mætti kalla þennan gíg Stút?Holuhraun. Tröð. 2.5.2015

Myndin, sem birt er hér, er hins vegar af stóra gígnum, sem varð til við það að nokkrir gígar virtust sameinast í einn langan og mikinn. 

Það er tignarlegt að horfa til vesturs eftir hrauntröðinni sem myndaðist til austurs út úr þessum gíg og stærsti hluti hraunsins myndaðist úr straumnum úr henni. 

Góður hiti er í hrauninu austast í því og standa miklir gufustrókar upp úr því. 

Herðubreið tók sig vel út í gegnum mekkina í gær. Holuhr.Gufur og Herðubreið.

Í fréttum Sjónvarpsins verður væntanlega greint frá stöðunni þarna með myndum úr ferðinni í gær. 


mbl.is Vindgerðir snjóboltar á Sauðárkróki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband