"Þeir birtust"?

Björgólfur Thor Björgólfsson átti eina eftirminnilegustu setninguna í mynd Helga Felixsonar um Hrunið. 

Hann var spurður: "Hvað varð um allar þessar hundruð milljarða króna?"

Björgólfur svaraði: "Þeir hurfu." 

Ef hann yrði spurður núna hvaðan þessar 173 milljarðar, sem hann á núna, hefðu komið, myndi hann þá svara: "Þeir birtust"?


mbl.is „Fjármálaskúrkurinn snýr aftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

BTB er snjall.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.5.2015 kl. 08:50

2 identicon

Eitt af hans mestu "afrekum" var að Actavis komst í hendur útlendinga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.5.2015 kl. 09:51

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessari spurningu hefur aldrei verið svarað á afgerandi hátt eða svo að fullnægjandi er, að mínu mati.

Þ.e.a.s. að hvert fóru peningarnir?

Við upphaf rannsóknar á athöfnum íslenskra frjármálasjalla, að þá var mikið í umræðunni að hægt væri að ná í peningina aftur.  Að menn geymdu peningana í læstum bankahólfum á aflandseyjum o.s.frv.

Það hefur ekki gengið eftir.  

Málið er að stór hluti þessa peninga er hér útum allt á Íslandi.  Þessir peningar voru lítið annað en lántökur Íslands sem voru svo notaðir í ýmsar framkvæmdir.

Þessu vilja menn alltaf horfa framhjá.

Oft gerist þetta eða oft var ferillinn með óbeinum hætti að einhverju leiti, td. má nefna Icesavepeningana sem nappað var af ESB borgurum, að þetta fór allt hér meir og minna útí þjóðfélagið beint og óbeint.

Icesavepeningarnir voru td. notaðir til að framlengja sterkt gengi krónu.  Kemur fram í skýrslu RNA.  Þeir fóru meira og minna á gjaldeyrismarkað.

Þá fara sumir að reikna og taka sem dæmi kaup fjármálastofnanna á gjaldeyri fyrir hrun þar sem td. Kaupþing var stórtækt.

Það er irrelevant, að mínu mati.  Það verður að líta á heildardæmið.

Heildardæmið þýddi að gengi krónu var fáránlega sterkt og íslendingar gátu farið til útlanda og leikið ,,ríkustu þjóð í heimi".

Íslendingar urðu gríðar ríkir erlendis á þessum tíma.  Gengi krónu var svo sterkt.  Þökk sé ESB borgurum sem fjármögnuðu sterkt gengi í gegnum Icesave.

Eftir framsjallahrunið er svo slánadi, það er það, sláandi og stingandi, - að enginn á landinu vill bera neina ábyrgð.  Hvorki á að hafa kosið sjallanna eða öðru.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.5.2015 kl. 10:16

4 identicon

Vel mælt Ómar Bjarki.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.5.2015 kl. 11:48

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þröstur Ólafsson hefur slegið á það máli að 40% af fjármagninu, sem fór í að reisa Hörpu, hefðu komið erlendis frá þegar búið var að reikna dæmið upp til fulls. 

Í gamla daga dunduðu Íslendingar við að reikna út hvað af ýmsu í Kaupmannahöfn hefði rekið þangað í formi gróða af Íslandi. 

Töldu menn Dani ekki hafa getað verið stoltir af því. 

Hins vegar virðast allir ánægðir með það hvernig 40% af Hörpu séu tilkomin. 

Eða er það? 

Ómar Ragnarsson, 29.5.2015 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband