Reykjavík er ekki allt Ísland, - ekki ennþá.

19,4 sólskinsstundirnar, sem segir í fyrirsögn tengdrar fréttar á mbl.is að hafi leikið við landsmenn, mældust í Reykjavík. Þessi fyrirsögn er ágætt dæmi um um þá sjálfhverfu hugsun svo margra borgarbúa, að Reykjavík sé allt Ísland og að 19,4 sólskinsstundir í Reykjavík leiki við alla landsmenn. 

En á stórum hlutum landsins mældist engin sólskinsstund í fyrradag. 

Stefnan í málefnum Reykjavíkurflugvallar hefur verið þessu marki brennd og aðal sprauturnar á bak við hana var hávær en fámennur hópur manna, sem telja, að það sé eingöngu Reykjavíkurflugvelli að kenna að allir borgarbúar búi ekki vestan Elliðaáa! 

Á höfuðborgarsvæðinu búa nú um 130 þúsund manns austan Elliðaáa, þannig að það hefði þurft hálfgerða Manhattan skýjakljúfa til að koma öll því fólki fyrir í Vatnsmýrinni. 

Sömu menn fullyrtu að tilvist flugvallarins hefði valdið mestu um fólsflutninga úr dreifbýlinu til Reykjavíkur, af því að þetta dreifbýlisfólk vildi frekar eiga heima í úthverfum en miðborg og ekki var hægt að troða því ofan í Vatnsmýri! 

Þessi samtök, "Betri byggð" hafði sem sé á hornum sér að fólki væri frjálst að velja sér hvernig byggð það vildi búa í. 

Þeir viðruðu þá tillögu á landsfundi eins stjórnmálaflokksins um sett yrði í lög, að bannað væri að gera neinar nýjar íbúðagötur í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. 

Já, í fullri alvöru. 

Sáu þó að sér þegar þeir áttuðu sig á því hve fjarstætt það var að slík tillaga fengi nokkurt fylgi.

Ný tillaga í einni af nefndum Reykjavíkurborgar um stofnun sérstaks borgríkis í Reykjavík er dæmi um þá vanþekkingu og firringu sem margir borgarbúar búa við.

Innan þessa landlhelgislausa borgríkis yrðu engar auðlindir, vatnsorka, jarðvarmaorka eða fiskistofnar og ekki alþjóðaflugvöllur (meira að segja andstaða gegn innanlandsflugvelli).

Þeir sem telja að það eigi helst að þjappa öllu fólki saman í sem stærst borgarsamfélög gleyma því að ef sú hugsun á að útfærast til fulls, þyrfti að flytja nær alla landsmenn til Bretlands eða meginlands Evrópu, frekar en að vera með byggðina á jafn "óhagkvæmum" og afskekktum stað og Ísland er.

Hámenntaður maður, sem flutti frá milljónaborg í Evrópu til Íslands fyrir nokkrum árum og starfaði á Sauðárkróki, var spurður, hvers vegna hann hefði ekki frekar flust til Reykjavíkur en Sauðárkróks.

Hann svaraði: "Ef ég annað borð flyt frá milljóna stórborg í Evrópu til Íslands, skiptir ekki máli fyrir mig hvort smábærinn heitir Reykjavík eða Sauðárkrókur."

Nú er það svo, að ég borinn og barnfæddur Reykvíkingur, stoltur af fæðingar- og uppvaxtarslóðum mínum og elska þær.

En rembingurinn, sjálfhverfan og þröngsýnin, sem blossar svo oft upp hjá okkur borgarbúum, er okkur ekki holl.    


mbl.is 19,4 sólskinsstundir léku við landsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.2.2013:

"Gatnakerfið í Reykjavík austan Elliðaáa þekur 51% af landinu.

Byggð svæði þekja einungis 35% og opin svæði 14%."

Ofvaxið gatnakerfi - Þétting byggðar

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 13:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er byggðin mun þéttari en austan Elliðaáa en þar eru samt stór opin svæði, Klambratún (Miklatún), Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Ægisíða og Hljómskálagarðurinn.

Þar eru einnig einkagarðar við langflest íbúðarhús og í mörgum tilfellum bæði framgarðar og bakgarðar.

Alls áttu 40.295 lögheimili í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar 1. janúar 2013, rúmlega þriðjungur Reykvíkinga, þar af 15.708 í 101 Reykjavík, 16.067 í 105 Reykjavík og 8.520 í 107 Reykjavík.

Og þá áttu þar lögheimili 7.915 börn (sautján ára og yngri eru skilgreindir sem börn), þar af 2.659 í 101 Reykjavík, 3.203 í 105 Reykjavík og 2.053 í 107 Reykjavík, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Þar að auki starfa flestir Reykvíkingar vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 13:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vestan Kringlumýrarbrautar er meðal annars þessi starfsemi í Reykjavík:

Útgerð, fiskvinnsla og tengd starfsemi:

Reykjavíkurhöfn, þar sem meðal annars eru hvalaskoðunarfyrirtæki, og hvergi annars staðar er landað meira af botnfiski hér á Íslandi og jafnvel í öllum heiminum, fiskvinnsla og útgerð Granda hf., Fiskkaup hf. og fleiri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, Lýsi hf., Icelandic Group, Hafrannsóknastofnun og Slippurinn.

Háskólar:


Háskólinn í Reykjavík, svo og flestar deildir Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Framhaldsskólar:


Menntaskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Tækniskólinn.

Dómstólar:


Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur.

Verslanir:


Um tvö hundruð verslanir við Laugaveg einan, þar sem um eitt þúsund manns starfa, um tvöfalt fleiri en í Kringlunni, svo og fjöldinn allur af öðrum verslunum, til að mynda við Hverfisgötu, Skólavörðustíg, Lækjargötu og Austurstræti.

Um eitt hundrað matsölustaðir, krár og kaffihús.

Og fjölmargir skemmtistaðir.

Heilbrigðismál:


Landspítalinn, Landlæknir, Íslensk erfðagreining, Heilsugæslan Miðbæ, Rauði krossinn í Reykjavík, Krabbameinsfélagið, Blóðbankinn, Sjálfsbjörg, læknastofur, augnlæknastofur, tannlæknastofur, Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, sjúkranudd, fótaaðgerðarstofur, Nálastungur Íslands og Vinnuvernd ehf.

Hjúkrunarheimili:


Grund, Droplaugarstaðir og Sóltún.

Samgöngu- og ferðamál:


Reykjavíkurflugvöllur, Vegagerðin, Ferðamálastofa, Arctic Adventures, bílaleigur, leigubílastöðvarnar BSR og City Taxi, Samgöngustofa, Umferðarmiðstöðin, bifreiðaumboðið Hekla, skrifstofur Icelandair og Wow Air.

Dohop, ferðaskrifstofur, Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Upplýsingamiðstöð Íslensks ferðamarkaðar, söluskrifstofa hópferðabifreiða við Lækjartorg, bifreiðaverkstæði, hjólbarðaverkstæði, smurstöðvar, réttingaverkstæði og mannaðar bensínstöðvar.

Fjármál:


Seðlabankinn, höfuðstöðvar Landsbankans og Arionbanka, svo og útibú þeirra og Íslandsbanka í Lækjargötu, Hótel Sögu, Borgartúni 33 og við Hagatorg, útibú MP banka í Borgartúni 26, Auður Capital, Íbúðalánasjóður, Lánasjóður íslenskra námsmanna, Kauphöllin og peningasendingafyrirtækið Western Union.

Reykjavíkurborg:

Ráðhúsið, Perlan, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, háhýsin við Höfðatorg, þar sem skrifstofur Reykjavíkurborgar eru meðal annars til húsa og verið er að reisa sextán hæða hótel.

Íslensk og erlend stjórnsýsla:


Alþingi, Umboðsmaður Alþingis, forsætisráðuneytið, innanríkisráðuneytið, fjármálaráðuneytið, sjávarútvegsráðuneytið. landbúnaðarráðuneytið, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, menntamálaráðneytið, félagsmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, umhverfisráðneytið og heilbrigðisráðuneytið, svo og skrifstofa forseta Íslands,

Útlendingastofnun, sendiráð Rússlands, Japans, Bandaríkjanna, Kanada, Kína, Indlands, Bretlands, Þýskalands, Frakklands, Póllands, Danmerkur, Noregs og Finnlands, svo og Færeyska ræðismannsskrifstofan.

Tollstjórinn, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Ríkislögreglustjóri, fangelsið við Skólavörðustíg, Ríkissáttasemjari, Ríkisskattstjóri, Ríkisendurskoðun, Ríkiskaup, Skattrannsóknastjóri, Ríkissaksóknari, Sérstakur saksóknari, Samkeppniseftirlitið, Sýslumaðurinn í Reykjavík, Hagstofa Íslands. Þjóðskrá Íslands, Minjastofnun Íslands og Fornleifastofnun Íslands.

Menning:


Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa, Þjóðmenningarhúsið, Þjóðarbókhlaðan, Borgarbókasafnið, Þjóðminjasafnið, Sjóminjasafnið Víkin, Norræna húsið, Kjarvalsstaðir, Listasafn ASÍ, Þjóðleikhúsið, leikfélagið Hugleikur, Vesturport, Stúdentaleikhúsið, Austurbær, sviðsbúnaðarfyrirtækið Exton og Reykjavíkurakademían.

Nýlistasafnið, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, Landnámssýningin, Volcano House, Volcano Show, listagallerí, Höfði, Háskólabíó, Regnboginn, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Undraland kvikmyndir, Evrópa kvikmyndir og Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).

Ýmis þjónusta og tæknifyrirtæki:


Internetfyrirtækið CCP, Internetþjónustan Hringiðan, Advania, Netheimur, Talnakönnun, Tryggingastofnun ríkisins, Veðurstofa Íslands, Björgunarmiðstöðin, afgreiðsla Íslandspósts, bókaútgáfur, Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna (Fulbright stofnunin), Alliance Française, Evrópustofa, Íslandsdeild Amnesty International, skrifstofur Hótels Eddu, Fosshótela, Landverndar, svo og tölvufyrirtækið Nýherji.

Auglýsingastofur, arkitektastofur, verkfræðistofur, lyfjabúðir, ljósmyndastofur, bakarí, Veisluþjónustan Fagnaður, fasteignafélögin Eik og Landfestar, byggingafyrirtæki, húsaviðgerðir, húsgagnabólstrun, fatahönnun, listmunagerð, fasteignasölur, leigumiðlun, lögfræðistofur, endurskoðunarstofurnar PricewaterhouseCoopers, Ernst & Young og KPMG.

Willard Fiske Center, Fréttablaðið, 365 miðlar, dagblaðið DV, Kjarninn miðlar, Útgáfa og hönnun, Reykjavíkurakademían, International Modern Media Institute, Valhöll, skrifstofur Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokksins, og Vinstri grænna.

Kjarnar ehf., Dýralæknastofa Dagfinns, fatahreinsanir, þvottahús, hársnyrtistofur, hárgreiðslustofur, saumastofurnar Klæðskerahöllin og Saumsprettan, raftækjaviðgerðir, Snyrtistofan Gyðjan, skósmiðir, endurvinnslustöð Sorpu við Ánanaust og ræstingafyrirtæki.

Hótel:


Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðir), Hótel Saga, Hótel Holt, Hótel Þingholt, Hótel Plaza, Hótel Arnarhvoll, Hótel Klöpp, Hótel Skjaldbreið, 101 Hótel, Hótel Borg, Hótel 1919 í gamla Eimskipafélagshúsinu, Hotel Marina, Kex Hostel, Black Pearl Apartment Hotel, Hótel Leifur Eiríksson og Hlemmur Square.

Hótel Klettur, 4th Floor Hotel, Best Western Hotel, Blue Arctic Hotel, Bus Hostel, City Center Hotel, Fosshótel Barón, Fosshótel Lind, Hótel AdaM. Hótel Flóki, Hótel Frón, Hótel Garður, Hótel Hilda, Hótel Óðinsvé, Hotel Reykjavík Centrum, Hotel Cabin, Metropolitan Hotel, Hótel Örkin og Hotel Adam.

Gistiheimili:


Þrjár systur, Kastalinn Lúxusíbúðir, Gistiheimilið Bröttugötu, Gistiheimili Snorra, Dalfoss, Konrads Guesthouse, Gista íbúðir, Barónsstígur Central, Farfuglaheimilið Vesturgötu, Hostel B47, Art Centrum, Bus Hostel, farfuglaheimilið Loft og Alba Guesthouse.

Gistiheimili Hjálpræðishersins, Gistiheimilið Forsæla, Sunna gistihús, Áróra gistihús, Gistihúsið Andrea, Bella gistihús, Gistihúsið Luna, gistihúsið Víkingur, Anna gistihús, The Capital Inn, Gistihúsið Egilsborg og Thor Guesthouse.

Stéttarfélög og lífeyrissjóðir:


ASÍ, BSRB, Samtök atvinnulífsins, Efling, Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Sjómannasamband Íslands, Leiklistarsamband Íslands, Landssamtök lífeyrissjóða. lífeyrissjóðurinn Gildi, Almenni lífeyrissjóðurinn, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður verkfræðinga og Lífeyrissjóður bænda.

Vista séreignasjóður, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður bankamanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, Lífeyrissjóður tannlækna og Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga.

Guðshús:


Biskupsstofa, Hallgrímskirkja, Dómkirkjan í Reykjavík, Neskirkja, Landakotskirkja, Fríkirkjan í Reykjavík, Fossvogskirkja, Háteigskirkja, Fíladelfía, Kirkja sjöunda dags aðventista, Kirkja rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Kirkja óháða safnaðarins, safnaðarheimili við kirkjur og Menningarsetur múslíma.

Íþrótta- og félagsstarfsemi:


Knattspyrnufélag Reykjavíkur (KR), Valsheimilið og þeirra íþróttavellir, þrekþjálfunarstöðvar, félagsmiðstöðvar og frístundamiðstöðvar við grunnskóla.

Sundlaugar:


Vesturbæjarlaug og Sundhöll Reykjavíkur.

Tónlistar- og söngskólar:

Söngskólinn í Reykjavík, Söngskólinn Domus Vox, Suzukitónlistarskólinn, Tónmenntaskóli Reykjavíkur, Tónskólinn Do Re Mi, Tónlistarskólinn í Reykjavík og Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar.

Dans- og ballettskólar:


Kramhúsið, Ballettskóli Eddu Scheving, Danssmiðjan og Dansskóli Jóns Péturs og Köru.

Myndlistaskólar:


Myndlistaskólinn í Reykjavík.

Happdrætti:


Spilasalir Háspennu, happdrætti Háskóla Íslands, DAS og Krabbameinsfélagsins.

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 13:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessi listi hér að ofan er sífellt að lengjast, ný og stór hótel eru nú og verða við Höfðatorg og Hörpu, í Landssímahúsinu við Austurvöll, í húsi Reykjavíkurapóteks við Austurstræti, á Hljómalindarreitnum milli Hverfisgötu og Laugavegar, á Hverfisgötu 103, þar sem myndasöguverslunin Nexus var til húsa, og Hótel Marina við Slippinn hefur verið stækkað.

Og verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa, flestir háskólamenntaðir.

Hátt í eitt hundrað hótel og gistiheimili eru nú þegar vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

CCP
á Grandagarði í Reykjavík seldi árið 2010 áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 15 evrur á mánuði og þá voru erlendir áskrifendur um 300 þúsund.

Gjaldeyristekjur CCP af EVE Online voru samkvæmt því um níu milljarðar króna árið 2010 en erlendir áskrifendur að EVE Online voru um 70% fleiri, eða rúmlega hálf milljón, fyrir ári.

Og gjaldeyristekjur vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest eru nú þegar samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári, eða 30 milljarðar króna á 20 árum, en allur byggingarkostnaður vegna Hörpu frá upphafi er 28 milljarðar króna, að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára.

15.10.2010:


Um 300 manns starfa í höfuðstöðvum CCP í 101 Reykjavík


Hjá Norðuráli á Grundartanga starfa hins vegar um 500 manns og þar af eru um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Í 101 Reykjavík
eru einnig til að mynda hið gríðarstóra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki Grandi, fleiri fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki og Lýsi hf.

Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá Gömlu höfninni í Reykjavík, sem skapa nú þegar um eins milljarðs króna gjaldeyristekjur á ári.

Þar er einnig langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel í öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.

Í engu öðru póstnúmeri á landinu er
því aflað meiri gjaldeyristekna en 101 Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 13:59

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fiskiskip Granda hf. og önnur reykvísk fiskiskip, fiskvinnslan og Lýsi hf. við Reykjavíkurhöfn, CCP á Grandagarði, Harpa, hótelin í Reykjavík, hvalaskoðunarferðir frá Reykjavíkurhöfn og Íslensk erfðagreining afla erlends gjaldeyris.

Það sem flutt er inn í 101 Reykjavík frá landsbyggðinni eru fokdýrar landbúnaðarvörur.

Og skattgreiðendur, sem flestir búa á höfuðborgarsvæðinu, halda uppi íslenskum bændum.

Þar að auki eiga skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu meirihlutann af öllum fiskimiðum við landið, íslenskum þjóðlendum og Landsvirkjun.

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:01

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.3.1986:

"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.

Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna
, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."

Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna


3.8.1988:


"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.

Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp.
"

Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni


16.10.1990:


"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.

Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.

Flugvél hrapaði í Skerjafjörð


23.4.1997:


"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.

Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."

Brotlenti við Suðurgötuna


9.8.2000:


"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."

Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:05

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:07

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:08

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:11

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23 prósent kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:12

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Eignarrétturinn
er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

Reykjavíkurborg ræður því einnig
hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.

Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þar að auki er svæðið sunnan norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:14

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:
"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:17

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.2.2012:

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur


"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:20

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:21

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu, þar af um 200 svokallaðar stúdentaeiningar og 50% íbúðanna verða tveggja herbergja en um 20% þriggja herbergja.

Árið 2013 voru opnaðir stúdentagarðar, Sæmundargarðar, við Háskóla Íslands fyrir um 300 stúdenta og reistir verða stúdentagarðar á milli Nauthólsvegar og Öskjuhlíðar í nágrenni Háskólans í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:22

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hlutfallslega flestir svarendur í Reykjavík vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu, samkvæmt könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013.

Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.

Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.

Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri.

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:23

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.

Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:25

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bílastæði á Vatnsmýrarsvæðinu verða mörg neðanjarðar, enda taka bílastæði mikið og dýrt pláss ofanjarðar og ekki myndu margir vilja búa í gluggalausum kjallara, þannig að sjálfsagt er að nota þá sem bílastæði.

Og margir þeirra sem nú aka langar leiðir í vinnu til að mynda á Landspítalanum, stærsta vinnustað landsins, í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands munu væntanlega kaupa íbúðir á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þannig
geta þeir sparað kaup og rekstur á einum bíl á heimili í stað tveggja, sem þýðir einnig að minna pláss þarf undir bílastæði en ella á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:26

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi starfa um 4.700 manns og ákveðið hefur verið að spítalinn verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember 2012.

Ársskýrsla Landspítala-Háskólasjúkrahúss fyrir árið 2012


Deiliskipulag fyrir Landspítala-Háskólasjúkrahús við Hringbraut samþykkt

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:29

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.10.2011:

"Landspítali-Háskólasjúkrahús er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem hefur myndast við Vatnsmýrina.

Nálægð við Háskóla Íslands
, Háskólann í Reykjavík, hús Íslenskrar erfðagreiningar og fyrirhugaða Vísindagarða [þar sem nú er verið að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen] styrkir þekkingarmiðju borgarinnar á þessu svæði.

Svæðið liggur við Miklubraut sem er aðalsamgönguæð borgarinnar en liggur einnig vel við öðrum mikilvægum umferðaræðum eins og Hringbraut, Bústaðavegi og Snorrabraut.

Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítala-Háskólasjúkrahúss býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.

Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.

Það eru mikilvæg verðmæti í borgarsamfélaginu sem ber að varðveita.

Og þar að auki vinna á annað hundrað starfsmenn spítalans einnig við kennslu og rannsóknir í Háskóla Íslands."

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:30

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrenn gatnamót á Miklubraut eru umferðarmestu gatnamót landsins og öll með um eitt hundrað þúsund bíla á sólarhring:

Gatnamót Miklubrautar, Hringbrautar, Snorrabrautar og Bústaðavegar.

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Gatnamót Miklubrautar, Reykjanesbrautar, Sæbrautar og Vesturlandsvegar.

Og Umferðarmiðstöðin (BSÍ) við Hringbraut er aðalumferðarmiðstöð höfuðborgarsvæðisins og langflest hótel og gistiheimili, rúmlega eitt hundrað, eru vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:32

22 identicon

Steini koma svo, þetta er ekki nóg.

Sjáðu þetta,

Bor­is John­son, borg­ar­stjóri London, hef­ur tekið upp hansk­ann fyr­ir vís­inda­mann­inn Tim Hunt, Nó­bels­verðlauna­haf­ann sem sagði upp stöðu sinni hjá Uni­versity Col­l­e­ge London eft­ir um­mæli þess efn­is að rann­sókn­ar­stof­ur ættu að vera kynja­skipt­ar.

John­son seg­ir að Hunt hafi ekki átt skilið að vera sett­ur í gapa­stokk­inn fyr­ir um­mæli sín sem hann lét falla á ráðstefnu í Suður-Kór­eu í síðustu viku. Hunt baðst síðar af­sök­un­ar og sagði að um­mæl­in hefðu verið grín, ekki al­vara.

Í pistli sem John­son skrif­ar í Tel­egraph seg­ir hann að Hunt hafi verið að gera það sem hann hafi gert allt sitt líf, að benda á nátt­úr­legt fyr­ir­bæri sem hann hefði rann­sakað. „Hann átti ekki skilið að vera sett­ur í gapa­stokk­inn,“ skrif­ar hann.

Seg­ir upp pró­fess­ors­stöðunni

Gráta og láta menn verða ást­fangna

Sig. Breik (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 14:34

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:35

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, ekkert málefnalegt frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 15.6.2015 kl. 14:38

25 identicon

Myndaniðurstaða fyrir smiling dog

Sig. Breik (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 14:50

26 Smámynd: Már Elíson

Góður, Sig.Breik...eða var það Breim ?

Nú er fávitinn illa haldinn og eyðilagði alla umræðu um þessar frábæru bollaleggingar Ómars.

Skil ekki enn í Ómari að sjá ekki sjúkleikann í þessu og/eða vera svona aumingjagóður við þennan sjúkling.

Már Elíson, 15.6.2015 kl. 15:39

27 identicon

Vel mælt Ómar, hugsanlega er að verða menningarlegt rof í landinu með inngróinni og landsfirrtri borgarmenningu þar sem fyrirlitning ríkir gagnvart sögu lands og þjóðar (sbr. 17. júni komplexinn) sjálfstæðinu og náttúrunni.

Grun hef ég um að þó stundum sé talað um 101 kaffilýð sem ekki vilji virkja neitt þá sé raunin sú að tilhneiginginn til að græðgisvæða landið með ofvirkjunum eigi upp haf sitt og endi einmitt í téðri höfuðborg. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 16:07

28 identicon

Já Már, þetta er stórskrýtið allt. Hann eiðileggur þetta fyrir Ómari ekki spurning

Sig. Breik (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 16:41

29 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Jafnvel meðalgreindur fáviti sér að fullyrðingin um 51% þekjun gatnakerfis austan Elliðaár stenst ekki, þar sem Reykjavík nær austur á Hellisheiði og Kjalarnesið til heyrir Reykjavík. Hitt sem sá meðalgreindi ætti að átta sig á að HB Grandi fær aðeins brot af afkomu sínni um Reykjavík.  Akranes og Vopnafjörður eru gullnámurnar.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 15.6.2015 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband