Gott hjá Elínu.

Það hefur verið lenska hér á landi að sjá eftir hverrri krónu sem fer til hjálpar fólki í fátækum ríkjum sem býr við óumræðanlega verri kjör,fátækt, örbirgð og sult en nokkur þekkir hér á landi. 

Það er því gott hjá Elínu Hirst alþingismanni þegar hún gagnrýnir það að ein af þeim þjóðum heims, þar sem kjör fólks eru einna best, skuli ár eftir ár vera sér til skammar í þessum efnum. 

Raunar er svonefnd þróunarsamvinna vestrænna landa, sem hæst guma af ósk sinni um frjáls og tollalaus viðskipti þjóða, ekki nema hluti af þeim óhemju fjármunum, sem þróunarríkin eru rænd með því að ríkisreka landbúnað að stórum hluta í Evrópu og Ameríku í skjóli tollmúra og gríðarlegra styrkja niðurgreiðslna. 

Fyrir bragðið eru suðrænar þjóðir rændar möguleikum til að nýta góð skilyrði, sem þar eru til landbúnaðar, til að selja afurðir sínar á Vesturlöndum og nýta kosti frjáls markaðar. 


mbl.is Vill hærri framlög til þróunarsamvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsókn er á fínum styrk,
fram þó engin þróun,
öll þar verkin eru myrk,
andskotans fjársóun.

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 23:59

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Steini Briem hefur aldrei eytt,

svo mikið sem einni krónu,

Í annað en eigið rassgats hýt,

en telur sig mikla patrónu.

Við hvað vinnur steini bríem, annað en orðvalið hatur?

Ávallt öðlast honum fjandsamleg níð, sama hver svarar honum.

Drullusokkanna undra fer það best, að fara mikið á torgum.

En Steini Briem er þar undra minnst, því hann gugnar ávallt.....Á morgun

Halldór Egill Guðnason, 5.6.2015 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband