Mýrin laðaði að sér ferðafólk.

Það hefur lengi verið algengur hugsunarháttur hér á landi að það þurfi að vera áþreifanlegt og helst hægt að vigta það, sem geti gefið okkur tekjur. 

Til dæmis hefur verið hæðst og gert lítið úr þeim að sem hafa viljað varðveita slóðir álfa og trölla.

En maðurinn er það sem hann hugsar og í hugsun manna felast verðmæti. Gott dæmi um það er sú staðreynd að eftir að skáldsagan Mýrin eftir Arnald Indriðason kom út, komu þúsundir erlendra ferðamanna til Íslands til þess að skoða sögusvið hennar, þótt í huga efnishyggjumanna væri þar um að ræða hugaróra eins manns.

Mýrin reyndist sem sagt gjaldeyrisskapandi.

Þannig er það líka um sagnaslóðir í Húnaþingi vestra sem nú verða til þess að auka tekjur af ferðamönnum.

Dæmi um gildi álfatrúar er hin magnaða þjóðsaga um Tungustapa í Sauðlauksdal í Dölum og lög og ljóð sem hafa verið samin um álfa og huldufólk og hafa hrifið hugi fólks.

Hugarástand getur nefnilega verið peningavirði þótt margir eigi erfitt með að viðurkenna það.

Maðurinn er nefnilega það sem hann hugsar.    


mbl.is Náðarstund laðar að ferðamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sauðlauksdal?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 22:52

2 identicon

Sæll Ómar og takk fyrir síðast þó stutt hafi verið.

Þau eru víða verðmætin og margt smátt gerir eitt stórt.

kv. Bjössi

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 10.6.2015 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband