Tímamót í flugsögu Íslands?

Með því að mæla stærð manns, sem stendur upp við mannlausu flugvélina, sem lenti í sjónum við Hornafjarðarflugvöll í kvöld, má áætla að vænghafið sé um 15 metrar og vélin heldur stærri en Piper Navajo 5-7 farþega tveggja hreyfla vél flugfélagsins Atlantsflugs en aðeins minni en skrúfuþoturnar sem flugfélagið Ernir á.11141151_945295752187533_946599717605330643_n

Auðvitað er hún miklu léttari en þessar farþegavélar af því að ekki er gert ráð fyrir að hún þurfi að bera neinn farm eða farþega og ekki er hún með einkennisstafi með upphafsstöfunum TF.

Þessi vél er svo miklu stærri en þær fjarstýrðu flugvélar sem hingað til hafa sést, að hugsanlega er hér um að ræða viss tímamót í flugsögu landsins.

Hingað til hafa svörin varðandi fjarstýrð mannlaus flygildi sem sumir kalla dróna verið þau að um þau gildi engin lög hér á landi enn.

Þetta er sannarlega athyglisvert.    


mbl.is Fjarstýrð flugvél fór í sjóinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er Singular Flyox 1 með 14m vænghaf og 3800 kg hámarksþyngd.

www.singularaircraft.com

Og það er NOTAM í gildi á Höfn sem lokar svæðinu fyrir þessar prófanir.

Bergsveinn Norðdahl (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 00:08

2 identicon

Singular Aircraft has released the Flyox I, an amphibian RPA (Remotely Piloted Aircraft) that can take off and land on water, as well as on unpaved runways and snow.

Flyox I is a high wing aircraft with a 14 meter wingspan, a 2000 kg payload, and is powered by two 340 HP engines. It can automatically take-off and land, and can be programed with preset flight paths.

Envisioned applications include agriculture, firefighting, goods transport, surveillance, and rescue.




http://www.samgongustofa.is/um/frettir/flugfrettir/nr/257

Samgöngustofu berast í auknum mæli fyrirspurnir um starfrækslu ómannaðra loftfara. Stofnunin vinnur að ritun sértækra reglna umómönnuð loftför, en upplýsingabréf þetta veitir upplýsingar um þær reglur sem eru nú í gildi um starfrækslu ómannaðra loftfara.

Um ómönnuð loftför gilda almennt sömu reglur og um mönnuð loftför, þ.m.t. lög um loftferðir nr. 60/1998 og reglugerð um flugreglurnr. 770/2010 en þar má m.a. finna í I. kafla viðauka I við reglugerðina skilgreiningu á því hvað telst vera loftfar: .

Í gildi eru einnig sértækar reglur fyrir flugvélalíkön og það er mat Samgöngustofu að þær reglur nái líka til ómannaðra loftfara...

Sverrir (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 00:13

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir. Fróðlegt að sjá þetta. Sem sagt: Ákveðin tímamót í íslenskri flugsögu.

Ómar Ragnarsson, 21.5.2015 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband