Tek undir með Giljagaur, kollega mínum.

Ég/Gáttaþefur tek undir með Davíð Oddssyni/Giljagaur að jólasveinavinnan hafi verið eitt það mest krefjandi, sem ég hef starfaði við á ævinni.  

Þessa fáu daga, sem jólaböllin stóru voru haldin, þurfti yfirleitt að fara á um það bil fjögur til fimm jólaböll eftir hádegið og þegar mest var að gera, þriðja í jólum 1967, voru jólaböllin sjö, því að tvö þeirra voru suður í Keflavík, annað klukkan ellefu og hitt klukkan eitt!

Kvöldið áður hafði ég ekið norður á Sauðárkrók í ófærð og slæmu veðri til að skemmta þar og brotist yfir Holtavörðuheiði um nóttina og mátti þakka fyrir að ná til Keflavíkur.

Svaf aðeins í 20 mínútur þá nótt og fór beint af síðasta jólaballinu til upptöku á Áramótaskaupinu 1967 þar sem hreinlega slokknaði á mér um miðnæturbil í lok upptöku.  

 

Atriði Gáttaþefs var nokkurs konar aerobikk atriði eins og til dæmis lagið Gekk ég yfir sjó og land, þar sem klapplandið, stapplandið, hopplandið og hlauplandið fólust í brjálæðislegri útfærslu á þessum gerningum og hlaupið var í loftköstum á útopnu um allan sal.

Á hverju jólaballi datt ég minnsta kosti einu sinni og stundum mörgum sinnum á rassinn sem hafði í för með sér æ aumari rass á hverju kvöldi. 

1969 var Iðnórevían í gangi þessi kvöld og í henni datt ég líka á rassinn oftar en einu sinni. 

Á þrettándakvöldi þegar ég datt þar á rassinn í á að giska hundraðasta skiptið þá vikuna, gat ég ekki staðið upp aftur, því að hárgreiða, sem ég hafði í rassvasanum, hafði smám saman skorið sig í gegnum rasskinnina!

Líkast til er ég eini maðurinn á Íslandi sem hefur slitið á sér rassgatið!

Ég varð að staulast við hækjur næstu daga á eftir og blóðið úr "glóðarrassinum" (nýyrði, samanber glóðarauga) dreifðist niður hægri fótinn svo hann varð allur helblár! 


mbl.is Davíð Oddsson var eitt sinn jólasveinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Hmmmmmmm......Bíddu nú aðeins...Hvað varstu að gera með hárgreiðu....?..cool

Már Elíson, 20.5.2015 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband