Við erum minningar, - við erum "selfies".

"Ég hugsa, - þess vegna er ég."  Við erum hugsanir okkar. Ef við værum einungis kjöt og bein værum við ekki neitt nema dauðir hlutir í upplifun og minningum lifandi hugsandi vera, sem eru ekki við sjálf.

Við erum "selfies", sjálfsmyndir, sem leggja grunn að nauðsynlegri sjálfsvirðingu hvers og eins. Það er hluti af mannréttindum, sem eiga að vera stjórnarskrárvarin, að geta lifað með reisn.

Grunnur vitsmunalífs okkar eru minningarnar, fortíðin sem við mundum og lærðum af til þess að geta lifað í núinu sem við upplifum frá augnabliki til augnabliks. Minningar barnsins um það, þegar það gekk fyrstu skrefin til þess eins að falla aftur til jarðar, gera því kleyft að reyna þetta aftur og aftur og aftur og aftur þangað til það nær þeim mikilvæga áfanga í lífinu að geta gengið upprétt.  

Vegna gildis minninganna voru ristar rúnir, teiknaðar myndir og skrifað á bókfell. Til þess að geta geymt minningar, reynslu, fróðleik og nauðsynlegan lærdóm til framtíðar. Til þess að geta lifað.

Menning er minningar. 

Við getum engan veginn gengið áfallalaust á vit framtíðarinnar nema eiga minningar og reynslu.

Þess vegna þurfum við "selfies", skírnarmyndir, fermingarmyndir, fjölskyldumyndir, brúðkaupsmyndir, myndir, sem tengja líf okkar og okkar nánustu og fyrri upplifanir okkar, við upplifanirnar í núinu hverju sinni, sem verða jafnóðum að nýjum minningum til framtíðar og tengja þannig saman þátíð, nútíð og framtíð.  


mbl.is Af hverju þurfum við endalausar „selfies“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband