Mótsagnir í sambandi þings og þjóðar.

Jónas Kristjánsson hefur oft haft það á orði, að íslenskir kjósendur geti ekki kvartað og kveinað yfir þingmönnnum þjóðarinnar af því að þeir hafi sjálfir kosið þá yfir sig og haldi áfram að kjósa þá stjórnmálamennm, sem þeir hafa minnsta trú á í skoðanakönnunum.

Dæmin eru óteljandi. Ein af röksemdunum fyrir því að ekki ætti að innheimta gjald fyrir aðgang að náttúruperlum var sú, að reynslan sýndi, að engin trygging væri fyrir því að þetta gjald yrði notað í það, sem því væri ætlað, heldur myndu stjórnvöld gera það sama og þau hefði ítrekað gert, nota peningana í eitthvað annað.

En síðan kjósa þessir kjósendur áfram yfir sig þessa ráðamenn en vilja samt ekki taka á sig ábyrgðina á því, heldur fjargviðrast áfram yfir framferði þeirra, svo sem því þegar þeir taka fé, sem átti að fara í framkvæmdasjóð aldraðra og veita því annað, taka stóran hluta af útvarpsgjaldinu og veita því annað og milljarða af tekjum af umferðinni og veita þeim í annað.

Ef kjósendur meintu eitthvað með þessu sífri sínu myndu þeir að sjálfsögðu kjósa frambjóðendur sem lofuðu að breyta þessu. En reynslan er sú að það gerist ekki, og í ljósi þeirrar reynslu bjóða heldur engir sig fram sem lofa að breyta þessu.

1974 gaf Alþingi á hátíðarfundi á Þingvöllum svonefnda þjóðargjöf til landgræðslu.

Ekki var liðinn nema áratugur þegar þessi fjárveiting var að engu orðin. Síðan þá hafa verið haldnar tíu þingkosningar, og í þessi fjörutíu ár er nú svo komið að ekkert hefur breyst varðandi algert máttleysi varðandi það hvernig engin leið er að stöðva beit á óbeitarhæf landsvæði og viðhalda með því uppblæstri og jarðvegseyðingu þar, vegna þess að það skortir algerlega lagaúrræði, svipuð þeim sem notuð eru miskunnarlaust gagnvart rányrkju á fiskistofnunum.

Í tíu alþingiskosningum í 40 ár hafa verið kosnir þingmenn sem í raun vilja ekki hrófla við neinu í þessum málum, þrátt fyrir háværar upphrópanir í skrautræðum á tyllidögum.

40 ára reynsla sýnir að í raun eru alþingismenn stuðningsmenn rányrkju enda dettur engum í hug lengur að bjóða sig fram til þings með loforði um að ráðast gegn þessari þjóðarskömm.

Íslandshreyfingin reyndi það síðast 2007 en tókst ekki, enda hafa ráðamenn komið því svo fyrir með hæsta "atkvæðaþröskuldi" í Evrópu, að fylgi, sem annars nægði til að koma að tveimur þingmönnum, er drepið með þessu ákvæði. 

40 ára reynsla sýnir að í raun styður þjóðin rányrkju á stórum svæðum landsins. Þjóðin fær þá þingmenn sem hún kýs og verðskuldar að fá. 

Í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 var yfirgnæfandi meirihluti fylgjandi nýrri stjórnarskrá. 

En þingmenn hafa haft þennan vilja kjósenda að engu og eru samt kosnir áfram eins og ekkert sé. Stundum er jafnvel oft í viku kvartað yfir því að sárlega vanti ákvæði í núverandi stjórnarskrá, en á sama tíma er í raun skipulega unnið að því að breyta engu. 


mbl.is Byggja brú milli þings og þjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko, þegar tveir vinstrimenn koma saman, þá kalla þeir sig þjóðina.
Staðreyndin er sú, að vinstrimenn eru ekki þjóðin.
Vilji vinstrimanna er ekki þjóðarvilji.

Vinstrimenn vildu gangast undir Icesave, en þjóðin ekki.
Vinstrimenn vildu aðlagast ESB, og afhenda auðlindirnar okkar, þjóðin vildi það ekki.
Vinstrimenn vildu eyðileggja góða stjórnarskrá, þjóðin ekki.

Vinstrimenn hafa tekið upp þann hvimleiða sið að túlka einhverja skoðanakönnun, bara einhverja sem hentar þeim, og dæla svo út áróðri byggða á þessari könnun, árum saman.
Að lokum fara þeir sjálfir að trúa því, að þessi stílfærða könnun sé þjóðarvilji, en þegar hin raunverulega þjóð hafnar vinstimönnum, og áróðrinum, þá er þjóðin óalandi og óferjandi vitleysingar.

Ástæða þess að Ísldnshreyingin varð ekki neitt neitt, ber að skoðast í ljósi þess hvert Íslandshreyfingin fór, eftir að þjóðin hafnaði henni. Íslandshreyfingin lagði sig niður, og gekk í Samfylkinguna. Þjóðin fann lyktina af vinstrimennskunni, og því fór sem fór.

Það var ekkert að þjóðinni, en því mun meira að Íslandshreyfingunni.
En þú munt aldrei skilja það, enda ertu þjóðin, þegar þú kemur saman með öðrum vinstrimanni.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.6.2015 kl. 22:58

2 identicon

fór ekki megnið af þjóðargjöfinni til að gyrða svokkallaða lönguvilleisu enda stóð hún undir nafni endalaust viðhald sem helt varla nokkuri kind. sem nú er búið að taka niður leifarnar af hennifyrir nokkru. vona að menn læri að notta peníngana á gagnlegri hátt. minsta kost að tala við fólk sem þekkir staðhætti áður en til framhvæmda er farið

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband