"Hið kalda hjarta hafanna" ?

Fyrir tæpum tuttugu árum var varpað ljósi á gríðarlega langan og öflugan hafstraum sem hlykkjaðist eins og hringekja um Atlantshaf endilangt og austur á Indlandshaf. 

Hinn hlýi Golfstraumur er heitur yfirborðsstraumur sem greinist í nokkrar greinar á Norður-Atlantshafi. 

Tvær greinar skiljast frá honum á Norður-Atlantshafi.

Önnur fer norður með vesturströnd Grænlands rétt norður fyrir Nuuk, en upp að suðurströnd Íslands og leggst norður með vesturströndinni og austur fyrir Horn.

Að öðru leyti fer stór hluti straumsins norður með vesturströnd Noregs allt norður fyrir Nord kap. 

Þessum straumum er það að þakka að byggilegt er á Grænlandi, Íslandi og í norðurhluta Noregs. 

Þegar straumurinn kólnar við endimörk hans, sekkur hann niður undir sjávarbotn og streymir þar til baka. 

Ef mikið magn af tæru bræðsluvatni berst út á Norður-Atlantshaf og Íshafið vegna hlýnunar loftlags, sem bræðir jöklana og hafísinn, er það léttara en saltvatnið og veldur því truflunum á Golfstraumnum og veikingu hans. Og veikingar virðist nú vera farið að gæta samkvæmt mælingum. 

Það aftur á móti veldur kólnun á veðurfari á þeim slóðum þar sem Golfstraumurinn hefur veikst, jafnvel nýrri ísöld á því svæði. 

Af þessum sökum vara margir vísindamenn við því að maðurinn standi fyrir stórfelldri og hraðri breytingu á samsetningu lofthjúps jarðar, sem geti valdið ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það sé óábyrgt og varasamt að rugga um of þeim báti, sem allt mannkynið er í.  

Í sumum tölvulíkönum af breytingunum kom strax fram fyrir 20 árum, að þótt loftslag hlýni að meðaltali á jörðinni geti lofstlagsbreytingarnar valdið svæðisbundinni kólnun, til dæmis því að svalara og rakara veðurlag verði við Norður-Atlantshaf. 


mbl.is Hefur sjávarkuldi áhrif á sumarið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

En ánægjulegt fyrir okkur á Íslandi, eða þannig.

Það er samsagt hætt að vera gott veður á Íslandi líkt og við höfum kynnst nú í vetur.

Við eigum við eigum því ekki von á góðu í sumar, enn eitt sumarið með svölu, vætusömu og sólarlitlu sumari.

Það verður því ekki búandi á Íslandi í náinni framtíð og því best að pakka saman og flytja á hlýrri slóðir.

Veturliði Sumarliðason (IP-tala skráð) 6.4.2015 kl. 01:11

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ekki eins og þetta hafi ekki gerst áður... Uppsöfnun á vatni frá fljótum Alaska valda hækkun sjávarborðs í norður íshöfum. Líkt og þegar blásið er í blöðru, undir vatni, vatnið þarf það að fara eitthvert á endanum.

Þetta er ekkert nýtt og kemur til með að gerast amk. einu sinni á öld. Vandamálið er að það veit enginn hvernig þetta var fyrr en fyrir einhverjum... tja 100 árum max. Sagan segir að þetta hafi verið meira eða minna óbyggilegt á þeim tíma.

En það er samt til ýmislegt á vef Veðurstofunnar s.s.:

http://www.vedur.is/loftslag/loftslag/landnam

Ef það er bara búið að mæla ákveðna hluta eftir 1980 og það er verið að búa til líkön eftir þeim mælingum, hvað þá?

Flott hækkun eftir 1980 ekki satt?

Sindri Karl Sigurðsson, 6.4.2015 kl. 01:17

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Svona til einföldunnar:

"6. Breytingar á brautarþáttum jarðarinnar

Breytingar á möndulhalla, sólnándarreki og hringviki eru litlar á 1000 ára tímakvarða, en hafa þó þróast þannig að til lítils háttar kólnunar leiðir á norðurhveli. Í upphaflegum greinum Mann og félaga (1998,1999 [29, 30]) um hitafar síðustu 1000 ára voru þessar breytingar taldar aðalorsakaþáttur kólnunarinnar eftir 1100 fram undir okkar daga."

Og einhverntíma réttir hún úr sér aftur...

Sindri Karl Sigurðsson, 6.4.2015 kl. 01:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvað verður þá um makrílinn og Norðfjörð?!

Þorsteinn Briem, 6.4.2015 kl. 01:30

6 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Og Ísland er á leiðinni norður í Íshaf.Færðist um heila 32 cm í vetur, norður á við. Maðurinn getur ekki breytt gangi náttúrunnar. .

Stefán Þ Ingólfsson, 6.4.2015 kl. 11:39

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rangt, Stefán. Maðurinn getur haft árhrif á gang náttúrunnar og hefur gert það í aldir og árþúsund. Jarðvegseyðing í Mesópótamíu (Írak), Fönikíu (Líbíu) og Kasakstan var af mannavöldum. Sömuleiðis í San Jóakim dalnum í Kaliforníu og á Íslandi.

Maðurinn heldur áfram að eyða skógum jarðar, menga höfin og breyta samsetningu lofthjúpsins á stórfelldan hátt með því að dæla út í hann koldíoxíði sem nú er orðið það mesta í 800 þúsund ár og fer enn hratt vaxandi.

Besta laxveiðiá landsins, Sogið, og urriðinn þar og í Þingvallavatni, voru rúnar fiski af mannavöldum, Rauðhólarnir voru eyðilagðir að mannavöldum og stærsta eyðilegging gróðurlendis á Íslandi í einu vetfangi var framkvæmd með Blöndulóni og Hálslóni, alls 80 ferkílómetrar í drekkingu lands undir þessi tvö lón.

25 kílómetra langur og 180 metra djúpur dalur verður fylltur af drullu innan við Kárahnjúka auk annarra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa allt frá Brúaröræfum til sjávar í 150 kílómetra fjarlægð. 

Sum af svona "afrekum" okkar Íslendinga hefa verið unnin af brýnni nauðsyn, svo sem virkjanirnar í Soginu. Bretum er ævinlega kennt um það hvernig fór fyrir Rauðhólunum en hið sanna er, og það þekki ég glöggt, því að faðir minn starfaði við það ásamt fleiri vörubílstjórum að aka þaðan rauðamöl, að Íslendingar notuðu ekki meira af þessari möl í aldarfjórðung en Bretar í eitt ár frá 1940 til 41.  

Ómar Ragnarsson, 6.4.2015 kl. 17:03

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið, innsláttar villa. Síðasta setningin á að hljóða svona:

"...að Íslendingar notuðu mun meira af þessari möl í aldarfjórðung en Bretar í eitt ár, frá frá 1940 til 1941. 

Ómar Ragnarsson, 6.4.2015 kl. 17:06

9 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll.

#5 Makríllinn kemur og fer, hann er með sporð og notar hann til ferðalaga. Ég hef litlar áhyggjur af Norðfirði, hann er afmarkaður af gersamlega jarðföstum fjöllum og mun ei hverfa eitt né neitt.

Rauðamölin er undir Reykjavíkurflugvelli og gömlu braggahverfunum. Ég man ekki betur en að hún sé líka undir húsinu sem ég ólst upp í og það er í Garðabæ.

Hvar er sauðkindin í þessari gróðureyðingarupptalningu? Nú hefur heiðagæsin tekið við af henni. Aldrei fleiri til á landinu eftir Hálslón... Og menn sögðu hana hverfa af svæðinu... Gaman að bera saman orð fræðinga og heimamanna á þessum slóðum og sjá síðan hvor hafði rétt fyrir sér.

Ekki misskilja mig samt, ég er alls ekki á móti umhverfisvernd og hugsun, það má bara passa sig í því að sjá ekki skóginn fyrir trjánum.

Mér fannst til að mynda mjög gaman að keyra eftir flugbrautinni við Sauðá, þó að það hafi verið búið að mála steinana til að afmarka brautina. Enda skil ég tilganginn.

Sindri Karl Sigurðsson, 6.4.2015 kl. 18:37

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef sjór er óvenju kaldur, þá til skemmri tíma gæti þetta bundið enda á framrás makríls N-V eftir.

Þau gætu þá orðið dýrkeypt mistök framsóknarmanna að semja ekki í fyrra.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2015 kl. 19:51

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er gott ef Sindri Karl Sigurðsson hefur ekki áhyggjur af því að engum makríl verði landað á Norðfirði, þar sem hann hefur sjálfur búið.

Við Norðfjörð er bær sem kallaður er Norðfjörður en Sindri Karl Sigurðsson heldur greinilega að hann sé fjöll, enda kemur hann af fjöllum þegar sá bær er nefndur.

Og þar sem Sindri Karl Sigurðsson hefur nú komist að því að makríllinn er með sporð sem hann notar til ferðalaga hefur hann vonandi einnig uppgötvað að þrátt fyrir að Norðfirðingar hafi engan sporð geta þeir flutt frá Norðfirði, sem byggist á sjávarútvegi, eins og bærinn Reyðarfjörður gerði áður en hann missti mikinn aflakvóta.

Þorsteinn Briem, 6.4.2015 kl. 20:56

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.3.2013:

"Aðspurð hvort hún sé ennþá ánægð með Kárahnjúkavirkjun og þær ákvarðanir sem hún tók sem iðnaðarráðherra á sínum tíma segir Valgerður Sverrisdóttir:

"Ég ætla ekki að svara því, er löngu hætt í pólitík."


Valgerður var þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 1987-2009, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1999-2006, utanríkisráðherra 2006-2007 og formaður Framsóknarflokksins 2008-2009."

Valgerður Sverrisdóttir: "Ég ætla ekki að svara því, er löngu hætt í pólitík"

Þorsteinn Briem, 6.4.2015 kl. 21:08

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.

Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.

Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.

Þorsteinn Briem, 6.4.2015 kl. 21:21

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Fljótsdalsstöð fer fram raforkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar, afl stöðvarinnar er 690 MW og raforkan fer öll til álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði.

Þorsteinn Briem, 6.4.2015 kl. 21:22

15 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Já jarðfast er það ekki bý ég á firði. Bjargfast er sumt en svo að þú vitir það þá er kvóti Reyðarfjarðar á Norðfirði, en þér er örugglega slétt sama hvar hann er.

Kaupstaðurinn heitir Nes, svona svipað og Borðeyri og Búðareyri, nöfn sem enginn veit hvar eru staðsett, nema að hafa ánægju af vitneskju, eða búi í nærumhverfinu.

Held þú ættir að fletta upp gæsum og kindum og bera þessar tvær grasætur saman, t.d. jurtaát pr. fót.

Raforka Kárahnjúkavirkjunnar fer ekki öll til Reyðarfjarðar. Stór hluti af henni fór á SV hornið síðasta vetur og fram á sumar vegna vatnsskorts í lónum fyrir sunnan. Svo rammt hvað að bræðslur hér fyrir austan voru ýmist á rafmagni eða olíu.

Sindri Karl Sigurðsson, 6.4.2015 kl. 21:37

16 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Smá viðbót.

Ef menn eru svo þumbaralegir í sínum skoðunum að sjá ekki það að bara það eitt, að raforkuvæða fiskimjölsiðnaðinn sparar þjóðarbúinu milljónir lítra af olíu á ári. En eru síðan að kvarta yfir því að það þurfi að flytja þessa orku á milli landshluta með fáeinum vírum um óbyggðir.

Minnir mig á bókina um Lukku Láka, Söngvírinn...

Sindri Karl Sigurðsson, 6.4.2015 kl. 21:43

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Við Norðfjörð er bær sem kallaður er Norðfjörður ..."

Þú veist náttúrlega ekki hvað það er að vera kallaður eitthvað, Sindri Karl Sigurðsson.

Ég heiti Þorsteinn en er kallaður Steini.

Og þú heldur náttúrlega að Norðfjörður sé svo ljótur að engir hafi komið þangað nema Norðfirðingar.

Ef raforkan frá Kárahnjúkavirkjun færi ekki öll til álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði gæti hún að sjálfsögðu nýst mörgum öðrum bæjarfélögum allt árið og til að mynda fiskimjölsverksmiðjum.

Og ekki veit ég hvað þú ert að gapa hér um einhverjar rollur.

Þorsteinn Briem, 6.4.2015 kl. 22:11

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 6.4.2015 kl. 22:20

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Og álverin hér á Íslandi eru ekki að fara úr landi, enda orkuverðið lágt til stóriðju.

Þorsteinn Briem, 6.4.2015 kl. 22:23

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið hér á Íslandi undanfarin ár meðal annars vegna þess að gengi íslensku krónunnar var alltof hátt og ekki innistæða fyrir þessu háa gengi.

23.3.2015:

"Árið 2001 spáði Vil­hjálm­ur Bjarna­son þingmaður og þáver­andi sér­fræðing­ur hjá Þjóðhags­stofn­un því að hingað til lands myndi koma um ein millj­ón ferðamanna árið 2016 ... en tal­an fékkst meðal annars með því að fram­reikna þá fjölg­un sem varð á ferðamönn­um milli ár­anna 1990 og 2000."

Spá­in reynd­ist nærri lagi

Þorsteinn Briem, 6.4.2015 kl. 22:25

21 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég gapi ekki eitt eða neitt Steini.

Þú getur einfaldlega ekki svarað því sem ég er að segja, málefnalega. Það er nú bara það.

Sindri Karl Sigurðsson, 6.4.2015 kl. 22:38

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Er búinn að svara hér öllu málefnalega sem þú ert búinn að gapa hér um, Sindri Karl Sigurðsson.

Þorsteinn Briem, 6.4.2015 kl. 22:53

23 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Jæja það er nú gott.

Hér er lesefni handa þér:

http://sw.swapp.lausn.is/doc/2905

http://sw.swapp.lausn.is/doc/2909

Og síðan í framhaldi af gæsum, sem áttu víst að deyja út eftir byggingu stíflunnar:

http://www.sjalfbaerni.is/austurlandsverkefnid/sjalfbaernimaelingar/umhverfi/i2.21i-heidagaesir/

http://www.sjalfbaerni.is/media/visar/austurland/umhverfi/LV-2014-096-Ahrif-Karahnjukavirkjunar-a-gragaesir.pdf

Varðandi rollurnar þá er ég að benda á að ein lambá er ekki ósvipuð í ágangi gróðurs og hver önnur heiðagæsafjölskylda.

Sindri Karl Sigurðsson, 7.4.2015 kl. 00:08

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú heldur náttúrlega að rollur þurfi endilega að koma í staðinn fyrir gæsir, Sindri Karl Sigurðsson.

Þar að auki hef ég ekki minnst hér á einhverjar gæsir og rollur, nema þá til að spyrja hvern fjandann þú værir að gapa um þær við undirritaðan.

Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband