Ósköp venjulegt hitafar á þessum árstíma.

Undanfarnar vikur og mánuði hafa fréttir og umræða um veðrið verið á þann veg hér á landi, að halda mætti að sérstök kuldatíð hafi verið. 

Tölur um meðalhita gefa það ekki til kynna. 

Svo að vikið sé að apríl, er frávikið í Reykjavík aðeins 0,4 stig og á Akureyri var hitinn 1,4 stigum hærri en í meðalári.

Sífellt er snjókomu ruglað saman við hitafar og dregin sú ályktun, að sé snjókoma mikil og þar með stórhríðar og snjóalög, sé það merki um óvenjulegan kulda.

En þegar litið er til þess að þar sem snjókoman og snjóalögin hafa verið mest að undanförnu, á norðanverðu landinu, hefur meðalhitinn samt verið hærri en í meðalári, er ástæðan sú, að ásamt hlýrra veðurfari á þessu svæði hefur verið meiri úrkoma en í meðalári og að vetrarlagi fellur hún sem snjór.

Ég minnist nokkurra ferðalaga vestur á Snæfellsnes til skemmtana 1. maí hér í gamla daga þar sem ófærð var á fjallvegum. Meðalhitinn um mánaðamót apríl-maí er á Akureyri 3,5 stig og 4,5 stig í Reykjavík.

Ekki þarf annað en einn til tvo daga með kólnunarsveiflu upp á 2-3 stig til þess að það snjói.   

 


mbl.is Bjart fyrir sunnan - kalt fyrir norðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Undanfarnar vikur og mánuði hafa fréttir og umræða um veðrið verið á þann veg hér á landi, að halda mætti að sérstök kuldatíð hafi verið."  Nei, talið hefur snúist um þau óvenjumörgu illviðri sem gengið hafa yfir í vetur. Fréttir eins og:--- "39. lægðin frá 1. nóvember gekk yfir landið í dag og sú 40. er á leiðinni."--- Hitastigið hefur ekki verið neitt sérstaklega í umræðunni.

Espolin (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 13:27

2 Smámynd: Már Elíson

Það var ákkúrat sama veður 1. og 2.maí í fyrra: Sólríkt gluggaveður, A7, 6-7° hiti, sama á laugardegi þann 3. nema þungbúið, skýjað/sól 10-12°hiti þann 4.maí....o.s.frv. (Held veðurdagbók, síðan 1972) - Ekkert nema venjulegt á þessum tíma á Íslandi.

Már Elíson, 2.5.2015 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband