Þyngdust ferðamennirnir svona mikið?

"Ukust að afli og frægð, / undu svo glaðir við sitt" yrkir Jónas í ljóði sínu um Ísland, farsælda frón. 

Skipulega er nú unnið að því í fjölmiðlum að tala helst ekki um fjölgun eða vöxt, hvað þá sagnirnar að fjölga eða vaxa, heldur nota orðið "aukning" í tíma og ótíma. 

Orðið aukning er notað alls fimm sinnum í tengdri frétt á mbl.is en þrisvar er þó minnst á að ferðamönum hafi fjölgað. Þarf þó að lesa mestalla fréttina til að sjá það orð. 

"Mikil aukning ferðamanna á árinu" segir ekkert um það í hverju þessi aukning er fólgin. Beinast liggur við að álykta eftir orðanna hljóðan að þeir hafi þyngst svona mikið.

Orðið aukning hefur í útrýmingarsókninni á hendur betri og nákvæmari orðum verið notuð til þess að lengja textann, svo sem setningin "mikil aukning á fjölda ferðamanna" sem er nafnaorðasýkin uppmáluð.

Nafnorðasýkin felst í því að forðast sagnorð en búa frekar til hátimbraðan texta margra nafnorða í kansellístíl.

Hugsunin virðist vera sú, að Því lengri orð og því fleiri, sem notuð eru, því betra.

Nú rétt áðan var orðið ársgrundvöllur notað á útvarpsstöð og fínast þætti að segja líklega að segja: "Mikil aukning hefur orðið í fjölda ferðamanna á ársgrundvelli" í stað þess að segja "ferðamönnum fjölgaði mikið á árinu."

Þegar fylgst er með molaskrifaranum Eiði vekur athygli að hann neyðist til fjalla aftur og aftur um sömu málvillurnar sem hafa lifað góðu lífi í áratugi og ætti því að vera löngu búið að kveða þær niður.

Flestar þeirra eru þannig vaxnar að í þeim felst ekki aðeins málvilla heldur líka rökvilla. Sú afsökun að málið eigi að fá að þróast svona er haldlítil, því að jafnvel sama fólkið og nennir ekki að tala rökrétt íslenskt mál beygir sig undir kröfur um enska málnotkun og málfar.

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að vitna í setningu eins landsbyggðarþingmannsins: "Það hefur orðið jákvæð fólksfjöldaþróun" í stað þess að segja einfaldlega í helmingi styttra máli: "Fólki hefur fjölgað."  


mbl.is Mikil aukning ferðamanna á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„ukust að íþrótt og frægð,..“

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 3.6.2015 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband