Verst að þetta kemur ekki í ljós hjá sumum fyrr en of seint.

Margra mánaða tafir á rannsóknum og aðgerðum vegna alvarlegra og banvænna sjúkdóma þurfa ekki endilega að þýða það fyrir hvern og einn að í ljós komi, að vegna tafarinnar verði of seint að bregðast við þegar biðlistarnir klárast, kannski einhvern tíma í haust.

Ég er einn af þeim sem eru á biðlista vegna fyrirskipaðrar ómskoðunar á þriggja mánaða fresti og er í hópi þeirra sem hugsar sem svo að líkurnar á því að töfin valdi því að skoðunin verði framkvæmd of seint séu það litlar að mestar líkur séu á að ég sleppi.

Það verði bara einhverjir aðrir sem verði óheppnir.

En þessi hugsunarháttur er ein algengasta orsök ófara í lífinu: Þetta kemur ekki fyrir mig heldur einhvern annan.

Og þegar mörg þúsund manns bíða í marga mánuði kemur út köld tala, byggð á upplýsingum úr heilbrigðiskerfinu sjálfu, um fjölda látinna vegna tafa á aðgerðum eftir að listarnir verða loks kláraðir. 

Og flestir sem verða fyrir þessu, hugsuðu allan biðtímann sem svo að það yrðu ekki þeir heldur einhverjir aðrir.

Í flestum tilfellunum, sem upp koma um síðir, var ekki hægt að sjá það fyrirfram hvort eða hve lengi sjúkdómurinn, krabbinn eða annað, myndi hinkra við.

Og eftir á verður um seinan að gera það sem hefði verið hægt að gera miklu fyrr.  

Og síðan má ekki gleyma því að margir eru í þeirri aðstöðu að á þá er lögð mikil andleg pressa og sálarkvöl vegna óvissunnar um ástandið hjá þeim.

Ég játa, að kannski hef ég skrifað aðeins öðruvísi um þetta mál ef ég væri ekki í hópnum sem bíður vegna frestunar á nauðsynlegri meðferð. Ég veit það ekki og það skiptir ekki máli, heldur heildin, þúsundirnar.  

Ég studdi lækna eindregið í kjaradeilu þeirra af þeim ástæðum að líf og heilsa landsmanna eru í veði ef læknaflótti úr landinu heldur áfram í sama mæli og hingað til.  

En í þessu tröllaukna biðlistamáli er ekki hægt að láta sem ekkert sé. Líf og heilsa eru í veði. Þúsundirnar bíða áfram í nagandi óvissu. Eins og er, er kannski ekkert komið í ljós sem bendir til ótímabærra dauðsfalla enn sem komið er.

En hættulegt er að staldra við það tímabundna ástand til þess eins að uppgötva síðar og þá of seint hvað hin ískalda tala verður há: Tala látinna.

Við höfum lög og reglur í landinu um beitingu verkbanna og verkfalla þar sem ýmsir hópar eru undanskildir vegna sérstöðu sinnar. 

Sem betur fer eru slíkar reglur líka í heilbrigðiskerfinu. En ofangreint ástand er augljóslega orðið til vegna mistaka, sem gerð voru á sínum tíma og þarf að leiðrétta.

Um mistök gildir það að allir geta gert mistök, en aðalatriðið er að leiðrétta þau.  


mbl.is „Verkföll hljóta að vera þrautalending“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau eru orðin mörg augljós mistökin sem hafa verið gerð undanfarna áratugi.

Að þau augljósu mistök verði leiðrétt frekar en fyrri daginn, er augljóslega einstök draumhyggja.

Meirihluti íslensku þjóðarinnar slær hausnum við steininn og neitar að viðurkenna að N-kóreiskar aðferðir eru notaðar til að móta þjóðina í átt að fyrirtækjafasisma, einkavæðingu auðlinda Íslands og um leið samþykkja afþjóðavæðingu, afnámi fullveldi þjóðarinnar.

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 16.5.2015 kl. 02:36

2 identicon

Fíflaskapurinn var ekki að muna að fyrirtæki bera kennitölu líkt og fólk og því mun ávöxtur ákvæði nýrrar stjórnarskrár ef þau verða að veruleika, um jafnræði óháð búsetu í heiminum nauðga ábúendum íslensku þjóðarinnar svo blóðugt í rassgatatið óháð þjóðerni eða litarhætti.

Kannski má finna jafnræði þar ...

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 16.5.2015 kl. 02:56

3 identicon

Nýjustu radiation oncology tækin frá Varian kosta allt í 400 milljónir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.5.2015 kl. 09:32

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kaldur peningalegur útreikningur á meðalvirði hvers mannslífs er 200 milljónir. 

Ómar Ragnarsson, 16.5.2015 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband