Ógn við Höfn í Hornafirði.

Höfn í Hornafirði stafar ógn af tveimur atriðum varðandi hlýnun loftslags. 

Vegna þynningar og minnkunar Vatnajökuls rís land það hratt í Hornafirði, að hækkun sjávar á heimsvísu vegur það hvergi nærri upp. 

En einnig veldur bráðnun jökulsins því að aurframburður ánna, sem koma úr honum, verður meiri en áður var. 

Hvort tveggja er nú að koma fram í innsiglingunni í gegnum Hornafjarðarós. 

Við þessu verður líklega brugðist með notkun sanddæluskipsen það er líklega jafn mikið eilífðarverkefni og dæling úr Landeyjahöfn og hugsanlega erfiðara þarna fyrir austan þegar fram í sækir. 

Sjávarútvegur hefur verið burðarás byggðarinnar á Höfn, en á síðustu árum hefur ferðaþjónustan sótt mjög í sig veðrið þar, enda umhverfið allt stórbrotið og í raun mesta jöklasýn, sem nokkur bær á landsbyggðinni getur stært sig af. 

En engu að síður yrði það mikill missir fyrir byggðarlagið af ekki yrði hægt að komast inn og út úr höfninni á stórum skipum, og hluti af ferðaþjónustunni byggist líka á siglingum með hvalaskoðunarfólk, sem byggist á brautryðjendastarfi fyrir bráðum aldarfjórðungi sem þá var kallað "geimórar" og "fullkomin vitleysa." 


mbl.is Höfin þenjast hraðar út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Höfn og Landeyjarhöfn eru ólíkar að því leiti að Höfn en náttúruleg, enda heitir staðurinn Höfn frá upphafi byggðar. Málið er með stærri skipin eins og með Landeyjahöfn. Knerrir fljúga þarna fram og til baka og munu væntanlega gera um ókomna tíð. Eða þannig, því ókomin tíð er voða löng og ekkert vitað um hana :)

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 22:42

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er svo fráleit að það tekur engu tali Ómar.

Dýpi ósa er ekki neinu samhengi við hæð sjávar til lengri tíma. Straumar forma land. Í ósum ræðast dýpi að heita má eingöngu af efnisflutningum vegna straumanna. nokkrir millimetrar til eð afrá í meðalhæð sjávar skipta þar engu máli.

Ef aurburður eykst, eykst líka straumur úr ósnum og því getur ósinn allt eins dýpkað samfara minnkun jökla.

Ég spyr . Hvað tilgangi þjóna svona rugl hrakspár ?

Guðmundur Jónsson, 16.5.2015 kl. 11:28

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðmundur þú snýrð meiningu Ómars gersamlega á haus. Ómar segir ekki að hækkun sjávar valdi minna dýpi í ósnum heldur þvert á móti segir hann að landið rísi meira en hafið. Því veldur massaminnkun Vatnajökuls, sem aftur valdi meiri sandframburði ánna. Ég sé ekki betur en að þið séuð sammála.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.5.2015 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband