Skortir skilning og rétt nöfn á virkjanaflokki, biðflokki og verndarflokki.

Það er til marks um ónákvæma og villandi orð yfir hugtök varðandi náttúruvernd, að neyðst skuli til að gefa flokkunum þremur í Rammaáætlun önnur nöfn hér að ofan en notuð eru þar á bæ. 

Ástæðan er sú að þar er virkjanaflokkurinn kallaður nýtingarflokkur og þar með gefið í skyn að engin nýting geti falist í því að láta náttúruna óhreyfða eins og gert er í verndarflokki. 

En það er alrangt og er nýting og gildi Gullfoss gott dæmi um það. Þess vegna væri raunar réttast að nota heitin orkunýtingarflokkur, biðflokkur og verndarnýtingarflokkur. 

En þessi heiti er löng og því verða heitin virkjanaflokkur, biðflokkur og verndarflokkur notuð hér á bæ, nema önnur betri finnist. 

Í rökræðum um flokkana þrjá ríkir almennur skortur á skilningi á mismunandi eðli þessara þriggja flokka. 

Lagt er að jöfnu að setja svæði í þessa þrjá flokka. En það er svo sannarlega öðru nær. 

Þegar svæði er sett í virkjanaflokk er hér á landi langoftast að ræða um aðgerð með óafturkræfum umhverfisáhrifum og þar að auki nær alltaf neikvæðum áhrifum.

Gott dæmi er Kárahnjúkavirkjun, en varðandi hana eða virkjun Jökulsár á Fjöllum eru neikvæð og óafturkræf áhrif eru þau mestu, sem hægt hefur verið að framkvæma hér á landi.

Ákvörðun um virkjun með óafturkræfum umhverfisáhrifum verður aldrei hægt að draga til baka heldur munu milljónir Íslendinga sitja uppi með þá röskun sem hún veldur.

Ef svæði er sett í verndarflokk er hins vegar ekki um óafturkræfa gjörð að ræða, því að tæknilega hefur hver kynslóð framtíðarinnar möguleika á að virkja.

Svipað er að segja um biðflokk.

Þetta er aðalatriðið þegar sýndur er hinn einbeitti brotavilji gegn íslenskri náttúru sem nú er ætlunin að framkvæma í hernaðinum gegn landinu og gegn eðlilegri og lögbundunni umfjöllun og niðurstöðu verkefnanefndar Rammaáætlun. 

Þess vegna er þetta mál svona stórt og raunar allt annars eðlis en ef svæði hefðu verið færð úr virkjanaflokki í biðflokk eða verndarflokk. 


mbl.is Málsmeðferðin er ámælisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mál væri í fullkomnri sátt ef Svandís hefði haldið sig við þessar reglur í sinni ráðherratíð

Grímur (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 20:57

2 identicon

Rökstyddu þetta nánar, Grímur.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband