Vesen, þetta með óæskilegt forystufólk launþega.

Nú er því haldið fram að launþegasamtök eigi ekki að velja sér fólk í forystu sem sé "pólitískt". Er þá átt við það forystufólk, sem er með óæskilegar vinstri skoðanir og að það eigi ekki að líða það að "Samfylkingin semji fyrir launþega."

Þetta hefði mátt athuga miklu fyrr. Alþingismennirnir Héðinn Valdimarsson, Hannibal Valdimarsson, Eðvarð Sigurðsson og Gvendur Jaki sátu allir á þingi þegar þeir stóðu í verkfallabaráttu og það hefur áreiðanlega verið til hinnar mestu óþurftar að þeir skyldu á sama tíma verið í forystu fyrir verkalýðshreyfinguna lungann úr síðustu öld. 

Allt voru þetta "helvítis kommar" eins og það var kallað, og það hefði nú verið munur að hafa núverandi valdamenn eins og Gunnar Braga Sveinsson til þess að stugga við þessu illþýði. 

Sýnir hvað þeir Ólafur Thors, Bjarni Ben og aðrir forsætisráðherrar síðustu aldar voru linir. 

Að vísu voru alþingismenn eins og Pétur Sigurðsson sjómaður, Guðmundur Hallvarðsson, Magnús L. Sveinsson og Sverrir Hermannsson í forystuhlutverkum í verkalýðsfélögum en þeir voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins og því hið besta mál að hafa þá í forsvari launþega.

Að ekki sé nú talað um forystumenn bændasamtakanna og atvinnurekenda.   


mbl.is „Það er okkar réttur að semja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki nóg með það, einnig heimta þeir verkfallsrétt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.6.2015 kl. 20:23

2 identicon

Ég held að flestir sem eitthvað hafa fylgst með samningiðræðunum séu löngu búnir að sjá flokkspólitíkina hjá þessum samtökum.  Allt tal um annað er bein afneitun  !!!!

Svonalagað hefur ekki sést síðan fyrir um 30 árum síðan - kanski það sé það

sem menn vilja núna ????

Allavega virðist það ekki skipta neinu máli hjá samningamönnum að það er verið að reyna að hækka lægstu launin - en hærri launin minna.

En þetta fólk segir bara SORRY  það er ekki það sem við viljum - við viljum að t.d. hjúkrunarfræðingar hækki úr 670 þús. kr.mán í a.m.k. 950 þús. kr.

Kv.Magnús

Magnús Jónasson (IP-tala skráð) 7.6.2015 kl. 20:46

3 identicon

Allir sem taldir eru upp komust á þing í krafti þess að vera berjast fyrir réttindum verkafólks.

Spurningunni sem varpað var fram var hvort Þórunn sé af heilindum að berjast fyrir réttindum BHM.

Það dylst engum að henni leiðist ekkert að vera með skítkast út í núverandi stjórnvöld.

Grímur (IP-tala skráð) 7.6.2015 kl. 20:48

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Held ég þekki Harald Ben.,
hann á þingi mjólkar,
í spena toga Bjarna Ben.,
bóndans mjaltahólkar.

Þorsteinn Briem, 7.6.2015 kl. 20:58

5 identicon

Það er kannski rétt að það komi fram að Þórunn var ekki kosin af almennum félagsmönnum BHM, heldur af einhverri klíku innan samtakanna.  Sem félagsmaður í BHM hafði ég ekkert um það að segja að hún fékk þetta embætti og svo sannarlega hefði ég aldrei viljað sjá hana taka við þessu embætti frekar en einhvern annan afdankaðan pólitíkus.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.6.2015 kl. 21:07

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég verð nú bara að segja að mér finnst Samfylkingarlykt af þessu öllu saman og að tilgangurinn sé að slíta þessari ríkisstjórn, þó ég sé ekki sammála henni á nokkurn hátt, tel ég sama að hún sé að reyna að gera rétta hluti í þessu máli.  Og ef það sannast að þetta fólk sé að tefja fyrir samningum í krafti pólitískra sérhagsmuna þá munu þau svo sannarlega fara niður fyrir núllið í næstu kosningum.  Ógeðslegt bara að mínu mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2015 kl. 21:41

7 identicon

Ríkisstjórn þykir það ætíð fúlt að lenda gegn andstæðingum sem sækja sinn styrk og fylgi útfyrir alþingi þar sem þeir ráða. Venjulegu aðferðirnar sem duga svo vel á minnihlutann verða gagnslausar og grípa þarf til stjórnkænsku og samningalipurðar svo allir skilji sáttir. Það er þá sem sést hvort stjórnspekingar sitja í ríkisstjórn eða pólitískir ofbeldismenn sem böðlast gegnum verkin á þingmeirihlutanum án þess að leysa vandamálin. Lítilmenni sem velta vandamálunum á undan sér.

Espolin (IP-tala skráð) 7.6.2015 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband